Síða 1 af 1

Hitavandræði á örgjörva með Gigabyte GA-7NNXP

Sent: Fim 02. Sep 2004 17:17
af EthereaL
Sælir, ætlaði einungis að forvitnast hvort einhver hefði lent í hitavandræðum á örgjörva með Gigabyte GA-7NNXP. Er með Silent Boost viftu glænýja (2 stykkið) og allir hitar í kassanum eru um 30 gráður, en örrinn er alltaf milli 50 og 60 ? Ég er ekkert að fatta þetta, pointers please :/

Sent: Fim 02. Sep 2004 17:19
af BlitZ3r
amd annir eru bara svona heitir. prófa kanski að bæta við kassaviftum ef þú ert allgjörlega ósáttur við þetta

Sent: Fim 02. Sep 2004 17:20
af SolidFeather
Point your cpu please

Sent: Fim 02. Sep 2004 17:23
af Daz
Vandamálið liggur nú líklega ekki í móðurborðinu, ef það er eitthvað vandamál þá er það líklega að viftan sé hreinlega ekki nógu góð eða að hún sé ekki sett alveg fullkomlega á (thermal compoundið sé kannski ekki sett nógu vel á). En 50°C er ekkert hræðilegt á AMD, hátt já, en ekki neitt sjaldgæft.

Sent: Fim 02. Sep 2004 17:26
af elv
Og hafa lýsandi titil :evil:



opps gleymdi


Velkominn á vaktina.Bið þig að lýta á reglur og Faq áðunr en þú póstar :)

Sent: Fim 02. Sep 2004 20:14
af EthereaL
Heh, úps ... skrifaði þetta í smá flýti þannig ég gleymdi að taka fram örgjörvann. En já, ég er með 3000+ Barton 400FSB og ég var einmitt að endurnýja viftu og heatsink, en hitinn er samt óbreyttur, finnst þetta vera frekar furðulegur hiti þótt AMD sé heitur að jafnaði, en hann á ekki að vera sona heitur þegar allir aðrir hlutir í vélinni sýna í kringum 30° hita :(

Sent: Fim 02. Sep 2004 20:19
af BlitZ3r
kemur mér ekker á óvart að hann sé í 50-60. bróðir fallens á 2000xp og er á 45-50°c að vísu á stock kælingu

Sent: Fim 02. Sep 2004 20:21
af EthereaL
Finnst þetta samt frekar furðulegt því vinur minn er með samskonar borð, örgjörva og viftu og hann er í kringum 40°, samt er ég með betri kassa en hann :/

Sent: Fim 02. Sep 2004 20:23
af BlitZ3r
já mér finst hitin á amd stórskrítin og þessvegna held ég mér í p4 sem fer aldrei yfir 50°c með prime i botni og viftu á min

Sent: Fim 02. Sep 2004 20:26
af EthereaL
Að Prescott undanskildum að sjálfsögðu ? :P

Sent: Fim 02. Sep 2004 22:14
af Daz
EthereaL skrifaði:Heh, úps ... skrifaði þetta í smá flýti þannig ég gleymdi að taka fram örgjörvann. En já, ég er með 3000+ Barton 400FSB og ég var einmitt að endurnýja viftu og heatsink, en hitinn er samt óbreyttur, finnst þetta vera frekar furðulegur hiti þótt AMD sé heitur að jafnaði, en hann á ekki að vera sona heitur þegar allir aðrir hlutir í vélinni sýna í kringum 30° hita :(

Og settirðu örugglega rétt magn af hitaleiðandi gumsi á milli heatsink og örgjörva? Of mikið getur nefnilega líka verið slæmt

Sent: Fim 02. Sep 2004 22:31
af EthereaL
Jamm athugaði það og athugaði það svo aftur og fékk svo álit hjá fróðari manni og það virðist vera í góðu lagi með magnið af kælikremi,ég er nefnilega búinn að yfirfara held ég allt sem mér mögulega datt í hug og allt sýnist vera í góðu lagi, sooo weird

Sent: Fös 03. Sep 2004 07:25
af gnarr
þessi hiti er í góðu lagi.

og til að leiðrétta allann misskilning, þá er AMD ekkert heitari en Intel. ef eitthvað er þá er Intel heitari.

Sent: Fös 03. Sep 2004 12:38
af corflame
BlitZ3r skrifaði:já mér finst hitin á amd stórskrítin og þessvegna held ég mér í p4 sem fer aldrei yfir 50°c með prime i botni og viftu á min


Er þetta eina ástæðan fyrir því að þú notar Intel? Í þínum sporum myndi ég nú finna mér einhverja skynsamlegri ástæðu :) Svo, eins og þegar hefur komið fram, á Intel hitameistarann þannig að fullyrðingin fellur um sjálfa sig.

Hitinn skiptir í raun engu máli, svo lengi sem CPU virkar rétt og skilar sínu.

Sent: Fös 03. Sep 2004 12:47
af axyne
corflame skrifaði:Hitinn skiptir í raun engu máli, svo lengi sem CPU virkar rétt og skilar sínu.


nákvæmlega!

mér finnst orðið alltof mikið um pósta hér að nýgræðlingar séu með hitavandamál með 50-60°C það er barasta fullkomnlega eðlilegt.

skiptir eingu máli hvort tölvan sé 20° eða 60° virkar nákvæmlega eins.
ok kannski verður örgjörvinn ekki jafn langlífur en hverju breytir!
20 ár í staðin fyrir 40ár ? örgjörvinn er hvort er farin á haugana eftir 5 ár.

Sent: Fös 03. Sep 2004 12:54
af BlitZ3r
BlitZ3r skrifaði:já mér finst hitin á amd stórskrítin og þessvegna held ég mér í p4 sem fer aldrei yfir 50°c með prime i botni og viftu á min


ég var að tala um minn intel sko. en örruglega eru stærri örranir að hitna mun meira

Re: Hitavandræði á örgjörva með Gigabyte GA-7NNXP

Sent: Fös 03. Sep 2004 14:57
af Stutturdreki
EthereaL skrifaði:Sælir, ætlaði einungis að forvitnast hvort einhver hefði lent í hitavandræðum á örgjörva með Gigabyte GA-7NNXP. Er með Silent Boost viftu glænýja (2 stykkið) og allir hitar í kassanum eru um 30 gráður, en örrinn er alltaf milli 50 og 60 ? Ég er ekkert að fatta þetta, pointers please :/


Hvað er heitt inni hjá þér? Þú veist að þú nærð aldrei að kæla niðurfyrir lofthita.. yfirleitt er loftið í kassanum svona kannski 0°C-5°C heitara en fyrir utan kassann. Svo er það reglum um loftflæði, hvar loftið fer inni kassan og út aftur og helst þannig að það fari framhjá harðadisknum, skjákortinu, Northbridge og örgjörvanum.. Og svo að kassinn taki síðan ekki heita loftið sem hann var að blása út beint inn aftur..

Annars er hiti ekki vandamál nema tölvan byrji að endurræsa sig eða álíka..

Sent: Fös 03. Sep 2004 15:01
af MezzUp
axyne skrifaði:
corflame skrifaði:Hitinn skiptir í raun engu máli, svo lengi sem CPU virkar rétt og skilar sínu.


nákvæmlega!

mér finnst orðið alltof mikið um pósta hér að nýgræðlingar séu með hitavandamál með 50-60°C það er barasta fullkomnlega eðlilegt.

Thank you!

Minn er núna í 62°C, en fer í 70° við vinnslu, finnst það bara minnsta mál, hún slekkur bara á sér við 75° r sum, sem að hefur aldrei gerst hjá mér :)

Sent: Fös 03. Sep 2004 15:23
af gumol
Hvað er þetta. Minn Pentium 4 2.8 fer aldrei yfir 40°C

Sent: Fös 03. Sep 2004 16:13
af Zkari
Minn 2500+ (oced í 3200+) er oftast í kringum 50-60°

Sent: Lau 04. Sep 2004 20:03
af fallen
BlitZ3r skrifaði:kemur mér ekker á óvart að hann sé í 50-60. bróðir fallens á 2000xp og er á 45-50°c að vísu á stock kælingu

:)

Sent: Lau 04. Sep 2004 20:23
af so
Er með 2500+ sem er alltaf í 50-60 þrátt fyrir öfluga kælingu en eins og strákarnir segja, ekki vera að hafa áhyggjur af örgjörva með þennan hita.