Síða 1 af 1

Varaaflgjafar - reynsla? meðmæli?

Sent: Fim 04. Apr 2013 12:18
af Copyright
Góðan daginn,

Getur einhver miðlað af reynslu sinni af varaaflgjöfum? Mig vantar 1 stk fyrir tölvu með 500W aflgjafa.

Eru Eaton UPSarnir peninganna virði? dæmi:
https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... 46555-5591


Eða eru þessir ódýru kínversku að virka og endast? dæmi:
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=5157


Hafið þið aðrar tillögur?

Re: Varaaflgjafar - reynsla? meðmæli?

Sent: Fim 04. Apr 2013 12:57
af fallen
Miðað við það litla sem ég hef skoðað þá virðast UPS'ar frá APC vera besti kosturinn. Tölvulistinn var að selja slatta af þeim en ég finn bara einn inná síðunni þeirra núna.

Re: Varaaflgjafar - reynsla? meðmæli?

Sent: Fim 04. Apr 2013 13:03
af svensven
Hef mesta reynslu af UPSum frá APC og þeir hafa verið mjög fínir.