Síða 1 af 1

Kæling Pæling :)

Sent: Mán 30. Ágú 2004 19:06
af Snorrmund
Jæja.. Svo vill til að ég er með ABIT ai7 og P4 2.8c Mushkin 512mb 400ddr
og Radeon 9800pro.. jæja.. þegar ég er búinn að spila suma leiki í smá til vill til að allt fer að pípa útaf hita.. t.d. í 4x4 EVo1 ekki samt í nýrri leikjum eins og doom 3.. :? Þetta lagast með því að pása leikinn í 1 min eða svo þá get ég spilað þangað til þetta gerist aftur..er að spá hvort þetta sé skjákortið því það er það heitt að ég brenni mig ef ég kem við undir corenum semsagt hliðinni sem snýr upp og kem við þarsem GPU inn er.. hvernig get ég mælt þetta?

Sent: Mán 30. Ágú 2004 19:25
af axyne
smella einni kassaviftu sem blæs inn. Þ.e.a.s ef þú ert ekki með fyrir.

Sent: Mán 30. Ágú 2004 19:33
af Snorrmund
er með dragon medi og eina Silenx 80 mm til að blása út og eina alveg eins til að blása inn.. er að spá hvort að það skipti því hvort ég tengi í Sys eða aux tengin á móboinu eða molex? :?

Sent: Mán 30. Ágú 2004 22:43
af Snorrmund
Og getur einhver sagt mér hvernig þið mælið hitan á skjákortunum :) ?

Sent: Mán 30. Ágú 2004 23:40
af Birkir
Held að það séu bara þessi nýju Radeon kort sem að er hægt að mæla hitann á.

Sent: Þri 31. Ágú 2004 09:55
af Stutturdreki
Mæli hitann hjá mér með Akasa-AK-FC-03, stjórnar 4xviftum og er með 4xhita probes.

Kíktu í BIOS hjá þér og skoðaðu hvort það sé stillt á að gefa viðvörun ef hiti fer yfir áhveðið mark eða ef ef snúningur á viftum fer niðurfyrir eitthvað ákveðið gildi. Getur líka verið Motherboard Monitor eða álíka tólum að kenna (ef þú ert með svoleiðis).

Getur verið að hitamörkinn séu aðeins of lág eða lágmarks snúningur á viftunum sé of hár.

Sent: Þri 31. Ágú 2004 14:22
af Snorrmund
LAgaði til í kassanum í von um að fá betra loftflæði.. svo skoð'aði ég.. fór í 4x4 Evo1 og beið þangað til þetta pípaði og opnaði þá kassan.. fann að þetta var mest skjákortið.. færði útblástursviftuna neðar(hún var í efra slotinu á dragon medi) svo að hun var nær skjákortinu.. það lagaði eiginlega bara vandamálið.. :) hefur ekki gerst síðan..