Síða 1 af 1

Einhver sem málar?

Sent: Sun 12. Sep 2004 01:16
af Sveinn
Ég var að pæla. Er eitthvað fyrirtæki eða einhver einstaklingur sem er laginn við að mála á kassa? þú veist þá er ég að meina svona "listaverk", ekki bara einn litur, heldur kanski einhverjar fígúrur og svona?
Eða er það ólöglegt eða eitthvað?(veit ekki afhverju mér dettur það í hug)

Ef svo er, hvar næ ég það/þann fyrirtæki/einstakling

Sent: Sun 12. Sep 2004 01:19
af Zkari
Ég stórefa að það sé einhver sem gerir það =/

Ætti þetta ekki annars að vera á "Mods, kassar og kæling"?

Sent: Sun 12. Sep 2004 01:26
af so
Er nokkuð viss um að þú getir fundið einhvern listamann, einum eða tveimur bekkjum ofar eða neðar en þú ert til að skreyta kassann þinn með fígúrumyndum. Ef það lukkast ekki, þá er bara að pússa hann upp og sprauta upp á nýtt og prufa aftur.

P.S muna bara að tæma kassann ef þú þarft að pússa og sprauta :)

Sent: Sun 12. Sep 2004 01:29
af Sveinn
so skrifaði:P.S muna bara að tæma kassann ef þú þarft að pússa og sprauta :)

Pfff.. hehe það er eina sem ég í rauninni nenni ekki :P

Zkari skrifaði:Ætti þetta ekki annars að vera á "Mods, kassar og kæling"?

Jújú, getið fært það þangað þráðstjórar :) áttaði mig ekki strax á því

Sent: Sun 12. Sep 2004 01:43
af Melrakki
Það var reyndar einhver gaur sem var að mála hjálma og leðurjakka hér í denn..... var líka eitthvað í að airbrusha flottar myndir á tanka á mótorhjólum.

Hef ekkert info eins og er..... mundi bara eftir því að hafa séð þetta.
Kannski séns að finna eitthvað á síðunni hjá Sniglunum

http://www.sniglar.is

Re: Einhver sem málar?

Sent: Sun 12. Sep 2004 09:16
af MezzUp
Sveinn skrifaði:Eða er það ólöglegt eða eitthvað?(veit ekki afhverju mér dettur það í hug)

LOL!

En jújú, maður hefur oft séð á mod síðum einhverja sem að gera listaverk á kassa. Finnur örugglega eitthverja ef að þú skoðar þig aðeins um.
Veit samt ekki um neinn hérna sem að tekur það að sér. En er ekki aðalmálið í moddun að gera hlutina sjálfur? :=/

Sent: Sun 12. Sep 2004 09:47
af demigod
prufaðu að spurjast fyrir um air brush , hef séð svoleiðis teikningar á mótórhjólum rosalega flott sko :8)

Sent: Sun 12. Sep 2004 11:12
af axyne
ég myndi skoða á tattúverstofur. án djóks. getur öruglega fengið einhvern tattúverarann til að mála á kassann þinn.

eða awg mótorsport eða nesradio. þeir eru að mála svona fígúrur á bíla.

Re: Einhver sem málar?

Sent: Sun 12. Sep 2004 16:17
af Sveinn
MezzUp skrifaði:[En er ekki aðalmálið í moddun að gera hlutina sjálfur? :=/

Treystu mér, þér langar ekki að sjá mig mála, ef ég reyni að teikna dýr, þá lítur það alltaf út eins og einhvað vængefið svín..

Sent: Mán 13. Sep 2004 07:51
af gnarr
vangefið...

ef þú myndir byðja ienhvern tatooverara að gera þetta myndiru áreiðanlega fá reikning uppá 200.000kall.. allaveganna eru tatoo ekkert ódýr.

Sent: Mán 13. Sep 2004 15:14
af Stebbi_Johannsson
hann tattúar varla kassann. Hann málar bara á hann

Sent: Mán 13. Sep 2004 15:40
af axyne
gnarr skrifaði:vangefið...

ef þú myndir byðja ienhvern tatooverara að gera þetta myndiru áreiðanlega fá reikning uppá 200.000kall.. allaveganna eru tatoo ekkert ódýr.


tattúverar eru oftast miklir listamenn og vanir að búa til skissur bara uppúr hausnum á sér.

ég held að tattú sé svona dýrt því efnið og tækin séu eru svo dýr.

en var að meina sko að fá tattúverara til að skissa upp flott mynd og jafnvel mála fyrir hann líka.

Sent: Fös 17. Sep 2004 08:35
af gnarr
ég gæti samt alveg trúað því að tatoo séu svona dýr vegna þess að þeir eru að selja sína hönnun og vinnuna. ég stórlega efast um að þeir séu að halda sér uppi með álagningu á bleki..

Sent: Fös 17. Sep 2004 09:20
af BlitZ3r
þú getu kanski fengið einhevrn kall á bílaverkstæði til að sprauta kassan þinn. þá færðu alvöru bílamálningu sem gerist varla betra fynnur þér flottan lit af bíl ore sum og skráir litanúmerið og gerð bílsins. bróir minn og vinur hanns vinna á verkstæði og hann sagði að 1L dolla án gloss og sanseringu kostaði um 1400-1500 kr. það fer svona hálfur líter á tölvukassa. þetta gæti endað íi svona 5-6þús kall þegar upper komið. prufaðu bara að hringja í eitthvað bílaverkstæði. (kominn tími til að finna litanúmerið á gráum hondu accord. Fottur litur).

Sent: Fös 17. Sep 2004 09:49
af axyne
ég borgaði minnir mig 3þús kall fyrir að blanda lit á bílinn minn.
ég fékk mér reyndar 1/2 líter dollu og svo í spreybrúsa.