Mod í anda EVE (úr Wall-E)
Sent: Mið 06. Mar 2013 23:08
Jæja, þá hef ég ákveðið að modda vinnu/leikja/media-tölvuna mína. Reyndar aldrei gert þetta áður, en hef fé, tíma og aðstöðu.
Er með SuperMicro SC830 kassa með 17 x 2TB diskum, og langar að búa til úr henni eitthvað í anda Eve úr myndinni Wall-E. Gaurar með iMac vilja nú væntanlega meina að hér sé ekkert nýtt á ferðinni. Hér á ég við kúlulaga total-cover úr super-high-gloss hvítu plasti (líklega best að hafa glæran akrýl sem væri powder-coated hvítur að innan?).
En eg vil ganga lengra en það, og hafa flöt á plastinu sem virki sem interactive display.
Þannig væri info-panell sem sýndi power, HDD activity (per disk), hitatölur og slíkt. Þessu væri varpað á einhvern hátt á plastið innan frá, líklega með sterkum LED. Snerti-function væri kannski hægt að ná með leiðni-filmu rétt innan við plastið? Þannig væri séð fyrir power, reset, viftu/hitastjórn og slíku.
Er að spá í að nota Rasperry Pi sem stýringu fyrir notendaviðmótið á PC vélinni.
Innvolsið (móðurborð, i7, 12GB mem, o.fl.) í vélinni er meira eða minna allt fengið í gegnum hann Klemenz í Tölvutækni, og þar sem 2ja ára ábyrgðin er u.þ.b. að renna út, þá reikna ég með að skella vatnskælingu á allt heila klabbið.
Hafið þið eitthvert uppbyggilegt innlegg um hvernig best færi á því að búa til eitt stykki mod í anda Eve?
1) Hverjir gætu mótað plast í hálfkúlur fyrir allar hliðar (front, back, top, bottom, left, right) þannig að úr fengist nokkuð kúlulaga kassi? Akron? Ísplex? Plexigler?
2) Hvað væri best í vörpun UI innan á plastið?
3) Hvernig væri best að leysa snerti-function?
4) Hvar er best að verða sér úti um allt í vatnskælinguna?
5) Ef maður nennir að documentera allt ferlið, og setja upp vefsíðu fyrir þetta, haldið þið að svona verkefni geti dregið að sér einhverja sponsora á góðum búnaði í verkefnið?
6) Ef þessu er smellt á netið, þarf maður ekki að finna eitthvað nafn á svona grip, svo googlarar geti fundið þetta auðveldlega?
Lát nú heyra frá vönum mönnum.
Er með SuperMicro SC830 kassa með 17 x 2TB diskum, og langar að búa til úr henni eitthvað í anda Eve úr myndinni Wall-E. Gaurar með iMac vilja nú væntanlega meina að hér sé ekkert nýtt á ferðinni. Hér á ég við kúlulaga total-cover úr super-high-gloss hvítu plasti (líklega best að hafa glæran akrýl sem væri powder-coated hvítur að innan?).
En eg vil ganga lengra en það, og hafa flöt á plastinu sem virki sem interactive display.
Þannig væri info-panell sem sýndi power, HDD activity (per disk), hitatölur og slíkt. Þessu væri varpað á einhvern hátt á plastið innan frá, líklega með sterkum LED. Snerti-function væri kannski hægt að ná með leiðni-filmu rétt innan við plastið? Þannig væri séð fyrir power, reset, viftu/hitastjórn og slíku.
Er að spá í að nota Rasperry Pi sem stýringu fyrir notendaviðmótið á PC vélinni.
Innvolsið (móðurborð, i7, 12GB mem, o.fl.) í vélinni er meira eða minna allt fengið í gegnum hann Klemenz í Tölvutækni, og þar sem 2ja ára ábyrgðin er u.þ.b. að renna út, þá reikna ég með að skella vatnskælingu á allt heila klabbið.
Hafið þið eitthvert uppbyggilegt innlegg um hvernig best færi á því að búa til eitt stykki mod í anda Eve?
1) Hverjir gætu mótað plast í hálfkúlur fyrir allar hliðar (front, back, top, bottom, left, right) þannig að úr fengist nokkuð kúlulaga kassi? Akron? Ísplex? Plexigler?
2) Hvað væri best í vörpun UI innan á plastið?
3) Hvernig væri best að leysa snerti-function?
4) Hvar er best að verða sér úti um allt í vatnskælinguna?
5) Ef maður nennir að documentera allt ferlið, og setja upp vefsíðu fyrir þetta, haldið þið að svona verkefni geti dregið að sér einhverja sponsora á góðum búnaði í verkefnið?
6) Ef þessu er smellt á netið, þarf maður ekki að finna eitthvað nafn á svona grip, svo googlarar geti fundið þetta auðveldlega?
Lát nú heyra frá vönum mönnum.