playman skrifaði:þetta poppaði allt í einu hjá mér og mér langaði að vita hverninn þetta væri með
hita á örgjörva og hvaða áhrif hann hefur á örgjörvan.
En ég er aðallega að spá t.d. hver er munurinn á 38°c og 42°c
4°c hljómar ekki mikið, en hvað "slappast" örrin mikið við þetta?
Þú missir nákvæmlega 2320klst af endingu örgjörvans við 100% notkun...
Nei, það er ómögulegt að segja, auk þess sem yfirleitt eru miklar og tíðar hitasveiflur verri fyrir örgjörvann heldur en stanslaust hitastig í hærri kanntinum.
Það er ein af ástæðunum fyrir því að viftustillingar á móðurborði bjóða oft upp á "target temperature" frekar heldur en nákvæman viftuhraða í snúningum eða hlutfalli af hámarkshraða.
Varðandi afkastagetu að þá, líkt og Daz benti á, þá helst hitastig og afkastageta ekki í hendur nema við förum út í mjög fræðilega hugsun og ómælanlegan mun, þ.e. vegna hitaþenslu fara rafboðin að berast hægar og þar með getur klukkutíðni ekki verið jafn há því ekki er tryggt að síðustu útreikningar einnar lotu klárist áður en fyrstu útreikningar annarar lotu verða o.s.frv.
Hins vegar þá bregst móðurborðið stundum við of miklum hita með því að lækka hraðann á örgjörvanum til að lækka hitastigið og þar með verða afköstin minni, en þetta er aðeins gert í þeirri von að bjarga íhlutum frá skemmdum og á því aðeins við þegar örgjörvinn er kominn yfir hættumörk.