Síða 1 af 1

HD5850 viftu MOD

Sent: Mið 16. Maí 2012 23:53
af Storm
Sælir vaktarar!

Eftir 4 ára notkun á GTX9800+ hef ég ákveðið að uppfæra skjákortið í ár og hef ég verið að bíða eftir GTX660, en þar sem Diablo III var að koma út og Battlefield 3 orðinn þreytandi í "low" stillingum þá ákvað ég að framkvæma eina mini uppfærslu til þess að tappa af uppfærslufíkninni.

Ég fjárfesti í eitt stk notað HD5850 sem virkar mjög vel fyrir utan smá kurri í kæliviftunni, það kurr reyndist líkara gamalli dísilvél og fyrir mér var hávaðinn óþolandi enda tölvan inni í svefnherbergi.

Eftir smá leit þá komst ég að því að lagerstaða/úrval á íslandi af skjákortskælingum er léleg og þar að auki eru verðin á þeim sem ég fann ekkert svo freistandi heldur.

En ég lét ekki deigan síga og á endanum ákvað ég að rífa plastrhlífina af og festa nýrri viftu ofan á heatsinkið.

Viftan sem varð fyrir valinu heitir Noctua NF-R8, 80mm vifta með þremur hraðaþrepum:

Mynd
Byrjað var á því að rífa kælinguna alveg af og skipt um kælikrem, original viftan tekin úr sambandi.

Mynd
Kælingin á kortinu án plasthlífar.

Mynd
Ég þurfti að beygja endana á álþynnunum uppávið svo viftan gæti blásið almennilega inn í kortið

Mynd
Hér er ég búinn að beygja upp álið eins beint og ég gat.

Mynd
Næst var kortið rækilega hreinsað með loftpressu til þess að blása burt allar agnir af áli sem idduðust upp við brasið, viftunni komið fyrir þar sem ég vildi hafa hana.

Mynd
Ég ákvað að festa niður viftuna með "zip-ties" og reyndist það vera mjög góð lausn.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Endarnir klipptir af plast festingunum.


Þar næst var kortið álagsprufað með FurMark hugbúnaðinum og fékk ég út eftirtaldnar tölur:

37°C idle, 66°C max með viftuna beintengda í móðurborð. Viftan snýst 1800rpm en hljóðið í viftunni á þessari stillingu fannst mér vera of hátt.

Ég smellti á "L.N.A" eða "Low noise adapter" snúrustubb sem fylgdi með viftunni og það keyrði hana niður í 1300rpm en viftan er mun hljóðlátari á þessari stillingu.

Við það hækkaði hitinn í FurMark upp í 79°C og tel ég það vera ásættanlegt þar sem stock kælingin fer hæst upp í 74°C


Mynd

Yfir heildina litið er ég mjög ánægður með útkomuna þar sem viftan kostaði mun minna heldur en aftermarket kælilausn og vinnan kostaði mig ekki neitt. Ég geri mig grein fyrir því að kortið myndi eflaust verða enn kaldara með aftermarket kælingu en hljóðlátara verður það varla :) (amk undir álagi)

***Það þarf varla að nefna það að svona æfingar rifta ábyrgðir en hún var þegar runnin út þegar ég byrjaði á þessu***

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 01:23
af Gunnar
næs, sniðugt!

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 02:46
af Jon1
bwahahha eins og í modið á gamla gefoce 6600 kortið mitt :D manstu eftir því ? vorum að reyna að ná að spila cod4 mw

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 02:52
af Hvati
Frekar nett :D

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 14:08
af Baldurmar
Hvað eru notuð 5850 að fara á í dag ?

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 14:27
af littli-Jake
ekkert vesen að koma kortinu í rauf með zip tie þarna undir?

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 18:27
af Storm
nop ekkert vesen, raufin fer hærra upp en pci-e16 raufin

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 18:31
af worghal
eins ljótt og þetta er, þá er þetta nokkuð nett xD

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 18:36
af AciD_RaiN
worghal skrifaði:eins ljótt og þetta er, þá er þetta nokkuð nett xD

Loksins einhver sem þorði að segja það sem ég var að hugsa :baby

Re: HD5850 viftu MOD

Sent: Fim 17. Maí 2012 19:33
af Storm
þetta er meira reddun (skítmix) heldur en mod tbh :D vildi bara hafa þráð sem ég gat linkað í fyrir vini mína :P fínt líka fyrir fólk sem lendir í að vifta fari eftir ábyrgðartíma, kortið er ekkert ónýtt bara redda þessu! :D