Síða 1 af 1
Get ekki hækkað core multiplyer
Sent: Mán 02. Ágú 2004 19:40
af Takai
Þarf hjálp ... er með Aopen Ak73 pro (A) borð og er að reyna að yfirklukka en þegar að ég fer að skoða bios og overclocking reviews á þessu móðurborð þá sé ég að það er ekki hægt að hækka core multiplyer í gegnum bios og ég kann ekki að gera það öðruvísi.
help
Sent: Mán 02. Ágú 2004 19:47
af elv
Enda er ekki hægt að gera það öðrvísi en í BIOS....nema þú sért með Mobile CPU eða moddar þinn í Mobile...en þú getur hækkað FSB í windows jafnt og BIOS
Sent: Mán 02. Ágú 2004 20:07
af axyne
elv skrifaði:Enda er ekki hægt að gera það öðrvísi en í BIOS....nema þú sért með Mobile CPU eða moddar þinn í Mobile...en þú getur hækkað FSB í windows jafnt og BIOS
er Það hægt ????
Sent: Mán 02. Ágú 2004 20:28
af Takai
elv skrifaði:Enda er ekki hægt að gera það öðrvísi en í BIOS....nema þú sért með Mobile CPU eða moddar þinn í Mobile...en þú getur hækkað FSB í windows jafnt og BIOS
Mobile CPU ... erm what is that
og hvað er þá að modda í mobile !?!
Sent: Mán 02. Ágú 2004 20:52
af elv
Til að modda í Mobile þarftu að tengja saman brýr á CPU-inum sjálfum, getur notað leiðandi penna/málningu eða bara lóðað þær.Þetta er mjög auðvelt á Palomino,T-bred og gömlum Bartonum...en er miklu erfiðara á nýjum Bartonum þar sem þeir eru ekki með allt dótið opið eins og hinir.Það er komið auka layer yfir CPU-in
Gleymdi einu.
Mobile er fyrir fartölvunar:PowerNow gerir ekkert annað en að minnka multi og Vcore til að spara rafmagn
Sent: Mán 02. Ágú 2004 21:14
af axyne
elv skrifaði:Til að modda í Mobile þarftu að tengja saman brýr á CPU-inum sjálfum, getur notað leiðandi penna/málningu eða bara lóðað þær.
þessu sem þú lýsir, er þetta ekki bara til að opna fyrir breytingar á multiplier ?
þetta kallast ekkert að modda í Mobile er það ?
ég helt að mobile örgjörvarnir væru handpicket beint úr framleiðslunni til að fá best of the best.
Sent: Mán 02. Ágú 2004 21:54
af elv
lol ekki trúa mér....
Þú getur breytt öllum venjulegum Desktop CP í Mobile eða í MP.En hann er nátturulega ekki mobile þó að móðurborðið haldi það. BTW þetta virkar bara á móðurborðum með VIA og SIS kubbasett.
Svo er einn af ástæuð að Mobile klukkast svo vel (það er nú það sem þú ert að spá mep er það ekki) er að þeir keyra á minni Vcore á sama hraða og Desktop CPU og kaldari fyrir vikið.....er nátturulega auðveldar að nauðga þeim með með hærri Vcore(Desktop default td)
Sent: Þri 03. Ágú 2004 00:53
af Birkir
vóvóvó
Þetta er eitthvað sem maður verður að gera... veistu um einhvern manual or some
Sent: Þri 03. Ágú 2004 01:59
af Takai
Well I found the core multiplier ... og ég þarf að opna kassann minn og fikta í einhverjum tökkum þar og stilla á rétta sequence af + og - til að breyta core multiplier ... crazy old mobo thinig.
En þá á ég bara eftir að finna út hvort að móbóið mitt sé með agp/pci lock og hvernig ég á að stilla hann á. Allavega ef að einhver þekkir til Aopen Ak73 pro (A) móbóa þá má hann alveg segja mér til.
Sent: Þri 03. Ágú 2004 02:03
af ErectuZ
Mitt móðurborð er ekki með AGP/PCI lock
En ég ætla *samt* að OCa þetta drasl!
Sent: Þri 03. Ágú 2004 07:38
af elv
Birkir skrifaði:vóvóvó
Þetta er eitthvað sem maður verður að gera... veistu um einhvern manual or some
Ocforum.com
Sent: Mið 04. Ágú 2004 00:55
af Takai
Rainmaker skrifaði:Mitt móðurborð er ekki með AGP/PCI lock
En ég ætla *samt* að OCa þetta drasl!
ef að marr hækkar fsb án þess að læsa agp/pci getur marr þá ekki brennt yfir hörðudiskana vegna of hárrar mhz tölu á þeim??
En er enginn möguleiki á að læsa agp/pci með að gera eitthvað hax dæmi eða eitthvað??
Láta einnig fylgja með að þegar að ég var að fikta um daginn þá færði ég fsb úr 133 í 140 minnir mig og agp var kominn í 68mhz og pci í 40 mhz og ekkert klikkaði í startup ... getur verið að það sé allt í lægi að hækka fsb um þetta án þess að læsa agp/pci eða eru þá líkur að ég brenni allt yfir??
Sent: Mið 04. Ágú 2004 01:02
af Zkari
Hann er með GA7VT600, á því er ekki hægt að læsa AGP/PCI. Ég var með eins móðurborð, skipti því út fyrir Abit AN7 borð.
Sent: Mið 04. Ágú 2004 07:46
af elv
Brenna yfir eitthvað...... ólíklegt..en aftur á móti getur þú lent í því að missa gögn og þurfa installa Windows aftur.það er ara svo misjafn hvað hver hlutur þolir...
Sent: Þri 17. Ágú 2004 12:07
af Bendill
elv skrifaði:lol ekki trúa mér....
Þú getur breytt öllum venjulegum Desktop CP í Mobile eða í MP.En hann er nátturulega ekki mobile þó að móðurborðið haldi það. BTW þetta virkar bara á móðurborðum með VIA og SIS kubbasett.
Svo er einn af ástæuð að Mobile klukkast svo vel (það er nú það sem þú ert að spá mep er það ekki) er að þeir keyra á minni Vcore á sama hraða og Desktop CPU og kaldari fyrir vikið.....er nátturulega auðveldar að nauðga þeim með með hærri Vcore(Desktop default td)
Sko, það sem Elv er að tala um er að þú getur tengt saman brýr sem eru ofan á örgjörvanum sem gera það að verkum að þú virkjar þennan fídus sem er notaður í fartölvum að ef að hitinn verður allt of mikill þá getur móðurborðið minnkað spennuna inn á örgjörvann til að draga úr hita og einnig minnkað multiplierinn til þess að draga úr vinnslugetu örgjörvans og þar af leiðandi dregið úr hita.
En þessi breyting gerir örgjörvann þinn aldeilis ekki að Athlon XP-M örgjörva. Þessir XP-M örgjörvar sem eru seldir í stykkjatali fyrir "desktop" tölvur eru örgjörvar sem eru vottaðir til þess að keyra á gefinni tíðni á lægri spennu, þ.e.a.s. 2400+ XP-M örgjörvi getur keyrt á 1800Mhz með aðeins 1.35V ( eða 1.45V, eftir því hvað þú kaupir ) í stað 1.65V. Þessir örgjörvar hafa alltaf verið taldir betri til yfirklukkunar vegna þess að þeir eru vottaðir á svo lágri spennu eins og Elv benti á. Þessir örgjörvar eru nú samt eins og allir aðrir AMD örgjörvar, afskaplega misjafnir eftir því hvenær þeir voru framleiddir. Ef þú vilt vera viss um að fá einn góðan til að yfirklukka þá þarftu að leita uppi framleiðsludagsetningu sem hefur hæstu meðal-yfirklukkun. Og jafnvel geturðu lent á lélegu eintaki....
Sent: Þri 17. Ágú 2004 16:25
af elv
Hmm spurning að ég láti Bendill fara yfir svörin mín hér eftir svo hann geti gert þau skiljanlegr i
Sent: Þri 17. Ágú 2004 17:07
af Bendill
elv skrifaði:Hmm spurning að ég láti Bendill fara yfir svörin mín hér eftir svo hann geti gert þau skiljanlegr i
Heh, það væri ekki málið. Ég bý nefnilega yfir einstökum hæfileikum til að lengja stutt svör, teygja lopann eins sagt er í sveitinni....