Að overclocka er ekkert grín...


Höfundur
Melrakki
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Mán 01. Mar 2004 16:08
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Að overclocka er ekkert grín...

Pósturaf Melrakki » Sun 05. Sep 2004 14:35

Er það bara ég, eða hafið þið tekið eftir því að annar hver maður og hundurinn hans eru að fikta í því að overclocka núna ?

Þetta er spurning um það að sumir eiga ekki að hafa aðgang að upplýsingum um þetta. Guttar sem varla krafla sig framúr því að installa leiki eru farnir að overclocka nýju Medion græjuna sem þeir fengu í fermingargjöf og eru að rústa henni.

Kannski er þetta bara af hinu góða, meiri sala í tölvuhlutum framkallar lægra verð fyrir okkur hina.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Að overclocka er ekkert grín...

Pósturaf axyne » Sun 05. Sep 2004 14:46

þetta er ekki spurning um að sumir hafa ekki aðgang að upplýsingum.
fólk einfaldlega nennir ekki að leita. http://www.justfuckinggoogleit.com fólk heldur alltaf að þetta sé svo easy og allir gera þetta og kemur hingað á vaktina eða huga með asnalegar spurningar.

þetta er farið að fara dálítið í pirrurnar á mér. eins og þú sagðir guttar sem kunna varla að installa leikjum halda að þeir geti gert flottu medion tölvuna sína betri.




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hsm » Sun 05. Sep 2004 22:28

Einhverstaðar verða menn að byrja og læra þetta og ef þeir vilja gera þettað þá er það á þeirra ábyrgð.
Og ef að þið nennið ekki að svara asnalegum spurningum ekki gera það þá.
Lengi lifi vaktin og allt það gáfulega og ekki svo gáfulega sem hér er að finna.


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard


BlitZ3r
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Sun 06. Jún 2004 04:47
Reputation: 0
Staðsetning: Westmannaeyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf BlitZ3r » Sun 05. Sep 2004 22:42

gott að þessi núbbar rústi medion/dell/hp vélinni sinni og koma svo til okkar á vatinna og spyrja okkur um hvað það á að kaupa og fatta svo að gamla tölvan var bara drasl á uppspregndu verði


BlitZ3r > ByzanT-
-
Intel p4 2.6 @ 3.06 MSI 848p-Neo 2x256mb kingston 400mhz 120gb S-ATA WD diskur PowerColor RADEON 9800 PRO 256mb

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Pósturaf SolidFeather » Sun 05. Sep 2004 23:34

Kannski að fara með þennan póst á bt, blitzer :o




so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf so » Sun 05. Sep 2004 23:41

Regla númer eitt í hlutabréfaviðskiptum er sú að þú átt ekki að kaupa þér bréf nema hafa efni á að tapa þeim.

Sama gildir um allt fikt og overclock á vél og hugbúnaði. Menn eiga ekki að fikta, modda eða overclocka nema hafa efni á og tíma að eyðileggja búnaðinn sinn!

Eins og einn hérna á einhverjum þræði sem var búinn að rústa skjákorti hjá kunningja sínum og allt í steik. Gáfulegt !

Það er gaman að fikta en þá skulu menn vera viðbúnir að rústa draslinu og það er kannski full dýr lexía hjá sumum. :8)


Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Sun 05. Sep 2004 23:43

BlitZ3r skrifaði:gott að þessi núbbar rústi medion/dell/hp vélinni sinni og koma svo til okkar á vatinna og spyrja okkur um hvað það á að kaupa og fatta svo að gamla tölvan var bara drasl á uppspregndu verði

lærði að skrifa skrifa tölva rétt áður en þú ferð að kalla aðra núbba........ :roll:

Og afhverju nefnirru Dell og HP í sama flokki og Medion?




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hsm » Mán 06. Sep 2004 00:17

af hverju eru menn svona viðkvæmir fyrir stafsetningarvillum? er þettað kanski Íslenska 101.
ef að maður getur lesið þetta þá á það bara að vera í lagi.
Það eiga allir að vera vinir í netskóginum.
Eða næstum allir alla vegna.


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 06. Sep 2004 00:26

sleppi mönnun nú oftast, en þegar þeir eru að setja úta tölvukunnáttu annara án þess að geta skrifað tölva.......... :P

Svo ég tali nú ekki um þegar ég er búinn að skrifa um þetta hérna.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Mán 06. Sep 2004 07:28

Ég get svarið það að ég var búin að svara hérna :? ......tók einhver það út ?



Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Mán 06. Sep 2004 12:30

hsm skrifaði:af hverju eru menn svona viðkvæmir fyrir stafsetningarvillum? er þettað kanski Íslenska 101.
ef að maður getur lesið þetta þá á það bara að vera í lagi.
Það eiga allir að vera vinir í netskóginum.
Eða næstum allir alla vegna.


Við erum að mennta ungdóminn! :D


OC fanboy

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Mán 06. Sep 2004 12:34

hsm skrifaði:af hverju eru menn svona viðkvæmir fyrir stafsetningarvillum? er þettað kanski Íslenska 101.
ef að maður getur lesið þetta þá á það bara að vera í lagi.
Það eiga allir að vera vinir í netskóginum.
Eða næstum allir alla vegna.

Af því að ef að enginn leiðréttir íslenskuna þína (og annara) þá mun hún alltaf verða slæm og fara í taugarnar á mér (og öðrum), fyrir utan vera illskiljanleg. Ég hef lent í því oftar en einusinni að hreinlega skilja ekki skrifa manna sem eru djúpt sokknir í tölvuleikja(ísl)ensku.

Ég er samt ekki að gefa í skyn að þú (hsm) sért lélegur í íslensku, heldur á þetta bara almennt við þá sem eru slappir í réttritun.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Pósturaf axyne » Mán 06. Sep 2004 13:02

ég get alveg fyrirgefið ef það vantar y hér og þar eða menn gleyma ng nk reglum eða vantar punkta.

En það sem fer ógeðslega í pirrurnar á mér er þegar fólk vandar sig ekki að skrifa. eða hafa ílla uppsett þannig maður verður að hafa fyrir því að lesa póstana þeirra.




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hsm » Mán 06. Sep 2004 17:09

ég tók það fram að ef allir gætu lesið þetta þá ætti það að vera í lagi.
En ég skil ykkur mjög vel sumt er ekki hægt að skilja.


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard


ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Mán 06. Sep 2004 22:32

Fyndið að sjá hvernig þráður um yfirklukkun breyttist svona fljótt í kennslustund í stafsetningu :lol:




BlitZ3r
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Sun 06. Jún 2004 04:47
Reputation: 0
Staðsetning: Westmannaeyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf BlitZ3r » Þri 07. Sep 2004 13:22

MezzUp skrifaði:
BlitZ3r skrifaði:gott að þessi núbbar rústi medion/dell/hp vélinni sinni og koma svo til okkar á vatinna og spyrja okkur um hvað það á að kaupa og fatta svo að gamla tölvan var bara drasl á uppspregndu verði

lærði að skrifa skrifa tölva rétt áður en þú ferð að kalla aðra núbba........ :roll:

Og afhverju nefnirru Dell og HP í sama flokki og Medion?


hef lent í miklum veseni með dell og hp. bæði tölvur á uppspregndu verði


BlitZ3r > ByzanT-

-

Intel p4 2.6 @ 3.06 MSI 848p-Neo 2x256mb kingston 400mhz 120gb S-ATA WD diskur PowerColor RADEON 9800 PRO 256mb

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fletch » Þri 07. Sep 2004 13:24

elv skrifaði:Ég get svarið það að ég var búin að svara hérna :? ......tók einhver það út ?


já, ég man eftir svarinu þínu ? wtf?

Fletch


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED


kvint
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 13:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf kvint » Fös 08. Okt 2004 00:57

Sælir félagar

Ég ætla nú að segja ykkur það, að án ykkar hjálpar, værum við "sem lítið vitum" illa staddir, hér hefur það verið í lagi að koma með "heimskulegar" spurningar, og alltaf hef ég í það minnsta fengið MJÖG góð svör, það er eins og heyrist stundum spurðu, og þú verður heimskur þar til þú færð svar, spurðu ekki, og þú verður alltaf heimskur.
En ég hvet ykkur, og grátbið, að þig sjáið nú aumur á okkur noObs og haldið áfram að leiðbeina okkur um vandrataða stíga yfirklukkunar, og annara rugl hugmynda sem detta á okkar hausa :?
það er ykkur að þakka að ég er að keyra minn litla 1600 mhz örgjörva á 2000 mhz

kær þakklætiskveðja

kvint



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fös 08. Okt 2004 01:02

Mynd[/url]




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hsm » Fös 08. Okt 2004 03:03

Daz skrifaði:
hsm skrifaði:af hverju eru menn svona viðkvæmir fyrir stafsetningarvillum? er þettað kanski Íslenska 101.
ef að maður getur lesið þetta þá á það bara að vera í lagi.
Það eiga allir að vera vinir í netskóginum.
Eða næstum allir alla vegna.

Af því að ef að enginn leiðréttir íslenskuna þína (og annara) þá mun hún alltaf verða slæm og fara í taugarnar á mér (og öðrum), fyrir utan vera illskiljanleg. Ég hef lent í því oftar en einusinni að hreinlega skilja ekki skrifa manna sem eru djúpt sokknir í tölvuleikja(ísl)ensku.

Ég er samt ekki að gefa í skyn að þú (hsm) sért lélegur í íslensku, heldur á þetta bara almennt við þá sem eru slappir í réttritun.


Ég vildi bara leggja smá innlegg hér (aftur eftir miklar pælingar og fjarveru)
Ef að réttritun fer svona mikið í taugarnar á þér ( Daz ) þá hlítur (veit ekki hvort að það á að vera y eða i í hlíýtur en hvað um það) það bara að vera eitthvað sem að þú verður að eiga við sjálfan þig.
Við verðum bara að viðurkenna það að það eru ekki allir jafn miklir snillingar í réttritun eða öðru sem menn taka sér fyrir hendur sem betur fer því að þá væru ekki til neinir snillingar. Ef að allir væru jafn klárir og þú Das, væri ekki hægt að kalla þig snilling svo vertu bara stoltur af því að vera betri en aðrir í suma (og líklega ekki í einhverju). En það er í lagi að leiðrétta fólk en ekki niðurlægja það.

P.s Ekki láta aðra fara í taugarnar á þér, því að það bitnar ekki á neinum nema þér sjálfum. Og umfram allt :lol: ekki :x


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 08. Okt 2004 09:02

Daz skrifaði:Af því að ef að enginn leiðréttir íslenskuna þína (og annara) þá mun hún alltaf verða slæm og fara í taugarnar á mér (og öðrum), fyrir utan vera illskiljanleg. Ég hef lent í því oftar en einusinni að hreinlega skilja ekki skrifa manna sem eru djúpt sokknir í tölvuleikja(ísl)ensku.

Það er ekkert skilt með þeim sem vita ekki hvar á að vera y og hvar á að vera i og svo þeim sem kunna ekki íslenska málfræði. Málfræði er allt annað en stafsetning.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Fös 08. Okt 2004 17:59

gumol skrifaði:
Daz skrifaði:Af því að ef að enginn leiðréttir íslenskuna þína (og annara) þá mun hún alltaf verða slæm og fara í taugarnar á mér (og öðrum), fyrir utan vera illskiljanleg. Ég hef lent í því oftar en einusinni að hreinlega skilja ekki skrifa manna sem eru djúpt sokknir í tölvuleikja(ísl)ensku.

Það er ekkert skilt með þeim sem vita ekki hvar á að vera y og hvar á að vera i og svo þeim sem kunna ekki íslenska málfræði. Málfræði er allt annað en stafsetning.

Ég skrifa nú "leiðrétta íslensku" ekki málfræði eða stafsetningu.

Mér er alveg sama þó fólk spyrji "heimskulegra" spurninga, maður lærir ekkert ef maður spyr ekki, en ef ég get ekki skilið spurninguna því hún er á svo vondri íslensku þá kvarta ég.




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Mið 27. Okt 2004 13:39

Ég hef nú alltaf vitað meira um tölvur en meðal maður en þegar fyrstu heimsku spurningarnar mínar byrtust á þessari síðu hefur nörda repp-ið mitt snarhækkað.




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mið 27. Okt 2004 15:35

hvernig þá hahallur? Það hefur varla hækkað. :)




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Mið 27. Okt 2004 15:37

Hjá fjölskyldu og nánari vinum :D