Síða 1 af 1
Hvert er best að fara og láta update þessa
Sent: Lau 22. Sep 2012 09:42
af Bragi Hólm
Re: Hvert er best að fara og láta update þessa
Sent: Lau 22. Sep 2012 10:27
af AntiTrust
Stórefast um að það borgi sig, þú ert ekki að fara að uppfæra í neitt af viti með þessu móðurborði og ég er hreinlega ekki viss um að þú getir fengið nýrra móðurborð í þessar vélar.
Re: Hvert er best að fara og láta update þessa
Sent: Lau 22. Sep 2012 10:34
af Klemmi
AntiTrust skrifaði:Stórefast um að það borgi sig, þú ert ekki að fara að uppfæra í neitt af viti með þessu móðurborði og ég er hreinlega ekki viss um að þú getir fengið nýrra móðurborð í þessar vélar.
Og ekki nóg um það, að þó svo hann fengi borð sem passaði, þá er aflgjafinn alltaf af skornum skammti, líklega 200-250W í þessum vélum og mögulega spes tengi fyrir Shuttle, þ.e. ekkert 20/24pin tengi...
Sorry vinur, ég efast um að þú sért að fara að gera mikið fyrir þessa vél
Re: Hvert er best að fara og láta update þessa
Sent: Lau 22. Sep 2012 15:51
af Bragi Hólm
Hmm ansans, enn get ég þá eitthvað reynt að bæta hana? Á svo sem þá bara að þjóna mér sem sjónvarps, downloadtölva og fyrir skype og eitthvað svona dunderí. Er ekki hægt að stækka innra minni og eitthvað til að gera hana aðeins hraðvirkari?
Las einhverstaðar samt að menn væru að upgrade-a þær og nota þær á lönum og eitthvað. hef kanski lesið vitlaust, kanski nýrri týpa eða eitthvað....
Re: Hvert er best að fara og láta update þessa
Sent: Lau 22. Sep 2012 16:07
af Daz
Miðað við að þessi frétt/review er rúmlega 9 ára gömul, þá myndi ég ekki telja miklar líkur á að þú uppfærir þessa týpu mikið. Menn hafa kannski uppfært hana og tekið á lan, 2005, en ekki 2012 (nema þú komist á Warcraft eða Unreal tournament LAN).
Ertu örugglega með þessa SN45G týpu, eða ert með einhvern allt annan shuttle kassa?
Re: Hvert er best að fara og láta update þessa
Sent: Lau 22. Sep 2012 16:31
af upg8
Ég er nokkuð viss um að þú getur fengið Mini-ITX móðurborð í þessa vél, þau eru minni en þessi Flex-ATX sem voru í Shuttle vélunum og báðir staðlarnir styðja hefðbundnar ATX kassa í flestum tilfellum.
Ef þú kemur ekki litlu PSU inní vélina þá getur þú vel verið með external PSU, hægt að fá amk 600w ef ekki meira... Hinsvegar er jafnvel möguleiki að það væri ódýrara að kaupa nýjan kassa bara með nýju PSU en ég er ekki búinn að skoða það.
Re: Hvert er best að fara og láta update þessa
Sent: Lau 22. Sep 2012 17:06
af Bragi Hólm
Já það er einmitt það sem ég las og já er með þessa týpu. Enn þetta ITX, hvar fæst svona svo líka var ég að google meira og menn kaupa sér nýrri shuttle nú orðið sumir eru að notast við einhverjar ITX uppfærslur..