Síða 1 af 1

Tengja 4 pin viftur í 3 pin stýringu.[LEYST]

Sent: Fös 15. Jún 2012 20:11
af Frost
Sælir. Ég var að fjárfesta í nokkrum Noctua viftum en ég tók eftir að þær eru allar 4pin. Vandamálið er að viftustýringin mín er bara 3 pin. Er eitthvað sem ég get gert? Vill ekki þurfa að tengja vifturnar í móðurborðið því þá er viftustýringin sem ég á alveg til einskis.

Öll hjálp væri vel þegin.

Re: Tengja 4 pin viftur í 3 pin stýringu.

Sent: Fös 15. Jún 2012 20:17
af Klaufi
Stingur þeim í og sleppir fjórða pinnanum, minnir að pwm-ið sé blár vír.

Þori ekki að lofa þessu btw.. ;)

:-"

Re: Tengja 4 pin viftur í 3 pin stýringu.

Sent: Fös 15. Jún 2012 20:18
af AciD_RaiN
http://www.support.acer.com/acerpanam/d ... aq73.shtml

Fyrsta sem kom upp þegar ég skrifaði 4 pin fan á google ;)

Re: Tengja 4 pin viftur í 3 pin stýringu.

Sent: Fös 15. Jún 2012 20:24
af Frost
Klaufi skrifaði:Stingur þeim í og sleppir fjórða pinnanum, minnir að pwm-ið sé gulur vír.

Þori ekki að lofa þessu btw.. ;)


PWM er gulur vír já en svona lýtur þetta út:
Mynd

En viftustýringin er svona:
Mynd

Veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að þessu.

*EDIT*

Var að komast að því að ég keypti mér vitlausar viftur :mad

Re: Tengja 4 pin viftur í 3 pin stýringu.

Sent: Fös 15. Jún 2012 20:39
af upg8
Ég hef notað 4 pin viftur með svona viftustýringu, klippir bara af eða beygir endann á þessu. Þú sérð hakið sem er á þessu, ef þú skoðar 3 pin viftu og skoðar svo 4 pin viftu þá sérðu strax hvaða pinni er "auka"

Re: Tengja 4 pin viftur í 3 pin stýringu.

Sent: Fös 15. Jún 2012 21:26
af Frost
Mun þetta þá virka?

2012-06-15 21.23.01.jpg
2012-06-15 21.23.01.jpg (713.71 KiB) Skoðað 1095 sinnum

Re: Tengja 4 pin viftur í 3 pin stýringu.

Sent: Fös 15. Jún 2012 21:33
af KermitTheFrog
Ef þú kemur þessu saman og getur tengt þetta, þá já.

Re: Tengja 4 pin viftur í 3 pin stýringu.

Sent: Fös 15. Jún 2012 21:34
af Frost
KermitTheFrog skrifaði:Ef þú kemur þessu saman og getur tengt þetta, þá já.


Snilld þá ætti þetta allt að ganga!

*EDIT*

Þetta virkaði, var orðinn voða pirraður því ég hélt að þetta myndi ekki virka en svo bara virkaði þetta.