Síða 1 af 2
Að yfirklukka AMD XP2800+?
Sent: Lau 03. Júl 2004 14:50
af ErectuZ
Sko. Ég er að fara að fá mér Radeon x800pro skjákort en ég er með þennan örgjörva sem sást í titlinum. Til að hann haldi ekki öllum krafti úr skjákortinu ætla ég að reyna að yfirklukka örran í svona, ja 3000+. Kannski 3200+ ef ég kemst það langt
. En með móðurborðinu fylgdi eitthvað EasyTune 4 of fylgir mynd af þessi sniðuga tóli. Með þessu forriti get ég yfirklukkað mjög auðveldlega. Ég er með þetta CPUidle og með það í gangi er örrinn í 40-45°C í idle. En án CPUidle er hann í 58-60°Idle. Hann getur farið alveg upp í 67°C í load. Hvaða viftu (hef ekki efni á vatskælingu) ætti ég að kaupa mér til að lækka hitann, og þar með geta yfirklukkað?
Sent: Lau 03. Júl 2004 15:08
af elv
Til að klukka eitthvað að viti þarftu að ná hitanum niður.
Þetta er besta HS sem þú getur fengið hér á landi
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=586 og með góðri viftu ertu að ná svipaðri kælingu og með vatni( en ert þá nátturulega með meiri hávaða
)
Sent: Lau 03. Júl 2004 15:13
af ErectuZ
Mér er reyndar sama um hávaða, en geturu mælt með einhverju aðeins ódýrara? Sko, eftir skjákortskaupin verð ég alveg skítblankur
Svo önnur spurning. Hvað þarf ég að klukka örrann mikið ef ég ætla að fá hann upp í 3000+? Stóru tölurnar á EasyTune er sko hvað hann er að runna á. Hvað þarf ég að koma þeim upp í mikið?
Sent: Lau 03. Júl 2004 15:24
af elv
http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=456 en kælir ekki jafn vel samt fín og hljóðlát
CPU: 2.16 GHz
Type: XP 3000 Barton Core
Sent: Lau 03. Júl 2004 15:31
af ErectuZ
ok. Takk. Svo ef ég þori og verð ríkur einhvern daginn, þá kannski bara reyni ég að koma honum upp í 3400+
Edit: Mig vantar reyndar örraviftu sem passar í sökkul A...
Sent: Lau 03. Júl 2004 17:39
af machinehead
Djöfull er þetta nett forrit!, virkar þetta á öll móðurborð, hefði ekkert á móti því að yfirklukka P4 2.8 örrann minn, p.s. hvar er hægt að nálgast þetta forrit
Sent: Lau 03. Júl 2004 18:02
af ErectuZ
Þetta fylgdi móðurborðinu mínu. Linkur á það
http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=219
Ég held að þetta fylgi með flestum Gigabyte borðum. ég er ekki viss, samt.
Sent: Lau 03. Júl 2004 22:00
af gnarr
þetta virkar bara með ákveðnum gigabyte móðurborðum. þetta er svipað abit eq.
Sent: Lau 03. Júl 2004 22:08
af ErectuZ
Hvað haldið þið að ég myndi þurfa að koma örranum mínum upp í til að hann væri ekki að halda neitt aftur úr skjákortinu? hehe...
Sent: Lau 03. Júl 2004 22:16
af gnarr
það er nánast ómögulegt að segja. ætli það sé ekki svona 3GHz á amd XP örgjörvum og um 4 á P4. annars myndi það áreiðanlega performa betur á 5GHz vél en 4GHz og betur á 6GHz heldur en 5GHz.
Sent: Mán 05. Júl 2004 01:58
af machinehead
gnarr skrifaði:þetta virkar bara með ákveðnum gigabyte móðurborðum. þetta er svipað abit eq.
hvar get ég fengið svona fyrir Abit
Sent: Mán 05. Júl 2004 02:25
af fallen
Er abiteq ekki forrit sem monitorar hita, vcore, volt og þessháttar ?
Annars er best að oc'a bara í bios.
Sent: Mán 05. Júl 2004 03:33
af machinehead
Ég kann bara ekkert að oc-a í bios
Sent: Mán 05. Júl 2004 10:42
af Pectorian
Það ætti að vera fínt að keyra þetta á 3000 til að byrja með.
Abit borðið mitt er læst í bios þannig að ég er bara með 166 og 200 fsb sem ég get valið um, þannig að ég verð að reyna þetta forrit þarna.
Sent: Þri 06. Júl 2004 23:30
af ErectuZ
OK. Til að fá þetta alveg á hreint, hve mikið gæti ég hugsanlega komið þessu upp í?:
móðurborð:
http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=219
CPU:
http://www.computer.is/vorur/2401
Hitinn er venjulega í um 58-60° í idle og getur komist alveg upp í 65° í load... Hverju væri ráðlegast að byrja á?
Edit: Þá er ég að meina, koma þessu upp í án þess að þetta bráðni eða eyðileggist...
Edit: Og hvað gerir þetta? Sem bent er á á myndinni...
Sent: Mið 07. Júl 2004 02:23
af fallen
Þetta er agp speed, alltaf að læsa agp/pci áðuren þú overclockar :>
Sent: Mið 07. Júl 2004 07:26
af gnarr
ATH! passaðu að þetta sé ekki að hækka neitt, það væri ekki beint gaman að grill anýja x800 kortið...
Sent: Mið 07. Júl 2004 09:15
af Stutturdreki
Rainmaker skrifaði:Og hvað gerir þetta? Sem bent er á á myndinni...
gnarr skrifaði:ATH! passaðu að þetta sé ekki að hækka neitt, það væri ekki beint gaman að grill anýja x800 kortið...
Þetta breytir tíðni PCI, AGP og DRAM brautanna, DRAM er minnis brautin (að ég held).
Ef þú ætlar að fikta í DRAM tíðninni þá skalltu breyta 'linear' í 'async'. Á "linear" stillingunni hækkar/lækkar allt jafnt en á "async" breytirðu hverju gildi fyrir sig. PCI og AGP eru best geymd á 33/66.. Athugaðu að DRAM tíðnin og FSB tíðnin eru ekki það sama. Sennilega best að fikta ekkert í þessu nema þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að gera (á reyndar við allt fikt
)
Btw.. farðu svo í settings flipan ('s' -ið fyrir neðan takkann þar sem þú ýtir til að sja fanspeed og hita) og stilltu warning level fyrir vifturnar þínar í 1000..
Btw.. atl-printscrn tekur screen shot af active window.. ekki öllu desktopinu þínu
Sent: Mið 07. Júl 2004 09:51
af ErectuZ
Ég notaði alt-PrtScrn. En gluginn er bara settur upp þannig að þetta kemur út svona
En hvernig læsi ég þessu, þá? Ég veit að það á örugglega að gera það í BIOS'num, en hvernig? Takk takk fyrir góð svör, annars
Sent: Mið 07. Júl 2004 10:30
af gnarr
"PCI/AGP lock: on" þykir mér líklegast
Sent: Mið 07. Júl 2004 15:18
af ErectuZ
gnarr skrifaði:"PCI/AGP lock: on" þykir mér líklegast
Ekkert þannig í BIOS'num. Ég leitaði alls staðar en fann þetta ekki. Ekki heldur neitt annað sem tengdist lock...
Sent: Mið 07. Júl 2004 16:10
af gnarr
þá ertu líklegast bara alsekki með agp/pci lock. það er mög algengt með amd móðurborð. þú gætir annars prufað að reyna að aflæsa örgjörfanum ef hann er nógu gamall.
Sent: Mið 07. Júl 2004 18:34
af ErectuZ
En ætti ég þá bara að prufa að yfirklukka hann núna? Engin hætta á að PCI/AGP'ið stútist ef ég er ekkert að fikta sérstaklega í því?
Sent: Fim 08. Júl 2004 18:41
af SkaveN
Nei ég myndi ekki byrja að overclocka fyr en APG og PCI eru læst..
Alltaf hægt að festa APG og PCI í 66/33mhz
Sent: Fös 09. Júl 2004 11:08
af Steini
Fyrst þegar ég ætlaði að oc þá kunni ég ekki að læsa agp/pci og hækkaði um einhver fsb og þá kom það strax í 68/35 eða eitthvað svipað þannig að ég veit ekki..