Noctua NH-D14 og hraði/hávaði
Sent: Sun 28. Okt 2012 15:35
Sælir
Var að setja saman leikjatölvu sem gekk mjög vel. Vélin er í dag OC-uð í 4.5GHz með voltin mjög hófleg. Var að keyra Intel Burn Test á Max í 20 röns og allt í lagi. Er með AsRock Extreme4 Z77 móðurborð sem ég er mjög ánægður með.
En..
Það sem böggar mig mjög er að viftustýringin á móðurborðinu virkar ekki á Noctua. örgjörva viftan er alltaf á "fullu", eða um 1230RPM, sama hvort vélin er Idle á um og jafnvel undir 30°c eða keyra Intel Burn Test á Max stillingu um 66°c
Master tengið á MB er með 4 pinnum en Noctua gefur aðeins möguleika á þremur. Er með 140mm viftuna á master tenginu og viftuna aftan á á seinna cpu tenginu. BIOS býður upp á sjálfvirka viftustýringu en virðist bara styðja PWM (Pulse with modulation) sem Noctua getur ekki nýtt sér. Er með þetta í Antec kassa með þremur viftum og handstýrðum 3ja möguleika stillinga sem allar liggja utan á kassanum í dag, hefði helst viljað að MB hefði stýrt þeim viftum líka.
Keypti viftustýringu fyrir um ári sem ég held að heiti GateWatch eða Aero af Vaktara hérna, en sýnist í fljótu að hún sé aðeins með hand-breytileg viðnám sem þýðir að ég verð sjálfur að hækka og lækka í þessum viftum sem kemur bara alls ekki til greina. Verð bara að segja það að ég hélt í einfeldni minni að það væri minnsta mál fyrir þessa framleiðendur á svona tækjum að hafa möguleika að lesa PWM frá móðurborði og nota sem grunn stýringu... datt handvirk stýring bara aldrei í hug varðandi tölvur og stýringar og það árið 2012
En sýnist að ég verði að kaupa svona stýringu. Hún verður sem sagt annað hvort að geta lesið PWM-ið frá MB eða tengst við MB og lesið sensorana ásamt hita upplýsingum og stýrt viftum á völdu Ampera range-i (viftur þurfa mismikið af Amperum til að ná topp snúning sem og lægsta mögulega snúningu osfv.)
Spurningin til ykkar er, hafið þið leyst þetta sjálfir og ef svo er, hvernig?
Eins megið þið útdeila visku ykkar ef þið hafið rekist á einhverjar sniðugar lausnir á þessu vandamáli.
Var að setja saman leikjatölvu sem gekk mjög vel. Vélin er í dag OC-uð í 4.5GHz með voltin mjög hófleg. Var að keyra Intel Burn Test á Max í 20 röns og allt í lagi. Er með AsRock Extreme4 Z77 móðurborð sem ég er mjög ánægður með.
En..
Það sem böggar mig mjög er að viftustýringin á móðurborðinu virkar ekki á Noctua. örgjörva viftan er alltaf á "fullu", eða um 1230RPM, sama hvort vélin er Idle á um og jafnvel undir 30°c eða keyra Intel Burn Test á Max stillingu um 66°c
Master tengið á MB er með 4 pinnum en Noctua gefur aðeins möguleika á þremur. Er með 140mm viftuna á master tenginu og viftuna aftan á á seinna cpu tenginu. BIOS býður upp á sjálfvirka viftustýringu en virðist bara styðja PWM (Pulse with modulation) sem Noctua getur ekki nýtt sér. Er með þetta í Antec kassa með þremur viftum og handstýrðum 3ja möguleika stillinga sem allar liggja utan á kassanum í dag, hefði helst viljað að MB hefði stýrt þeim viftum líka.
Keypti viftustýringu fyrir um ári sem ég held að heiti GateWatch eða Aero af Vaktara hérna, en sýnist í fljótu að hún sé aðeins með hand-breytileg viðnám sem þýðir að ég verð sjálfur að hækka og lækka í þessum viftum sem kemur bara alls ekki til greina. Verð bara að segja það að ég hélt í einfeldni minni að það væri minnsta mál fyrir þessa framleiðendur á svona tækjum að hafa möguleika að lesa PWM frá móðurborði og nota sem grunn stýringu... datt handvirk stýring bara aldrei í hug varðandi tölvur og stýringar og það árið 2012
En sýnist að ég verði að kaupa svona stýringu. Hún verður sem sagt annað hvort að geta lesið PWM-ið frá MB eða tengst við MB og lesið sensorana ásamt hita upplýsingum og stýrt viftum á völdu Ampera range-i (viftur þurfa mismikið af Amperum til að ná topp snúning sem og lægsta mögulega snúningu osfv.)
Spurningin til ykkar er, hafið þið leyst þetta sjálfir og ef svo er, hvernig?
Eins megið þið útdeila visku ykkar ef þið hafið rekist á einhverjar sniðugar lausnir á þessu vandamáli.