Síða 1 af 1

Smá ábending í sambandi við kapla

Sent: Fim 09. Sep 2004 14:22
af Melrakki
Ég var farinn að bölva því að hafa þetta helv. floppydrif að þvælast fyrir mér alltaf og fór þá að pæla.... hversu oft notar maður floppy ? Ég man varla hvenær ég gerði það síðast., ok burt með Floppydrifið og tilheyrandi kapal.

Næsta í röðinni var CD-inn hmmm nota hann sjaldan, henti honum og fékk mér USB2 tengdan DVD skrifara og setti svo bara harðan disk á kapalinn í staðin.

Til að færa litla fæla á milli nota ég núna bara USB lykil í staðin fyrir floppy.

Þessi tiltekt jók plássið í kassanum og loftstreymið er betra, ég er sáttur. :8)

Sent: Fim 09. Sep 2004 16:09
af demigod
ahh ég á svona usb tengdan dvd skrifara kanski maður noti hann bara :)

Sent: Fös 10. Sep 2004 18:14
af Hlynzi
Ég nota floppy aðallega til að ræsa upp tölvuna af diskettu, ef þess þarf með. Annars á ég svo mörg floppy drif að ég get sett þannig í allar tölvurnar.

Það er ekki floppy í lappanum mínum, og ég er sáttur, það er engin þörf á því.

Sent: Fös 10. Sep 2004 19:20
af goldfinger
ég for áðan og kikti inn i geymslu, erum með svona kassa með fullt af einhverju gömlu tölvudóti, 4 stykki floppy drif :P

Sent: Fös 10. Sep 2004 22:14
af gumol
Hlynzi skrifaði:Ég nota floppy aðallega til að ræsa upp tölvuna af diskettu, ef þess þarf með.

Er ekk ihægt að nota usb lykla til þess líka?

Sent: Lau 11. Sep 2004 00:20
af MezzUp
gumol skrifaði:
Hlynzi skrifaði:Ég nota floppy aðallega til að ræsa upp tölvuna af diskettu, ef þess þarf með.

Er ekk ihægt að nota usb lykla til þess líka?

jú, á nýrri móðurborðum

Sent: Lau 11. Sep 2004 09:28
af Stebbi_Johannsson
Hér kemur ein spurning sem kemur þessu ekkert við. Nú er ég að spá í að fá mér HDD IDE kapla svona "round." Hversu langa þarf maður? 18" eða 24" eða 36" ? og er líka hægt að tengja geisladrif með svona IDE köplum? :oops:

Sent: Lau 11. Sep 2004 09:35
af Hlynzi
Stebbi_Johannsson skrifaði:Hér kemur ein spurning sem kemur þessu ekkert við. Nú er ég að spá í að fá mér HDD IDE kapla svona "round." Hversu langa þarf maður? 18" eða 24" eða 36" ? og er líka hægt að tengja geisladrif með svona IDE köplum? :oops:


Ég held að ég hafi yfirleitt höndlað flest allt á 18" köplum (fáránlegt að mæla þetta í tommum...við erum ekki kanar) og já, það er hægt að tengja öll IDE drif með round ATA köplum. En það komast bara 2 drif á kapal reikna ég með (gerir það allavegana hjá mér).

Sent: Lau 11. Sep 2004 11:47
af MezzUp
Stebbi_Johannsson skrifaði:Hér kemur ein spurning sem kemur þessu ekkert við.
Afhverju þá ekki að búa til nýjan þráð?

Hlynzi skrifaði:En það komast bara 2 drif á kapal reikna ég með (gerir það allavegana hjá mér).
Limit á PATA staðlinum, bara 2 drif á hverjum kapli.

Sent: Lau 11. Sep 2004 12:18
af axyne
Stebbi_Johannsson skrifaði:Hér kemur ein spurning sem kemur þessu ekkert við. Nú er ég að spá í að fá mér HDD IDE kapla svona "round." Hversu langa þarf maður? 18" eða 24" eða 36" ? og er líka hægt að tengja geisladrif með svona IDE köplum? :oops:


þegar ég uppfærði í round kappla á vélinni minni.
þá keypti ég mér 1x 18" og 1x24"

18 tommurnar nota ég á 2x harðadiska og 24" nota ég á geislaskrifarann.

ég er með dragon kassa með cdromið í efsta slotti og 24" er perfect fit.

Sent: Sun 12. Sep 2004 00:37
af Stebbi_Johannsson
Takk kærlega. þá fær maður sér 1x18" og 1x24" Bláa kapla, bara cool :8)

Sent: Sun 12. Sep 2004 01:15
af SolidFeather
MezzUp skrifaði:
Stebbi_Johannsson skrifaði:Hér kemur ein spurning sem kemur þessu ekkert við.
Afhverju þá ekki að búa til nýjan þráð?



Því þá segir þú "lesa gamla þræði, búið að tala um þetta 100 sinnum"



:twisted:



:wink:

Sent: Sun 12. Sep 2004 01:27
af Stebbi_Johannsson
hehe :lol:

Sent: Sun 12. Sep 2004 09:12
af MezzUp
SolidFeather skrifaði:
MezzUp skrifaði:
Stebbi_Johannsson skrifaði:Hér kemur ein spurning sem kemur þessu ekkert við.
Afhverju þá ekki að búa til nýjan þráð?

Því þá segir þú "lesa gamla þræði, búið að tala um þetta 100 sinnum"

:twisted:

:wink:

heh, ég man allavega ekki eftir þeim þráðum :=/