Síða 1 af 1

AGP Speed Off URR!

Sent: Mán 26. Júl 2004 13:53
af FilippoBeRio
Málið er að ég er með Radeon 9800 Pro og það er eins og AGP speed sé off
sést hér
Gæti þetta verið móðurborðið eða?
Hef testað að breyta þessu en það kemur allaf aftur off eftir restart.

Sent: Mán 26. Júl 2004 17:07
af gnarr
ertu með chippeset driver installaðan fyrir agp chipsettið á móðurboðrinu þínu?

Sent: Þri 27. Júl 2004 19:36
af gumol
FilippoBeRio og fleiri sem hafa gert það sama:
Ekki eyða póstunum þínum þegar þú ert búinn að finna út hvað var að. Það gæti vel verið að einhver komi hérna eftir klukkutíma með sama vandamál og þá þarf hann að búa til nýan þráð og einhver að hjálpa honum. Segðu okkur frekar hvernig þú lagaðir það með því að "Svara bréfi".

"Breyta" takkinn er bara til að breyta póstinum (td. laga stafsetningarvillur og staðreyndavillur), en ekki til að eyða honum. Það er enignn tilviljun að þetta sé "Breyta" takki en ekki "Eyða" takki.

Sent: Þri 27. Júl 2004 19:43
af Snorrmund
Hvað með að breyta vandamála þráðum sem hafa verið leyst svona, breyta tiltli í t.d. Leyst: agp speed of urrr
þannig maður sjái hvaða vandamál eru "leyst" og hver eru "óleyst" ekkert að gera þetta við allt bara þetta nýja.. og eitt enn sem er algjörlega ótengt... Koma með Læstan þráð og sticky og setja á skjakort um það hvernig tv out virkar og virkar ekki :D

Sent: Mið 28. Júl 2004 00:32
af FilippoBeRio
Ég skrifaði greinina aftur upp just for you :P

Svo var það eitt annað, ég hringdi í allar helstu tölvubúðirnar "Task, Tölvuvirkni og co".
Samt vissi ENGINN af þeim hvað væri að og vildu allir endilega að ég myndi koma með vélina og borga 6000 kall á tímann til að segja mér að installa driver. HELL NO :evil:
Svo bara takk Vaktin og takk meðlimir Vaktarinar ;)

Sent: Mið 28. Júl 2004 10:13
af Johnson 32
Og hver var lausnin :)

Sent: Mið 28. Júl 2004 12:30
af Snorrmund
Hann setti upp driver fyrir chippsettið :)

Sent: Mið 28. Júl 2004 14:04
af Bendill
FilippoBeRio skrifaði:Ég skrifaði greinina aftur upp just for you :P

Svo var það eitt annað, ég hringdi í allar helstu tölvubúðirnar "Task, Tölvuvirkni og co".
Samt vissi ENGINN af þeim hvað væri að og vildu allir endilega að ég myndi koma með vélina og borga 6000 kall á tímann til að segja mér að installa driver. HELL NO :evil:
Svo bara takk Vaktin og takk meðlimir Vaktarinar ;)


Eru þeir með gjaldtöku á símanum hjá sér, þessar tölvubúðir? Heldurðu virkilega að svona fyrirtæki væru að halda uppi verkstæðum ef allir gætu hringt í þá á venjulegum innanlands-símtals taxta og fengið allar þær upplýsingar sem það vildi barasta frítt?
Auðvitað reyna þeir að fá tölvuna til sín svo þeir geti sinnt sinni vinnu og haldið henni í þokkabót... :D

Sent: Fim 29. Júl 2004 21:48
af gumol
FilippoBeRio: Flott :D