Fara yfir "kassar" á verðvaktinni?
Sent: Sun 29. Júl 2012 15:56
Nú veit ég ekki hvort þetta er einsdæmi eða ekki en persónulega finnst mér að það þurfi að kanna þetta. Ég er búinn að vera að fylgjast með/reyna að ráðleggja fólki sem er að byggja turn og tók eftir að það var mælt með Corsair 400R kassa. Ég tók síðan eftir því að verðið virtist vera lægra en það sem var skráð besta verðið á þeim á verðvaktinni (að mig minnti) svo ég tékkaði.... og viti menn, þar virðist vanta tengil frá tölvuvirkni á kassann því þeir eru með hann rúmlega 2000 kr. ódýrari en att en eru einfaldlega ekki skráðir á verðsamanburðarlistanum á verðvaktinni. Mér þætti vænt um það ef þetta væri lagað þar sem mér finnst ósanngjarnt að svona síða gefi einhverjum öðrum "verðlaunin" að vera með lægsta verðið þegar svo er ekki raunin.
TL;DR: Komst að því að Corsair Carbide 400R kassi er ódýrari hjá tölvuvirkni en att en tölvuvirkni er ekki á verðsamanburðarlistanum, vil endilega að þetta sé lagað.
TL;DR: Komst að því að Corsair Carbide 400R kassi er ódýrari hjá tölvuvirkni en att en tölvuvirkni er ekki á verðsamanburðarlistanum, vil endilega að þetta sé lagað.