Síða 1 af 1

Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 02:21
af Birkir Tyr
Ég er að hugsa mér um að prufa að overclocka i7 2600K, en hvernig er best að gera það? Fara inni BIOS eða nota einhver forrit? Síðan eitt annað, ég er með Cooler Master V8 viftukælingu, fer max uppí 40°C við það að gera ekki neitt! Ekki alveg nógu sáttur með það. Svo hvaða viftukælingu mæliði með fyrir oc á svona örrara? Ég ætla ekki í vatnskælingar, þótt þær séu held ég bestar. Kv Birkir.

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 02:33
af AciD_RaiN
Sæll nafni ;)

Hvaða móðurborð ertu með? Overclock fer mest eftir hvaða bios þú ert með.
Ef þú vilt halda þig við loftkælingu þá er Noctua NH-D14 eina vitið...

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 03:43
af Sigurður Á
ertu ekki bara með viftuna á V8 á lægsta ? ég er með minn 2500k í 4,2 og fer aldrei yfir 30 í því að gera ekki neitt með minni V8 kælingu

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 03:54
af AciD_RaiN
Sigurður Á skrifaði:ertu ekki bara með viftuna á V8 á lægsta ? ég er með minn 2500k í 4,2 og fer aldrei yfir 30 í því að gera ekki neitt með minni V8 kælingu

Það er svo lítið að marka idle temps og kassinn og loftflæði spilar líka inn í þetta. Svo þarftu líka að taka mið af herbergishitanum þegar þú ert að taka svona hitatest...

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 06:48
af mercury
er með 2500k í 4.4ghz atm.. fer ekki undir 31° með eina bestu loftkælinguna en í bf3 sem er frekar mikið þungur leikur fer ég ekki yfir 56° ... "smá ryk komið í kælinguna.
en svo við snúum okkur að því sem málið snýst um... átt að geta náð 4.5-4.6ghz án þess að breyta neinu nema setja multiplier á manual og í 45..46.. 4.5-4.6ghz svo geturu unnið þig út frá því...ef hún bootar á 4.6 auto volt prufa að setja manual volt og lækka smám saman stress prófa og hækka eftir því sem gengur...
hækka svo í 4.7ghz og vinna þig í gegnum volt lalalalal tekur hellings tíma en skilar miklu. svo fer þetta mikið eftir kubb. uppur 4.7ghz geturu þurft að fara að eiga við hin og þessi volt.

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 13:29
af Birkir Tyr
AciD_RaiN skrifaði:Sæll nafni ;)

Hvaða móðurborð ertu með? Overclock fer mest eftir hvaða bios þú ert með.
Ef þú vilt halda þig við loftkælingu þá er Noctua NH-D14 eina vitið...


Jú blessaður. Ég er með móðurborð sem heitir heitir Gigabyte Z77X-D3H, UEFI DualBios er ég með, síðan stóð version F6 minnir mig. :-k Er búinn að skoða Noctua NH-D14 mikið og líka Corsair H100(I)... Búinn að vera að pæla mikið í þessu.

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 13:31
af Birkir Tyr
Sigurður Á skrifaði:ertu ekki bara með viftuna á V8 á lægsta ? ég er með minn 2500k í 4,2 og fer aldrei yfir 30 í því að gera ekki neitt með minni V8 kælingu

Jú sko, ég er með hana alltaf stilla á hæsta, er með tölvuna á ekkert rosalega góðum stað. Er samt með örrarann í 25-30 idle, og ekki að gera neitt, nema kannski bara á netinu. en fer uppi 50 stundum í þungum leikjum, t.d BF3.

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 13:34
af Birkir Tyr
mercury skrifaði:er með 2500k í 4.4ghz atm.. fer ekki undir 31° með eina bestu loftkælinguna en í bf3 sem er frekar mikið þungur leikur fer ég ekki yfir 56° ... "smá ryk komið í kælinguna.
en svo við snúum okkur að því sem málið snýst um... átt að geta náð 4.5-4.6ghz án þess að breyta neinu nema setja multiplier á manual og í 45..46.. 4.5-4.6ghz svo geturu unnið þig út frá því...ef hún bootar á 4.6 auto volt prufa að setja manual volt og lækka smám saman stress prófa og hækka eftir því sem gengur...
hækka svo í 4.7ghz og vinna þig í gegnum volt lalalalal tekur hellings tíma en skilar miklu. svo fer þetta mikið eftir kubb. uppur 4.7ghz geturu þurft að fara að eiga við hin og þessi volt.

Já okei, ég sko var að velta fyrir mér, ég vissi að maður ætti að vinna sig bara svona hægt og rólega upp, og alltaf að fylgjast með hitastiginu. En er best að nota bara bios og forrit? Hvað mæliði með?

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 14:21
af AciD_RaiN
Birkir Tyr skrifaði:
mercury skrifaði:er með 2500k í 4.4ghz atm.. fer ekki undir 31° með eina bestu loftkælinguna en í bf3 sem er frekar mikið þungur leikur fer ég ekki yfir 56° ... "smá ryk komið í kælinguna.
en svo við snúum okkur að því sem málið snýst um... átt að geta náð 4.5-4.6ghz án þess að breyta neinu nema setja multiplier á manual og í 45..46.. 4.5-4.6ghz svo geturu unnið þig út frá því...ef hún bootar á 4.6 auto volt prufa að setja manual volt og lækka smám saman stress prófa og hækka eftir því sem gengur...
hækka svo í 4.7ghz og vinna þig í gegnum volt lalalalal tekur hellings tíma en skilar miklu. svo fer þetta mikið eftir kubb. uppur 4.7ghz geturu þurft að fara að eiga við hin og þessi volt.

Já okei, ég sko var að velta fyrir mér, ég vissi að maður ætti að vinna sig bara svona hægt og rólega upp, og alltaf að fylgjast með hitastiginu. En er best að nota bara bios og forrit? Hvað mæliði með?

Allt overclock ætti að fara fram í BIOS en svo þarftu hin og þessi tól til að prófa overclockið. Best væri að sækja forrit sem heitir prime95 og láta það keyra örgjörvan í 100% í dágóðan tíma (ég hef miðað við 8 tíma) til að athuga hvað hitinn verður hár og nota þá forrit sem heitir HWMonitor til að fylgjast með.
Ef þú færð BSOD (bláan skjá dauðans) þá þarftu aðð hækka voltin á örgjörvanum. Ég er t.d. með minn stable í 4.6GHz með 1.38V en ef ég fer í 5 þá þarf ég alveg 1.48V og í 5.3 þarf ég 1.56 en það er ekki mælt með því að þú sért að fara yfir 1.4V í almennri keyrslu.

Svo er google alltaf vinur þinn þegar kemur að overclocki þegar maður er að byrja :P

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 15:51
af Garri
Ekki spurning að nota Intel Burn Test í staðinn fyrir Prime95 IBT er mun agressivara og þú ert mun fljótari að ná vélinni stöðugri heldur en með því að bíða í 8 tíma eftir niðurstöðu. IBT keyrir þar að auki um 20% meir á örgjörvann en Prime95 (sem er annars ágætt svona forrit). Örrinn hjá mér fór aldrei upp fyrir 100W hjá mér með Prime en upp í 120W með IBT. Keyrir 20 test á hæstu eða næst hæstu stillingu.

Ég er með leikjatölvu mína i5 2500k í 4.5Ghz á um 1.3v og hún étur það eins og ekkert sé, fer aldrei yfir 60° samt er ég með Noctua kælinguna á hægasta hraða með þeim viðnámum sem henni fylgdu. Augljóslega get ég farið með hana í 4.7 og jafnvel 4.8 en þá rjúka voltin upp í eins og 1.4x v og þá þarf að láta allar viftur fara að snúast meir sem þýðir mun meiri hávaði fyrir næstum lítið sem ekkert.

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 01. Jan 2013 16:09
af Birkir Tyr
Takk kærlega fyrir þetta! Ég skoða þetta og ætla að prufa mig aðeins áfram. :D

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Mán 22. Júl 2013 23:21
af Swanmark
Birkir Tyr skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Sæll nafni ;)

Hvaða móðurborð ertu með? Overclock fer mest eftir hvaða bios þú ert með.
Ef þú vilt halda þig við loftkælingu þá er Noctua NH-D14 eina vitið...


Jú blessaður. Ég er með móðurborð sem heitir heitir Gigabyte Z77X-D3H, UEFI DualBios er ég með, síðan stóð version F6 minnir mig. :-k Er búinn að skoða Noctua NH-D14 mikið og líka Corsair H100(I)... Búinn að vera að pæla mikið í þessu.


Taktu frekar H100i, ég er viss um að það kæli betur :)

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 23. Júl 2013 00:56
af I-JohnMatrix-I
Ég er með H100i sem að ég er mjög ánægður með. Eins einfalt og það verður, kemur pre-filled með vökva og kælikremi einfaldlega skrúfar þetta bara á.

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 23. Júl 2013 08:35
af Gilmore
Það er mælt með því að keyra fleiri en 1 test, þannig að sennilega sakar ekki að keyra bara bæði Prime95 og Intel Burn. Burn test tekur ekki langan tíma.

Er ekki kælikremið bara eitthvað lélegt eða illa sett á fyrst V8 kælir ekki vel. Ég er með þessa kælingu á 2500K klukkaðan í 4.4 og það er allt svellkalt og fínt í idle og í leikjaspilun.

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 23. Júl 2013 09:14
af Sydney
Þið áttið ykkur á því að þessi póstur er hund gamall, right?

Re: Intel Core i7 2600K Overclock

Sent: Þri 23. Júl 2013 09:18
af Gilmore
Ég tók ekki eftir því.... :face