Síða 1 af 1

Grounda tölvu betur? Vandaðir USB kaplar?

Sent: Mið 01. Ágú 2012 12:10
af Viktor
Sælir, er dálítið í hljóðvinnslu þessa dagana.

Er að nota Mbox 2 og það kemur suð í hátalarana þegar ég stilli þá hátt.

Googlaði þetta, vandamálið líklega hvað Mboxið er illa groundað, þeas. USB tengið.

Ætla að byrja á því að kaupa mér high-quality USB snúru, eitthvað sem menn mæla með? Þetta er USB A í USB B tengi:
Mynd

Einnig velti ég því fyrir mér hvað sé til ráða til að grounda USB portin betur, þeas. hvort það sé hægt að fiffa það í móðurborðinu eða hvort ég þurfi að gera það einhverstaðar í millitíðinni, þeas. milli tölvu og Mbox.

Mbk.

Re: Grounda tölvu betur? Vandaðir USB kaplar?

Sent: Mið 01. Ágú 2012 12:45
af Pandemic
Er rafmagnstengið heima hjá þér groundað? Í gömlum húsum t.d í Hlíðunum er enginn jörð í tenglum og það getur valdið svona suði.

Re: Grounda tölvu betur? Vandaðir USB kaplar?

Sent: Mið 01. Ágú 2012 12:45
af lukkuláki
Sallarólegur skrifaði:Sælir, er dálítið í hljóðvinnslu þessa dagana.

Er að nota Mbox 2 og það kemur suð í hátalarana þegar ég stilli þá hátt.

Googlaði þetta, vandamálið líklega hvað Mboxið er illa groundað, þeas. USB tengið.

Ætla að byrja á því að kaupa mér high-quality USB snúru, eitthvað sem menn mæla með? Þetta er USB A í USB B tengi:
Mynd

Einnig velti ég því fyrir mér hvað sé til ráða til að grounda USB portin betur, þeas. hvort það sé hægt að fiffa það í móðurborðinu eða hvort ég þurfi að gera það einhverstaðar í millitíðinni, þeas. milli tölvu og Mbox.

Mbk.



Ætti ekki bara að vera nóg að passa að tölvukassinn sé örugglega jarðtengdur ? Til dæmis innstungan

Re: Grounda tölvu betur? Vandaðir USB kaplar?

Sent: Mið 01. Ágú 2012 13:14
af Viktor
Er reyndar í mjög gömlu húsi niðri í miðbæ, þegar ég hugsa út í það er tengið líklega ekki jarðtengt.

Spái í að prufa að jarðtengja þetta með því að tengja vír við jarðtengi á einhverju tenginu á fjöltenginu, mælið þið með einhverju sem ég myndi tengja hinn endan við? Væri fatahengi nóg? Sjá mynd til viðmiðunar.

Það sem er tengt við þetta er 500W tölva, tveir 120W hátalarar, 100W magnari og Vínylspilari.

http://i00.i.aliimg.com/photo/v1/113058 ... s_rack.jpg

Re: Grounda tölvu betur? Vandaðir USB kaplar?

Sent: Mið 01. Ágú 2012 13:20
af Pandemic
Getur jarðtengt við pípulagnir í húsinu t.d ofn.

Re: Grounda tölvu betur? Vandaðir USB kaplar?

Sent: Mið 01. Ágú 2012 13:39
af Viktor
Pandemic skrifaði:Getur jarðtengt við pípulagnir í húsinu t.d ofn.

Prufa það. Þakka.

Þá er það bara USB snúran, eru einhverjar búðir hér á landi með 'vandaðar' USB A-B snúrur? Svona til að lágmarka allt viðnám í mixerinn.

(skrifað í síma)

Re: Grounda tölvu betur? Vandaðir USB kaplar?

Sent: Mið 01. Ágú 2012 14:45
af lukkuláki
Sallarólegur skrifaði:Er reyndar í mjög gömlu húsi niðri í miðbæ, þegar ég hugsa út í það er tengið líklega ekki jarðtengt.

Spái í að prufa að jarðtengja þetta með því að tengja vír við jarðtengi á einhverju tenginu á fjöltenginu, mælið þið með einhverju sem ég myndi tengja hinn endan við? Væri fatahengi nóg? Sjá mynd til viðmiðunar.

Það sem er tengt við þetta er 500W tölva, tveir 120W hátalarar, 100W magnari og Vínylspilari.

http://i00.i.aliimg.com/photo/v1/113058 ... s_rack.jpg



Ha ha ha fatahengi er enganvegin nóg enda er það líklega ekki jarðtengt :)
En eins og Pandemic bendir á þá eru píulagnir og td ofnar yfirleitt mjög góð jörð en þú verður að komast í bert járn (málning leiðir ekki vel)
Ég veit ekki til þess að það sé neinn að selja sérlega vandaðar USB snúrur en það er spurning um að tékka hjá Hljóðfærahúsinu, Rín, Miðbæjarradíó eða Íhlutum.

Re: Grounda tölvu betur? Vandaðir USB kaplar?

Sent: Mið 01. Ágú 2012 16:00
af Viktor
lukkuláki skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Er reyndar í mjög gömlu húsi niðri í miðbæ, þegar ég hugsa út í það er tengið líklega ekki jarðtengt.

Spái í að prufa að jarðtengja þetta með því að tengja vír við jarðtengi á einhverju tenginu á fjöltenginu, mælið þið með einhverju sem ég myndi tengja hinn endan við? Væri fatahengi nóg? Sjá mynd til viðmiðunar.

Það sem er tengt við þetta er 500W tölva, tveir 120W hátalarar, 100W magnari og Vínylspilari.

http://i00.i.aliimg.com/photo/v1/113058 ... s_rack.jpg



Ha ha ha fatahengi er enganvegin nóg enda er það líklega ekki jarðtengt :)


Þó að flugvélar og bílar séu ekki tengdir ofan í jörðu eins og pípulagnir, þá er samt allur straumur í þeim jarðtengdur. Jarðtengi þýðir bara að auka straumur er 'jafnaður út' með einhverju sem getur tekið á móti orkunni. T.d. eru gamlir vinyl spilarar oft jarðtengdir með því að tengja þá aftan í magnara, magnarinn kemur þó aldrei við 'jörðina'.

Tengi þetta við ofn.

lukkuláki skrifaði:Ég veit ekki til þess að það sé neinn að selja sérlega vandaðar USB snúrur en það er spurning um að tékka hjá Hljóðfærahúsinu, Rín, Miðbæjarradíó eða Íhlutum.


Checka á því. Þökk.