Síða 1 af 1

Hvar fæst sprey fyrir plast?

Sent: Lau 18. Ágú 2012 22:08
af Tiger
Eins og titillinn gefur til kynna er ég að leyta að [hvítu] spreyi sem er gert fyrir að tolla vel á harðplasti.

Einhverjar hugmyndir hvar ég fæ gæða vöru í það verk?

Re: Hvar fæst sprey fyrir plast?

Sent: Lau 18. Ágú 2012 22:14
af jonolafur
Ætti held ég að vera til í Litalandi, án þess að ég sé viss.

Re: Hvar fæst sprey fyrir plast?

Sent: Lau 18. Ágú 2012 23:13
af mundivalur
ég notaði gráan grunn úr húsasmiðjunni man ekki nafnið en eftir að hann var kominn á þá var ekkert mál að sprauta plastið !

Re: Hvar fæst sprey fyrir plast?

Sent: Lau 18. Ágú 2012 23:23
af Tiger
mundivalur skrifaði:ég notaði gráan grunn úr húsasmiðjunni man ekki nafnið en eftir að hann var kominn á þá var ekkert mál að sprauta plastið !


Já ég þarf bara að hringja/fara í þessar verslanir. Vill helst losna við grunninni nefnilega, ætla að sprauta viftur og vill ekki þyngja þær of mikið með skrilljón umferðum :)

Krylons Fusion er mest notað úti sé ég, en hef ekki fundið neinn sem selur það hérna heima ennþá.

Re: Hvar fæst sprey fyrir plast?

Sent: Lau 18. Ágú 2012 23:28
af mundivalur
Já skil :) það var samt misjafnt plastið sumt gat ég sprautað og annað varð allt í sprungum !

Re: Hvar fæst sprey fyrir plast?

Sent: Lau 18. Ágú 2012 23:44
af AciD_RaiN
Þekkirðu engan sem á airbrush græjur sem þú gætir fengið lánaðar?

Re: Hvar fæst sprey fyrir plast?

Sent: Sun 19. Ágú 2012 00:00
af diabloice
mundivalur skrifaði:Já skil :) það var samt misjafnt plastið sumt gat ég sprautað og annað varð allt í sprungum !
það er vegna þess að það er ekki réttur grunnur notaður og líklegast ekki sílikon og fiturheinsað áður en málað

áður en plast er málað þarf alltaf að setja fyrst Plastgrunn (flestum tilfellum glær og þunnur ) svo eftir að hann er kominn á þá er annaðhvort fylligrunnað eða bara litur beint á

Re: Hvar fæst sprey fyrir plast?

Sent: Sun 19. Ágú 2012 01:21
af worghal
Poulsen eiga til allt sem thig gaeti vantad i spray