Síða 1 af 1

vatnskæling lekur eða gufar upp

Sent: Fim 11. Okt 2012 12:04
af tomas52
sælir ég er með vatnskælingu og það minkar alltaf vatnið í tanknum en ég sé enga dropa eða neitt bilað eruði að lenda í því líka að það gufi hreinlega upp ?

Re: vatnskæling lekur eða gufar upp

Sent: Fim 11. Okt 2012 12:06
af dandri
Þú þarft að bæta vatni á kerfið reglulega ef þú ert með reservoir en ekki lokaða loopu.

Re: vatnskæling lekur eða gufar upp

Sent: Fim 11. Okt 2012 12:47
af tomas52
er með svona http://www.frozencpu.com/products/12222 ... html#blank það er samt gúmmíhringur á lokinu þannig þetta ætti að vera alveg lokað kerfi

Re: vatnskæling lekur eða gufar upp

Sent: Fim 11. Okt 2012 13:04
af mundivalur
Ég þurfti ekki að bæta miklu á mánuði þegar ég var með það sama og þú,einhverjir dropar á mánuði.

Re: vatnskæling lekur eða gufar upp

Sent: Fim 11. Okt 2012 13:12
af AciD_RaiN
Ég þarf nú alveg að bæta á af og til hjá mér...

Re: vatnskæling lekur eða gufar upp

Sent: Fim 11. Okt 2012 16:17
af Frantic
Af hverju eru menn að fara í vatnskælinguna?
Kælir hún betur en vifturnar og er þetta í alvöru þess virði þó maður þurfi alltaf að vera að fylla á?

Re: vatnskæling lekur eða gufar upp

Sent: Fim 11. Okt 2012 16:19
af dandri
Vökvi kælir betur heldur en loft.

Re: vatnskæling lekur eða gufar upp

Sent: Fim 11. Okt 2012 16:29
af Eiiki
Ef tappinn er rétt festur á toppinn á reservornum getur vatnið ekki gufað upp. Þetta er sennilegast vegna þess að þegar þú fyllir á vatnskerfið þitt þá eru alltaf örlitlar loftbólur inni í kerfinu sem erfitt er að losa úr. T.d. í radiatorum og fleiru. Eftir því sem þú lætur lúppuna keyra lengur því betur nærðu að tæma þessar litlu loftbólur úr kerfinu og fara þær inn í reservorinn sem loft og vatn kemur í staðinn inn í radiatorinn. Þannig "hverfur" vatnið smám saman úr reservornum og loft "myndast". Ef þú myndir láta lúppuna þína keyra á sama vatni í nokkuð marga mánuði ættu allar litlu loftbólurnar að losna úr kerfinu og inn í reservorinn. Þó að enginn mæli með því að þú keyrir á sama vatni lengur en eitt ár. :)