Síða 1 af 1

Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:12
af Tiger
Jæja loksins ákvað ég að vantskæla hvíta CaseLabs M10 turninn minn frá A-Ö.


Turnkassinn: Keypti þennan á síðasta ári og held það sé erfitt að finna betur smíðaða kassa en CaseLabs. Nægt pláss og veður bara gaman að leggja í þennan.
Mynd


Forðabúr og dælur: Ákvað að fara í bay forðabúr þar sem ég held það komi vel út í þessum kassa. Ég valdi Alphacool Repack með tveimur D5-655 Alpacool dælum
Mynd

Vatnskassar:
Síðan valdi ég Alphacool NexXxoS ST30 Full cooper vantskassa. Einn 360 fyrir örgjörva og kubbasett og einn 240 fyrir skjákort. Ég skoðaði review hægri vinstir áður en ég valdi þennan, kemur vel út þegar litið er til performance vs airflow, þ.e.a.s að á lágum/medium loftþrýsting er að performa mjög vel og vill ég ekki hafa viftunar eins og þotuhreyfla á fullu, heldur hljóðlátar.
Mynd

Örgjörvablokk: MIPS Iceforce HF Nickel Pom. Fær fínar einkunnir og lítur drullu vel út og það sem réð endanlega er að MIPS eru þeir einu sem framleiða kæliblokkir á kubbasettið og þá er þetta allt í stíl.
Mynd

Kubbasetsblokk: Eins og ég sagði fyrir ofan er MIPS þeir einu sem framleiða block á AsRock X79 Extreme11 móðurborðið og því ekki úr miklu að velja.
Mynd

Skjákortsblokk: AquaComputer er þýskt hágæða fyrirtæki sem framleiðir frábærar vörur fyrir vantskælingar. Ég valdi blokkina frá þeim vegna gæða og útlits. GTX Titan á bara það besta skilið.
Mynd

Skjákorts backplate: AquaComputer framleiðir líka eina fallegustu backplate sem ég hef séð, og man ekki eftir að hafa séð vatnskælda bakplötu áður heldur. Sweet and sexy.
Mynd

Viftur: Valdi BitFenix Spectra Pro 120mm viftur í allan kassan. Hef alltaf verið með GT-AP15 viftur en ákvað að taka 10stk af þessum hvítu sem passa vel í turninn. Fá fína dóma svo sem.
Mynd

Viftustýring:Lamptron FC-8 stýrir öllum viftum. Verður sprautuð hvít. Er með 8 rásir og hver rás með 30W, þannig að lítið mál að tengja 3-4 viftur í hverja rás.
Mynd

Slöngur/Rör:
Ég hef alveg sett saman vatnskælingar áður, en ég hérna ákvað ég að fara aðra leið. Ég mun nota nickel eða króm húðuð koparrör í þetta allt saman. Það verður mesta challangeið í þessu öllu saman, en held það komi mjöööög vel út í þessum turn.
(ekki eins móðurborð en smá hint hvernig þetta kemur út)
Mynd

Því miður er AquaComputer ekki með backplate-ið á lager og eru 2 vikur í það þannig að öll pöntunin frá Highflow.nl er á bið þanngað til allt verður klárt. Þannig að ég byrja bara á að fá mér rörin og æfa mig í að beygja hægri vinstri og finna góð fittings fyrir þetta. Verður challange þetta beygju dæmi, en væri ekkert gaman án þess svo sem.

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:16
af MuGGz
Verður bara gaman að fylgjast með þessu :D

Sent from my GT-N7100 using Tapatalk 2

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:24
af Yawnk
Verður gaman að sjá þetta komið í :happy

Bara til að svala forvitninni í mér, hvað er svona complete vatnskælingarpakki að kosta?

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:28
af dandri
Koparrör eru gríðarlega heitt.

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:37
af Tiger
Yawnk skrifaði:Verður gaman að sjá þetta komið í :happy

Bara til að svala forvitninni í mér, hvað er svona complete vatnskælingarpakki að kosta?


Innkaupakarfan frá Highflow var c.a. 700€=113.000 +vsk = 142.000kr Síðan er einhver kostnaður við fittings og koparrörrin sem ég veit ekki hver verður nákvæmlega.

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:41
af Eiiki
Verður gaman að fylgjast með þessu! En þessi koparrör...úff, þau eru engin lömb að leika sér við :)

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:44
af FreyrGauti
Er ekki algjört overkill að hafa push-pull á 30mm rad, ertu að græða meira en 1-2 gráður á því?
Einnig, afhverju ekki þykkri rad, t.d. XT45?

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:51
af Xovius
FreyrGauti skrifaði:Er ekki algjört overkill að hafa push-pull á 30mm rad, ertu að græða meira en 1-2 gráður á því?
Einnig, afhverju ekki þykkri rad, t.d. XT45?


Held að það sé meira til þess að geta runnað vifturnar virkilega hægt og enn haldið svipuðu performance án hávaða.

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 15:56
af Tiger
FreyrGauti skrifaði:Er ekki algjört overkill að hafa push-pull á 30mm rad, ertu að græða meira en 1-2 gráður á því?
Einnig, afhverju ekki þykkri rad, t.d. XT45?


Verður ekki push/pull. Hinar 5 viftunar fara í að leysa af GT-15 viftunar sem eru að blása inn og út úr kassanum núna.

Ég pældi mikið í vatnskössunum, líklega mest af öllu. Það er bara svo lítill munur á hitafluttning á milli 30/45/60mm rad á lágum snúning <1200rpm. Það er ekki fyrr en í >1800rpm sem þykkari fara að stinga af og ég mun ekki hafa viftunar í 1800rpm. Þannig að ég valdi þennan, mun ódýrari en SR-1sem ég ætlaði í fyrst en er ekki að performa neitt betur t.d.


Mynd

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 16:26
af mundivalur
Já það var alveg kominn tími einhverjar breytingar hjá þér :) Þú ert búinn að vera svo rólegur síðustu mánuði !
:happy

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 16:49
af Haffi
Svona postar ættu að vera NSFW! Hlakka til að sjá útkomuna! :megasmile

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 17:01
af mercury
virkilega fallegar blokkir. hlakka til að sjá útkomuna. myndi reyna að fá lánaða netta beigjuvél einhvernstaðar til að eiga við koparrörin. lítið mál að eiga við þetta í höndum en nákvæmara og fallegra með lítilli handbeigivél.
verður gaman að fylgjast með þessu.

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 18:46
af izelord
Hvenær á ég svo að kaupa þetta af þér? ;)

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 20:03
af ponzer
Eru menn eitthvað að flækjast um með svona kassa á lön eða er þetta bara heima að safna ryki ?

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 20:36
af atlifreyrcarhartt
mercury skrifaði:virkilega fallegar blokkir. hlakka til að sjá útkomuna. myndi reyna að fá lánaða netta beigjuvél einhvernstaðar til að eiga við koparrörin. lítið mál að eiga við þetta í höndum en nákvæmara og fallegra með lítilli handbeigivél.
verður gaman að fylgjast með þessu.


ætli ég myndi ekki prufa að nota bara skrúfstykki og setja einhvað á það til að rispa ekki rörin :)

annars helld ég að hann sé pottþétt buin að finna góða lausn

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 20:42
af Tiger
xovius skrifaði:Held að það sé meira til þess að geta runnað vifturnar virkilega hægt og enn haldið svipuðu performance án hávaða.

Já ég hugsaði það svo sem líka, alltaf möguleiki að bæta við pull viftum og kemur ágætlega út líklega þar sem þetta eru bara 30mm rad. 60mm rad með push/pull er ansi mikið flykki.

mercury skrifaði:virkilega fallegar blokkir. hlakka til að sjá útkomuna. myndi reyna að fá lánaða netta beigjuvél einhvernstaðar til að eiga við koparrörin. lítið mál að eiga við þetta í höndum en nákvæmara og fallegra með lítilli handbeigivél.
verður gaman að fylgjast með þessu.

Ég mun svosem ekki vera með vél, heldur þar til gerða beygjutöng fyrir þessi koparrör. Er búinn að lesa mig til 101bls þráð um þetta þannig að þetta verður bara trial and error þanngað til þetta tekst. Verður keypt hellingur af auka rörum allavegana. Fyrir þá sem vilja skoða, Pipe bending 101

izelord skrifaði:Hvenær á ég svo að kaupa þetta af þér? ;)


Þegar þú ert með tvöfalt meira cash en síðast tilbúið :)

ponzer skrifaði:Eru menn eitthvað að flækjast um með svona kassa á lön eða er þetta bara heima að safna ryki ?


Neehhhhh, það er svo sem ekkert sem hindrar það annað en þyngd, stærð og fyrirferð. En safna ryki gerir hún ekki ;)

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 21:04
af Kristján Gerhard
Hún hlýtur að safna ryki eins og aðrir hlutir. Geri bara ráð fyrir því að hún sé hreinsuð reglulega :grin:

Sent from my GT-N7000 using Tapatalk 2

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Þri 21. Maí 2013 21:52
af mercury
er beygjutöng ekki bara einfaldasta gerð af beygjuvél ;). í nettari vökva loftlögnum eru menn nú sjaldnast með stórvirkar vélar ;)

Re: Ný Complete Vatnskæling á leiðinni

Sent: Mið 22. Maí 2013 00:35
af Tiger
mercury skrifaði:er beygjutöng ekki bara einfaldasta gerð af beygjuvél ;). í nettari vökva loftlögnum eru menn nú sjaldnast með stórvirkar vélar ;)


Jú måske, tala samt ekki um töng sem vél :). En jú ég mun nota til þess gerða töng til að beygja þetta svo þetta komi sem best út.

Mynd

Kristján Gerhard skrifaði:Hún hlýtur að safna ryki eins og aðrir hlutir. Geri bara ráð fyrir því að hún sé hreinsuð reglulega :grin:


Eða ég skipti það reglulega um íhluti í henni að þeir nái ekki að rykfalla :happy