Síða 1 af 1

Power supply

Sent: Mán 09. Ágú 2004 20:04
af t_durden-
Sælir vaktarar.

Þannig er mál með vexti að ég er að gera við tölvu og psu-ið í henni var ónýtt. Það ætti að öllu jöfnu ekki að vera mikið mál, nema það að þetta er 150w psu sem er svona helmingi minna en öll önnur sem ég hef séð. Plássið í kassanum býður ekkert uppá neitt stærra þannig að ég var að pæla hvort að einhver af ykkur veit hvort að svona græjur séu seldar á klakanum og þá jafnvel hvar?

Kveðja Gunni

Sent: Mán 09. Ágú 2004 20:59
af kristjanm
http://www.vaktin.is

Leitaðu á öllum netverslunum sem þú finnur á þessari síðu.

Ef þú finnur þetta ekki þar þarftu kannski að sérpanta eða kaupa nýjan tölvukassa.

Eða þá bara að láta laga aflgjafann.

Sent: Mán 09. Ágú 2004 21:14
af axyne
:D Laga aflgjafann.

ég held það sé ódýrara að kaupa nýjan kassa með 300W power supply en að 1-2 tímar á verkstæði.

Sent: Þri 10. Ágú 2004 00:41
af Pectorian
Þarna varstu óheppinn :cry: , ég held að það sé nokkuð erfitt að fá svona hér á landi. Samt um að gera að skoða vel hjá öllum búðunum eins og kristjanm sagði

Sent: Þri 10. Ágú 2004 01:44
af eeh
Er það svona sem þú ert að leita af
Mynd

Ef svo er getur verið að ég lummi á svona hlut!

sendu mér línu á eeh@simnet.is ef þetta er rétt psu

Sent: Mið 11. Ágú 2004 17:15
af zaiLex
Ef það er ekki pláss fyrir psuið inní kassanum þá bara límiru það bara oná kassann með tonnataki eins og ég :)

Sent: Fim 19. Ágú 2004 12:53
af BFreak
:?

Sent: Fös 20. Ágú 2004 10:19
af viddi
þetta var svona á gömlu tölvunni minni en ég keypti bara nýtt psu setti það og lét það vera í lagi að geisladrifin stóðu smá útúr kassanum að framan :lol: