Guffi skrifaði:sælir mig vantar ráðleggingar til að gera tölvuna fulkomlega hljóðlausa?
hvaða kassa ætti ég að kaupa?
hvaða powersupply ætti ég að kaupa?
hvaða kassaviftur ætti ég að kaupa?
hvaða kælingu ætti ég að kaupa fyrir örran?
og svo má koma með góðar ábendingar
ahh, mér líst vel á svona pælingar, hef sjálfur aðeins verið að kynna mér þetta og;
getur kíkt á
http://www.silentpcreview.com fullt af góðum upplýsingum þar
í sambandi við kassa hugsa ég að það sé best að kaupa bara svona hljóðeinangrandi mottu(t.d. í start.is) en annars eru líka til svona "pre-modded" kassar með svona mottu inní, en aðeins dýrir held ég.
PSU hef ég ekki mikið vit á, bara að reyna að finna eitthvað með 120mm viftu, getur líka kíkt á nýja PSU review'ið hjá fletch á megahertz.is
Þú reynir náttla að sleppa við aukaviftur ef að þú ert að reyna að gera tölvuna hljóðláta.
Veit ekki um hljóðlátar örgjörva kælingar, en hinsvegar geturru fengið þér Via örgjörva, flestir þurfa ekki viftu, bara lítið heatsink.
Síðan hef ég verið að gæla við hugmyndina um að downclocka einhverja nýja örgjörva þangað til að þeir þurfa ekki viftu.
Seagate eiga að vera með nokkuð hljóðláta harða diska, en síðan er hægt að einagra víbringinn úr þeim með teygjum, eða dempurum(task.is) eða álíka. Síðan er líka hægt að "kæfa" diskinn í þartilgerðum hólfum eða með einhversskonar hljóðeinangrandi mottum, en mér finnst það ekki sniðug hugmynd nema að þú sést kannski með vantskælingu.
Vatnskæling getur verið sniðug, á henni eru auðvitað einhverjar viftur, en í staðinn geturru losnað við vifturnar á CPU, chipset og GPU, en HD'inn og PSU og vatnskassinn(vifturnar) gefa ennþá frá sér hljóð.
Annars er hægt að búa til fullkomlega hljóðlausa tölvu:
Mini viftulaust PUS(<200W held ég)
Via vifutlaus örri
Skjákort án viftu(Gf4 MX kortin t.d. held ég)
Síðan hef ég séð svona PCI kort sem að tekur SD-RAM og external power, og virkar þá einsog HD. En það er ekki hægt að boot'a af því, en það er hægt að nota CD drif(hávaði í byrjun) til að boota af