Síða 1 af 1

Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:09
af BjarkiB
Sælir,

Vitið um eitthverja leið til að laga ticking hljóð í viftu? Þetta hljóð kemur beint úr viftunni, enginn snúra sem snertir. Hljóðið er í svona 70% tilvika en stundum er hún allveg hljóð.

-Bjarki

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:20
af Joi_BASSi!
er hún nóguvel fest

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:20
af mundivalur
ætli það sé nú ekki bara best að skipta henni út :D hægt að fá ódýrar viftur á þessum stað!

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:21
af BjarkiB
mundivalur skrifaði:ætli það sé nú ekki bara best að skipta henni út :D hægt að fá ódýrar viftur á þessum stað!


Var einmitt að kaupa þessu viftu hér á vaktinni. Keypti tvær, ein virkar vel og heyrist ekkert í henni.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:25
af BjarkiB
Joi_BASSi! skrifaði:er hún nóguvel fest


Hún er nógu vel fest.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:31
af Plushy
Er að lenda í einhverju svipuðu, nenni ekki að kaupa nýja viftu.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:35
af Daz
Ef hún er notuð getur þetta bara verið slit. Getur prófa að lækka snúninginn á henni ef þú hefur einhverja viftustýringu eða annað viðnám.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:40
af BjarkiB
Daz skrifaði:Ef hún er notuð getur þetta bara verið slit. Getur prófa að lækka snúninginn á henni ef þú hefur einhverja viftustýringu eða annað viðnám.


Er ekki með neina viftustýringu.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 16:48
af Eiiki
BjarkiB skrifaði:
Daz skrifaði:Ef hún er notuð getur þetta bara verið slit. Getur prófa að lækka snúninginn á henni ef þú hefur einhverja viftustýringu eða annað viðnám.


Er ekki með neina viftustýringu.

Skella sér bara á eitt svona ;)
Mynd

Getur líka prufað að smyrja viftuna, fara samt varlega í það..

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 17:14
af vesley
Mjög líklegt að legan sé byrjuð að skemmast/þorna.

þ.e.a.s ef viftan er alveg föst og það er ekkert að rekast í hana.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 17:15
af BjarkiB
vesley skrifaði:Mjög líklegt að legan sé byrjuð að skemmast/þorna.

þ.e.a.s ef viftan er alveg föst og það er ekkert að rekast í hana.


Og er eitthvað hægt að gera í því?

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 17:16
af mundivalur
gætir alveg prufað að sprauta smá wd-40 á ætti að endast í einhvern tíma !

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 17:17
af vesley
BjarkiB skrifaði:
vesley skrifaði:Mjög líklegt að legan sé byrjuð að skemmast/þorna.

þ.e.a.s ef viftan er alveg föst og það er ekkert að rekast í hana.


Og er eitthvað hægt að gera í því?



Sumar legur er hægt að "smyrja" aftur en ég hef ekki einu sinni nennt að pæla í því með mínar viftur. Nýjar viftur eru nú ekkert svo dýrar.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 17:28
af Tbot
WD 40 er ekki smurefni, það er fínt að nota það á fasta/ryðgaða hluti. Annars eyðileggur það feiti sem er fyrir.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 17:30
af Klaufi
mundivalur skrifaði:gætir alveg prufað að sprauta smá wd-40 á ætti að endast í einhvern tíma !


WD40 leysir upp olíu/feiti og þornar svo á endanum..

*Edit*
Of seinn ;)

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Þri 24. Jan 2012 17:38
af BjarkiB
Tók viftuna bara úr kassanum, var orðið virkilega þreytandi að hlusta á þetta. Takk fyrir svörin.

Re: Laga hljóð í viftu

Sent: Fös 24. Feb 2012 23:25
af Örn ingi
Ef þú átt koppafeitissprautu þá er hægt að fá nál framan á hana (notast vanalega til þess að smyrja lokaða liði á drifsköftum) gætir reynt að nota svoleiðis og smeigja örlítilli feiti inn á milli ef það er nóg pláss....enn ef þú átt sprautuna/nálina/feitina ekki fyrir kemur þetta engan veginn til með að borga sig á móti kaupum á nýrri viftu :)