Síða 1 af 1
Kassakaup
Sent: Fös 13. Ágú 2004 03:50
af Nemesis
Jæja þannig er mál með vexti að ég er að huga að uppfærslu og hefur Antec Sonata verið draumurinn frá því að "skipio" benti mér á hann
Gallinn er að hann kostar hvorki meira né minna en 16.900 kr. og finnst mér það dágott verð fyrir einn kassa, þrátt fyrir að 380W Antec PSU fylgi með. Nú er í mörg horn að líta hvað tölvukassamál varðar og veit ég varla hvar á að byrja. Í þessum málum held ég að best væri að fá meðmæli með einhverjum kössum sem ég gæti svo skoðað, þannig að endilega komið með uppástungur að kassa (og psu þá ef það fylgir ekki með), verðhugmynd frá 5-15.000 kr.
Sent: Fös 13. Ágú 2004 03:53
af Arnar
Lian-Li PC-60 hjá task.is..
Mjög flottir, góðir og vandaðir kassar..
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=883
kostar 14þús..
Hann er virkilega léttur einnig..
En ef draumakassinn þinn kostar 17þús.. og þú tímir 15þús í kassa..
Er það 2þús mikið til að fá það sem þú vilt?
Sent: Fös 13. Ágú 2004 04:02
af Nemesis
Þennan kassa get ég ekki keypt vegna þess að PSU vantar með honum og ef ég bæti því við get ég alveg eins keypt mér sónötuna. Ég setti kannski verðhugmyndina fullhátt en mig langar einfaldlega að sjá hvað annað er í boði.
Sent: Fös 13. Ágú 2004 08:36
af goldfinger
http://www.computer.is/vorur/4362
á svona kassa nema að hann er svartur..
En þessi er bara nettur sko
400W aflgjafi fylgir
Sent: Fös 13. Ágú 2004 08:59
af gnarr
mér þykir þessi lian-li kassi virkilega ljótur. ég skil ekki hvað fólk sér við hann..
Sent: Fös 13. Ágú 2004 11:14
af Andri Fannar
ég fékk minn kassa í Office1
hann heitir Q-Tec og það er gluggahlið + neon ljós + 3x kassaviftur sem fylgja , hann lookar nice
og hann kostar kringum 5k án psu
Sent: Fös 13. Ágú 2004 12:05
af Arnar
Hann er einfaldur og flottur stíll á honum
Ekkert thermaltake prefucking modded ljósashow..
Eða eins og fleiri framleiðendur hafa
Sent: Fös 13. Ágú 2004 12:34
af Daz
Ég myndi seint segja að þessi Lian-li kassi sé flottur, þar sem ég hef átt 5-10 kassa sem gætu verið alveg eins. Þetta er bara en einn rjómagulur kassi. En kannski er hann voðalega frábær að innan, hvað veit ég.
Sent: Fös 13. Ágú 2004 13:09
af Andri Fannar