Síða 1 af 1

Virkar Radeon 6970 með SL-700A aflgjafa?

Sent: Fös 24. Ágú 2012 16:53
af Varasalvi
Hæhæ. Ég er með hérna SL-700A aflgjafa sem virðist ekki vera með 8pin tengi, og 6970 er með bæði 6pin og 8pin slots.
Svo spurningin er hvort það sé hægt að fá þetta til að virka?

Veit ekki hvað ég get sagt meira, spurjið bara ef það vantar einhverjar upplýsingar.

Re: Virkar Radeon 6970 með SL-700A aflgjafa?

Sent: Lau 25. Ágú 2012 11:39
af Varasalvi
Veit enginn neitt? Er þetta ekki vaktin? \:D/

Re: Virkar Radeon 6970 með SL-700A aflgjafa?

Sent: Lau 25. Ágú 2012 11:57
af Eiiki
Ég ætla ekki að svara spurningu þinni en ég myndi mæla sterklega með því að þú keyptir þér almennilegan aflgjafa. Aflgjafi er það sem þú átt að leggja hvað mesta áherslu á í tölvunni þinni. Lélegir aflgjafar gefa sig oft á tíðum og skemma þá oftast út frá sér í annan vélbúnað líkt og skjákort, minni, móðurborð og fl.

Re: Virkar Radeon 6970 með SL-700A aflgjafa?

Sent: Lau 25. Ágú 2012 12:17
af Varasalvi
Eiiki skrifaði:Ég ætla ekki að svara spurningu þinni en ég myndi mæla sterklega með því að þú keyptir þér almennilegan aflgjafa. Aflgjafi er það sem þú átt að leggja hvað mesta áherslu á í tölvunni þinni. Lélegir aflgjafar gefa sig oft á tíðum og skemma þá oftast út frá sér í annan vélbúnað líkt og skjákort, minni, móðurborð og fl.


Ég mundi gera það ef þetta væri tölvan mín :)

Takk fyrir ábendinguna.

Re: Virkar Radeon 6970 með SL-700A aflgjafa?

Sent: Lau 25. Ágú 2012 13:23
af mundivalur
Já hann svo sem virkar það eru 2x pci 6pin+2 :-" hvernig turn ertu með ?