Ný Complete Vatnskæling á leiðinni
Sent: Þri 21. Maí 2013 15:12
Jæja loksins ákvað ég að vantskæla hvíta CaseLabs M10 turninn minn frá A-Ö.
Turnkassinn: Keypti þennan á síðasta ári og held það sé erfitt að finna betur smíðaða kassa en CaseLabs. Nægt pláss og veður bara gaman að leggja í þennan.
Forðabúr og dælur: Ákvað að fara í bay forðabúr þar sem ég held það komi vel út í þessum kassa. Ég valdi Alphacool Repack með tveimur D5-655 Alpacool dælum
Vatnskassar:Síðan valdi ég Alphacool NexXxoS ST30 Full cooper vantskassa. Einn 360 fyrir örgjörva og kubbasett og einn 240 fyrir skjákort. Ég skoðaði review hægri vinstir áður en ég valdi þennan, kemur vel út þegar litið er til performance vs airflow, þ.e.a.s að á lágum/medium loftþrýsting er að performa mjög vel og vill ég ekki hafa viftunar eins og þotuhreyfla á fullu, heldur hljóðlátar.
Örgjörvablokk: MIPS Iceforce HF Nickel Pom. Fær fínar einkunnir og lítur drullu vel út og það sem réð endanlega er að MIPS eru þeir einu sem framleiða kæliblokkir á kubbasettið og þá er þetta allt í stíl.
Kubbasetsblokk: Eins og ég sagði fyrir ofan er MIPS þeir einu sem framleiða block á AsRock X79 Extreme11 móðurborðið og því ekki úr miklu að velja.
Skjákortsblokk: AquaComputer er þýskt hágæða fyrirtæki sem framleiðir frábærar vörur fyrir vantskælingar. Ég valdi blokkina frá þeim vegna gæða og útlits. GTX Titan á bara það besta skilið.
Skjákorts backplate: AquaComputer framleiðir líka eina fallegustu backplate sem ég hef séð, og man ekki eftir að hafa séð vatnskælda bakplötu áður heldur. Sweet and sexy.
Viftur: Valdi BitFenix Spectra Pro 120mm viftur í allan kassan. Hef alltaf verið með GT-AP15 viftur en ákvað að taka 10stk af þessum hvítu sem passa vel í turninn. Fá fína dóma svo sem.
Viftustýring:Lamptron FC-8 stýrir öllum viftum. Verður sprautuð hvít. Er með 8 rásir og hver rás með 30W, þannig að lítið mál að tengja 3-4 viftur í hverja rás.
Slöngur/Rör: Ég hef alveg sett saman vatnskælingar áður, en ég hérna ákvað ég að fara aðra leið. Ég mun nota nickel eða króm húðuð koparrör í þetta allt saman. Það verður mesta challangeið í þessu öllu saman, en held það komi mjöööög vel út í þessum turn.
(ekki eins móðurborð en smá hint hvernig þetta kemur út)
Því miður er AquaComputer ekki með backplate-ið á lager og eru 2 vikur í það þannig að öll pöntunin frá Highflow.nl er á bið þanngað til allt verður klárt. Þannig að ég byrja bara á að fá mér rörin og æfa mig í að beygja hægri vinstri og finna góð fittings fyrir þetta. Verður challange þetta beygju dæmi, en væri ekkert gaman án þess svo sem.
Turnkassinn: Keypti þennan á síðasta ári og held það sé erfitt að finna betur smíðaða kassa en CaseLabs. Nægt pláss og veður bara gaman að leggja í þennan.
Forðabúr og dælur: Ákvað að fara í bay forðabúr þar sem ég held það komi vel út í þessum kassa. Ég valdi Alphacool Repack með tveimur D5-655 Alpacool dælum
Vatnskassar:Síðan valdi ég Alphacool NexXxoS ST30 Full cooper vantskassa. Einn 360 fyrir örgjörva og kubbasett og einn 240 fyrir skjákort. Ég skoðaði review hægri vinstir áður en ég valdi þennan, kemur vel út þegar litið er til performance vs airflow, þ.e.a.s að á lágum/medium loftþrýsting er að performa mjög vel og vill ég ekki hafa viftunar eins og þotuhreyfla á fullu, heldur hljóðlátar.
Örgjörvablokk: MIPS Iceforce HF Nickel Pom. Fær fínar einkunnir og lítur drullu vel út og það sem réð endanlega er að MIPS eru þeir einu sem framleiða kæliblokkir á kubbasettið og þá er þetta allt í stíl.
Kubbasetsblokk: Eins og ég sagði fyrir ofan er MIPS þeir einu sem framleiða block á AsRock X79 Extreme11 móðurborðið og því ekki úr miklu að velja.
Skjákortsblokk: AquaComputer er þýskt hágæða fyrirtæki sem framleiðir frábærar vörur fyrir vantskælingar. Ég valdi blokkina frá þeim vegna gæða og útlits. GTX Titan á bara það besta skilið.
Skjákorts backplate: AquaComputer framleiðir líka eina fallegustu backplate sem ég hef séð, og man ekki eftir að hafa séð vatnskælda bakplötu áður heldur. Sweet and sexy.
Viftur: Valdi BitFenix Spectra Pro 120mm viftur í allan kassan. Hef alltaf verið með GT-AP15 viftur en ákvað að taka 10stk af þessum hvítu sem passa vel í turninn. Fá fína dóma svo sem.
Viftustýring:Lamptron FC-8 stýrir öllum viftum. Verður sprautuð hvít. Er með 8 rásir og hver rás með 30W, þannig að lítið mál að tengja 3-4 viftur í hverja rás.
Slöngur/Rör: Ég hef alveg sett saman vatnskælingar áður, en ég hérna ákvað ég að fara aðra leið. Ég mun nota nickel eða króm húðuð koparrör í þetta allt saman. Það verður mesta challangeið í þessu öllu saman, en held það komi mjöööög vel út í þessum turn.
(ekki eins móðurborð en smá hint hvernig þetta kemur út)
Því miður er AquaComputer ekki með backplate-ið á lager og eru 2 vikur í það þannig að öll pöntunin frá Highflow.nl er á bið þanngað til allt verður klárt. Þannig að ég byrja bara á að fá mér rörin og æfa mig í að beygja hægri vinstri og finna góð fittings fyrir þetta. Verður challange þetta beygju dæmi, en væri ekkert gaman án þess svo sem.