Ég var svo "heppinn" í gær að geta gert samanburð á Glacialtech
Silentbreeze II, Thermaltake Silentboost og Zalman 7000A AlCU viftum og fannst ekki úr vegi að skrifa örstuttan dóm.
Tölvan:
AMD Athlon XP 2400+
MSI Km2m
Geforce mx 420
Allied Al-A350ATX PSU (1 80mm vifta sem blæs út)
2 * 256 MB 333 mhz samsung (keyrir á 266 mhz, augljóslega)
1 Samsung 120 GB 7200rpm 8 MB buffer
Engar kassaviftur
(Afhverju er ég að telja upp allt sem er í tölvunni? Nú til að það sé ljóst hvaða hlutir skapa hita í henni)
Nú upphaflega var ég með Glacialtech viftuna og örgjörvinn var í ca 54-58°C, ég var samt sæmilega sáttur því að viftan var frekar hljóðlát. En mig langaði samt að kæla örgjörvan betur og reyna að lækka en meira hljóðin sem komu úr tölvunni svo ég fór að leita að nýjum viftum.
Eftir miklar pælingar var mér farið að lítast ágætlega Zalman viftuna, en gallinn við hana var að það er maus að koma henni á móðurborðið. Ég fór niður í Task og eftir smá rabb við sölumanninn fór ég út með Thermaltake viftuna, en með þeim fyrirvara að ef ég væri ekki sáttur við hana gæti ég skilað henni.
Ég ríf kassann opinn og skelli nýju viftunni á (set auðvitað hitaleiðandi kremið rétt á og allt það) og kveiki svo á tölvunni. Ég tók strax eftir því að hún var háværari en gamla viftan. Ég kíkti þá á hitastigið og sá að það var engu betra en áður, tölvan var enþá í kringum 55°C. Svo ég brunaði aftur uppí Task og skilaði viftunni og fékk endurgreitt "no questions asked". Góð þjónusta það. Ég var ekki alveg 100% viss um að mig langaði í Zalmaninn svo ég kíkti uppí kópavog í Tölvuvirkni, þeir gátu ekkert skárra boðið mér en Zalman (og á hærra verði en í Task) svo ég kíkti yfir í Start og bara skellti mér á þessa Zalman viftu (3950 kr).
Ótrúlegt en satt er kassinn opinn og örgjörvinn viftulaus þegar ég kem heim, svo það er mjög lítið mál að setja viftuna á ekki satt? Rangt. Ég byrja á að rífa móðurborðið úr og koma fyrir grunnfestingunum fyrir viftuna, það er nú lítið mál. Svo máta ég viftuna á festingarnar og sé hvað er málið. Það er eitthvað rafmagnsdrasl sem er of nálægt örgjörvanum svo ég þarf að saga smá bút af festingunni á viftunni sjálfri. Að finna sög og saga með ónýtu sagarblaði tók ekki nema ca 40 mínútur, en eftir það var lítið mál að koma viftunni á (og ég rétt mundi eftir því að setja nú hitaleiðandi kremið á). Ræsi tölvuna upp og þá mætir mér þessi líka svaðalegi hávaði, hreinlega eins og þyrla í lendingu. Ég gríp viftustillinguna og set viftuna í lægsta og þá heyri ég bara ekkert. Alls ekkert. Og ég var ekki orðinn heyrnarlaus heldur er þessi vifta nú þeim kosti gædd að vera "silent" á 1300 rpm. Sem hún var svo sannarlega. Kíkti þá á hitann, 51-53°C. Svo mér tókst að lækka hitann aðeins en hávaðann mikið (en þó var hann nú ekki mikill fyrirfram). Ég prufaði líka að kíkja á hitann þegar viftan er í fullum snúning og hann var nú ekki mikið lægri, kringum 48°C sem er nú ekki merkileg lækkun miðað við hversu mikið heyrist í viftunni.
En þá er ekki úr vegi að gefa nokkrar einkunir.
Glacialtech Silentbreeze II (III) Afköst = 7 Hljóð = 7 Gæði miðað við verð = 10 Heildareinkun = 9
Thermaltake Silentboost Afköst = 7 Hljóð = 6 Gæði miðað við verð = 5 Heildareinkun = 6
Zalman 7000A AlCU Afköst = 8 Hljóð = 10 Gæði miðað við verð = 8 Heildareinkun = 8
Vonandi finnst einhverjum þetta fróðleg eða skemmtileg lesning.
Örlítill samanburður á AMD viftum.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 687
- Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
-
- spjallið.is
- Póstar: 466
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
ég er með zalman viftu, þessa margverðlaunuðu og örgjörvinn fer ekki yfir 32° og ég heyri nú ekkert svakalega mikið í henni, hljóðið minnir mig samt á hreinsivélina sem var i fiskabúrinu mínu, en það er samt ekkert hátt, truflar mig allavega ekki.
Er reyndar lika með kassaviftur en samt bara 1 sem getur eitthvað.
Sjáið um tölvuna mina i undirskriftinni...
Er reyndar lika með kassaviftur en samt bara 1 sem getur eitthvað.
Sjáið um tölvuna mina i undirskriftinni...
-
- spjallið.is
- Póstar: 400
- Skráði sig: Fös 16. Apr 2004 18:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: 800 Selfoss
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Stebbi_Johannsson skrifaði:já hann er með AMD XP örgjörva. sem eru heitari
Fyrir utan að þetta er ekki Barton örri (sem mér skilst að séu einmitt eitthvað kaldari). Svo er ég með ál kopar blandaða heatsinkið (eins og kom oft fram í greininni), sem kælir ekki alveg jafn vel og það sem er úr hreinum kopar.