Sveinn skrifaði:- Hefur einhver reynslu af þessari skjákortsviftu?
- Heyrist eitthvað í henni?
- Kælir hún vel?
- Er hún svo þung að hún þarf undirstöðu?
Rakst á svona þegar ég var í Danmörk í sumar og skellti mér á það, (
enda helmingi ódýrara heldur en hérna heima) og búinn að nota þetta í svona mánuð
Heyrist náttúrulega ekkert í þessu einu saman því það er ekkert sem hreyfist.
Ég var með tvær 80mm bakviftur (
útblástur) og eina 80 viftu að framan(
innblástur) en það var ekki að virka nógu vel. Áður en ég setti þetta á var hitinn á ati 9800 se SoftModdaða kortinu mínu (
mælt á bakhlið) svona 42°C idle til 60° load. Þegar ég setti kæliplöturnar á setti ég hita-probe undir þannig að það snertir GPUið og þá mælist hitinn 54°C idle og upp í 65°C load, hætti reyndar því sem ég var að gera þegar hitinn var orðinn svona mikill þannig að hugsanlega verður þetta en þá heitara. Fór núna um helgina og keypti mér 92mm SilenX viftu og svo í Byko og keypti mér skrúfur og bolta og setti viftuna ofan á kæliplöturnar þannig að hún blæs niður á milli. Viftan var reyndar svona í stærra lagi, rétt kom henni fyrir á ská þannig að hún blási niður á milli og bæði yfir og undir en hún er næstum hljóðlaus (
amk. yfirgnæfir stock Intel viftan allt hljóð í kassanun núna). Núna mælist hitinn 44°C idle og hef ekki náð hærra en 55°C eftir að hafa látið NWN ganga í 3 klst í hæstu gæðum og ágætis upplausn.
Þyngslin sveigja kortið aðeins niður, en ekki þannig að það sé hætta á að það brotni Meira vandamál þegar þú setur kortið í eða tekur það úr að þú mátt voðalítið koma við kæliplöturnar.
Það er ekkert svakamál að koma þessu saman, fylgja með leiðbeiningar upp á nokkrar blaðsíður og svo á heimasíðu Zalman. En náttúrulega ef þú treystir þér ekki til þess hugsa ég að flestar búðirnar séu tilbúnar að gera þetta fyrir þig.. en kostar örugglega smá