Mod í anda EVE (úr Wall-E)

Skjámynd

Höfundur
Frosinn
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Mið 13. Jan 2010 19:33
Reputation: 1
Staðsetning: Eyrarbakki
Staða: Ótengdur

Mod í anda EVE (úr Wall-E)

Pósturaf Frosinn » Mið 06. Mar 2013 23:08

Jæja, þá hef ég ákveðið að modda vinnu/leikja/media-tölvuna mína. Reyndar aldrei gert þetta áður, en hef fé, tíma og aðstöðu.

Er með SuperMicro SC830 kassa með 17 x 2TB diskum, og langar að búa til úr henni eitthvað í anda Eve úr myndinni Wall-E. Gaurar með iMac vilja nú væntanlega meina að hér sé ekkert nýtt á ferðinni. Hér á ég við kúlulaga total-cover úr super-high-gloss hvítu plasti (líklega best að hafa glæran akrýl sem væri powder-coated hvítur að innan?).

En eg vil ganga lengra en það, og hafa flöt á plastinu sem virki sem interactive display.

Þannig væri info-panell sem sýndi power, HDD activity (per disk), hitatölur og slíkt. Þessu væri varpað á einhvern hátt á plastið innan frá, líklega með sterkum LED. Snerti-function væri kannski hægt að ná með leiðni-filmu rétt innan við plastið? Þannig væri séð fyrir power, reset, viftu/hitastjórn og slíku.

Er að spá í að nota Rasperry Pi sem stýringu fyrir notendaviðmótið á PC vélinni.

Innvolsið (móðurborð, i7, 12GB mem, o.fl.) í vélinni er meira eða minna allt fengið í gegnum hann Klemenz í Tölvutækni, og þar sem 2ja ára ábyrgðin er u.þ.b. að renna út, þá reikna ég með að skella vatnskælingu á allt heila klabbið.

Hafið þið eitthvert uppbyggilegt innlegg um hvernig best færi á því að búa til eitt stykki mod í anda Eve?

1) Hverjir gætu mótað plast í hálfkúlur fyrir allar hliðar (front, back, top, bottom, left, right) þannig að úr fengist nokkuð kúlulaga kassi? Akron? Ísplex? Plexigler?
2) Hvað væri best í vörpun UI innan á plastið?
3) Hvernig væri best að leysa snerti-function?
4) Hvar er best að verða sér úti um allt í vatnskælinguna?
5) Ef maður nennir að documentera allt ferlið, og setja upp vefsíðu fyrir þetta, haldið þið að svona verkefni geti dregið að sér einhverja sponsora á góðum búnaði í verkefnið?
6) Ef þessu er smellt á netið, þarf maður ekki að finna eitthvað nafn á svona grip, svo googlarar geti fundið þetta auðveldlega?

Lát nú heyra frá vönum mönnum.


CASE: CoolerMaster HAF 922 | PSU: Zalman ZM-1000HP | MOBO: Asus P9X79 Deluxe | CPU: Intel 3930K@3.2GHz | SINK: Stock | RAM: 64GB (8xCrusial 8GB DDR3 1600MHz) | SSD: 720GB (RunCore 480GB; Mushkin MKNSSDCR120GB; OCZ AGT3-25SAT3-120G) | HDD: 24TB (8xSeagate ST3000DM0013) | GPU: Radeon R9 270 | DISP: 2 x Dell 30" (3008WFP)

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Mod í anda EVE (úr Wall-E)

Pósturaf dori » Fim 07. Mar 2013 09:45

Þú gætir formað "hliðarnar" með vaccum forming. Hægt að gera þetta heima með góðri ryksugu, einhverju timbri, einhverju til að hita plastið og svo augljóslega einhverju plasti. Yfirleitt er þetta samt gert með frekar þunnu plasti, t.d. polycarbonate. Það þarf ekkert að vera viðkvæmt þó að það sé þunnt.

Hugsanlega gætirðu verið með svona leiðnifilmu í gegnum þunnt plast, ég veit það ekki en finnst það alveg líklegt.

Varðandi skjá til að setja á boginn flöt... Það er spurning hvort þú gætir náð einhverjum árangri með "mini projector". Slík tæki kosta allt frá $75 sýnist mér. En ef þú ert með þetta mjög nálægt þá er ekkert víst að það sé hægt. Þyrftir að skoða spekka á þessum litlu vörpum og gera jafnvel einhverja prufu.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Mod í anda EVE (úr Wall-E)

Pósturaf playman » Fim 07. Mar 2013 10:12

Einnig til þess að forma geturu notað nælon sokkabuxur.
En þá tekuru eithvað form sem hentar þér.
Ef við tökum fótbolta sem dæmi, þá tækiru sellófón plastfilmu (sem þú notar til þess að pakka mat inn) setur utan um boltan.
Svo tekuru sokkabuxur og setur þær yfir boltan, svo færðu þér pensil og trélím og penslar svæðið sem þú ætlar þér að nota.
Bíður þangað til að límið er þornað og tekur svo boltan úr forminu, skerð og lagar það til þannig að það henti þér.

Plastfilman er bara til þess að límið festist ekki við boltan.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9