Sennheiser RS-120 mod

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Sennheiser RS-120 mod

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 31. Maí 2012 23:35

Ég fékk RS-120 í gjöf fyrir svona hálfu ári eða svo.

Hef notað þau bara af og til síðan þar sem þau eru opin og detta auðveldlega af hausnum á mér.

Datt í hug að taka púðana af gömlum HD-202 heyrnartólum sem ég á með dauðan vinstri driver og "moddaði" þá á RS-120 heyrnarólin og gerði þau þannig að þau eru vel nothæf núna. Myndir fylgja.

http://imgur.com/a/QbZme#0

- Ég byrjaði að smella eyrunum af og fjarlægja foampúðana af RS-120.
- Tók svo púðana af HD-202 og festi þá með cable-ties við plastgaurinn af RS-120. Fannst það mun snyrtilegra en lím.
- Smellti því svo á heyrnartólin og viti menn, mun betra. Kem til með að geta notað þau mun meira :)

ATH alls ekki gert með útlitið í huga, aðeins notagildi.