Síða 1 af 1
Hvað á að kaupa?
Sent: Sun 18. Júl 2004 22:04
af sjarmi
Jæja strákar.. þá er komið að ykkur sem eruð klárir í að overclocka. Ég ætla að kaupa mér hluti til að setja saman tölvu og vantar upplýsingar um drauma hardware-ið ykkar til að búa til öfluga vél. Þ.e. stærð á örgjörva, minni og því sem til þarf. Ég veit að þetta kostar slatta en það er kúl. Feel free to express yourselfs.
Sent: Sun 18. Júl 2004 22:48
af Steini
Ha, ert þú að fara að kaupa eða eigum við að segja draumavélina okkar eða whoot, ef þú ert að fara að kaupa hvað áttu mikinn pening?
Annars yrði það -
Amd 64 fx-53
gott asus eða abit móðurborð
radeon x800xt
2x 512 mb ocz eða corsair pc4000 minni
vapochill ls og eitthvað skemmtilegt í viðbót
Sent: Mán 19. Júl 2004 00:05
af Arnar
Hehe, steini.
Þessi tölva sem þú nefndir, frekar lík uppfærslu minni
Fæ FX-53, ASUS A8V og X800 Pro vivo í þessari viku.
Panta svo 1gb OCZ 3700EB, veit ekki hvenær ég fæ það.
Mun modda þetta skjákort upp í XT, ekkert vandamál þar.
Fæ svo 6800 Ultra í ágúst.
Svo eiga að fara koma góð móðurborð frá MSI og DFI, vonandi fleirum, með nf3 kubbasetti fyrir s939 þá.
Í ágúst.
Ég mun skoða þau.
Sent: Mán 19. Júl 2004 03:54
af Steini
Já það er nokkuð til í því, en ha ætlaru að fá þér x800 og fx6800???
"Fæ FX-53, ASUS A8V og X800 Pro vivo í þessari viku. "
Sent: Mán 19. Júl 2004 06:56
af Arnar
Fæ ekki 6800 Ultra fyrr en eftir mánuð, svo mikil seinkun á því.
Tek X800 til að leika mér þangað til
Sent: Mán 19. Júl 2004 07:04
af machinehead
Arnar skrifaði:Fæ ekki 6800 Ultra fyrr en eftir mánuð, svo mikil seinkun á því.
Tek X800 til að leika mér þangað til
Og hvað ætlaru svo að gera við X800 kortið?... ætlaru að vera með það í einhverri annari tölvu eða?
Sent: Mán 19. Júl 2004 07:56
af Predator
Var að spá ætla að fá mér Geforce 6800 non-ultra og á síðuni sem ég kaupi það stendur að þetta kort sé bara með 12-pipelines. Haldiði að hægt verði að softmodda það? Ég er búinn að leita á google og þar er bara talað um mod á ati kortum.
Sent: Mán 19. Júl 2004 16:28
af Arnar
Ég mun alveg eflaust selja það.
Sent: Mán 19. Júl 2004 16:36
af Predator
Arnar hvar vinnuru?? Alltaf að kaupa þér það besta á markaðnum.
Sent: Þri 20. Júl 2004 09:14
af gnarr
6800 nun ultra er bara 12 pipelines.
Sent: Þri 20. Júl 2004 12:30
af Predator
Ég veit. Var líka að spurja hvort eitthver vissi hvort það yrði hægt að softmodda það í 16-piplines.
Sent: Þri 20. Júl 2004 12:41
af gnarr
ég stórlega efast um það. en það er séns að þeir fari sömu leið á einhverjum kortum og ati og setji 16 pipeline kubb með 12 pipeline bios.
Sent: Þri 20. Júl 2004 16:04
af Holy Smoke
Að öllum líkindum verður 6800 non-ultra nýr kubbur innan skamms (NV41), s.s. bara hannður með 12 pípur. En það eru náttúrlega bara góðar fréttir, því þá verða kannski líka seld hægvirkari kort sem verður hægt að oc'a í venjuleg non-ultra.
http://www.theinquirer.net/?article=17159
Þá er bara að vona...
Sent: Þri 20. Júl 2004 16:49
af Predator
Ætti ég ekki að geta bara náð í 6800GT bios og þá koma þessi 4pipelines í viðbót? Mitt kort er með NV40 kubb. Fæ það reyndar ekki fyrr en 2. ágúst.
Sent: Fös 23. Júl 2004 23:15
af Cicero
Tekur Geforce 6800 kortið ekki 100w ?
Sent: Fös 23. Júl 2004 23:38
af Predator
Sá á eitthveri heimasíðu að það tæki 105W ég er hvort eð er að fara fá mér nýjan kassa með 480W PSU.
Sent: Fös 20. Ágú 2004 01:49
af Takai
Ok Arnar áttu skítnóg af pening eða??
Kaupa x800 pro vivo ... nema að þú sért að fá það á sérdeal er það ábyggilega í kringum 50 þús og kaupa þér svo 70 þús króna kort??
Nema að þú sért að kaupa þessi kort á einhverjum súperfyrirtækjadeal eða mjög ódýrt utanfrá þá hlýturu að eiga slatta af money eða bara ekkert að pæla í hvað þú eyðir þeim.