Síða 1 af 1

Mismunandi hiti á kjörnum ?

Sent: Fim 30. Ágú 2012 21:34
af MuGGz
Er þetta eðlilegt ?

Re: Mismunandi hiti á kjörnum ?

Sent: Fim 30. Ágú 2012 21:35
af Glazier

Re: Mismunandi hiti á kjörnum ?

Sent: Fim 30. Ágú 2012 21:36
af Gúrú
Ef að ég er að lesa rétt út úr þessu, að einn sé 21, annar 30, annar 32 og annar 26, þá já.

Oft umtalsverður munur á kjörnunum. Getur séð dæmi um það með því að googla "Speedfan Quad Core" ef þú vilt róa taugarnar. :)

Re: Mismunandi hiti á kjörnum ?

Sent: Fim 30. Ágú 2012 21:38
af MuGGz
var nú ekkert gífulega stressaður

hefði nú viljað sjá alla í þessari 21° samt :megasmile

Re: Mismunandi hiti á kjörnum ?

Sent: Fim 30. Ágú 2012 22:17
af Daz
Ég lenti í því á mínum Dual core að sjá þó nokkurn mun á milli kjarna (5°C+) , það minnkaði ef ég setti þrýsting á rétta staði á heatsinkinu og það skánaði tímabundið þegar ég setti heatsinkið á upp á nýtt og reyndi að vanda mig meira að dreifa álaginu jafnt.
Hvort þetta á við í þínu tilfelli veit ég aftur á móti ekkert um, en það er ekki mikil áhætta að opna kassan og prófa að setja léttann þrýsting á eina hlið á heatsinkinu í einu.

Re: Mismunandi hiti á kjörnum ?

Sent: Fim 30. Ágú 2012 23:42
af AciD_RaiN
Það var alveg allt að 15°C munur á kjörnum hjá mér áður en ég lappaði örrann en núna er alveg allt að 9°C munur. Sá reyndar AMD örgjörva um daginn þar sem allir kjarnar héldur NÁKVÆMLEGA eins :P

Re: Mismunandi hiti á kjörnum ?

Sent: Fim 30. Ágú 2012 23:49
af methylman
MuGGz skrifaði:var nú ekkert gífulega stressaður

hefði nú viljað sjá alla í þessari 21° samt :megasmile


Lægra hitastig en inni hjá þér eða er vélin úti á svölum ?

Re: Mismunandi hiti á kjörnum ?

Sent: Fös 31. Ágú 2012 01:22
af braudrist
methylman skrifaði:
MuGGz skrifaði:var nú ekkert gífulega stressaður

hefði nú viljað sjá alla í þessari 21° samt :megasmile


Lægra hitastig en inni hjá þér eða er vélin úti á svölum ?


Örjörvinn hjá honum er örugglega að clocka sig niður til að spara rafmagn.

Mynd

meh, komnar einhver agnir í loopuna; er ekki búinn að skipta um vatn í eitthvað 6 mánuði :D