Síða 1 af 1

Flottur og góður kassi?

Sent: Mið 23. Jún 2004 01:30
af ErectuZ
Ég tékkaði á "Kaup á nýjum kassa" þráðinn en fann þar ekki það sem ég var að leita að. En ég er að p´æla í nýjum kassa. Er ekki alveg að fíla þennan sem ég er með núna. En það sem mig vantar: Flottur í útliti (helst Silfur/Svartur), Ekki dragon-stærð (Þarf að vera auðvelt að færa og vera léttur), Helst vera með svona fyrir þar sem geisladrifin fara úr (Er með tvö hvít og það fer ekki vel við Silfur/Svart), Helst kosta 15þús og undir (staurblankur :P), og síðast en ekki síst, mjög gott loftflæði! Þarf ekki endilega að vera með glugga á hlið, en samt er ég ekkert á móti því. En ef það er gluggi á hlið, þá vil ég helst hafa viftu á glugganum. Ó, og ég á Aflgjafa, þannig að hann er ekki þarfur, en hann má vera. Ég var að pæla í þessum: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... cts_id=212
Einhver reynsla af honum?

Edit: Eða þennan? http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=859

En annað edit: Ætli það sé hægt að fá þennan án Aflgjafa? Og hvað ætli hann kosti, þá? http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... n%20Silver

Ætti kannski að hætta að gera edit: eða þessi? http://www.computer.is/vorur/4434

Ok. Síðasta edit! Lofa!!: Dálítið mikið að pæla í þessum. En ódýra verðið er að láta mig fá efasemdir... En hann er flottur http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... X%20Deamon

Sent: Mið 23. Jún 2004 02:21
af eeh
Kíktu hér, gott veð hjá þeim !http://www.tolvuland.com

Sent: Mið 23. Jún 2004 02:28
af ErectuZ
Heyrðu! Þessari síðu vissi ég ekki af! Hehe, þetta er bara ágætt....

Sent: Mið 23. Jún 2004 15:02
af Sveinn
Antec Sonata kassinn hefur dugað mér.
* Hann er svartur
* Hann er ekki með glugga á hlið
* Hann er með hurð framan á og þú getur læst hurðinni
* Þú getur læst hliðarhurðinni
* Mig minnir að það eru 5 hólf fyrir harða diska
* Hann fæst í boðeind(veit ekki um aðra staði) og fylgir aflgjafi með, en fyrst þú átt þegar aflgjafa þá geturu örugglega sleppt honum og kanski fengið hann á minna, en annars kostar hann 16.900 Kr., aðeins yfir 15000 kallinn en það getur ekki skipt miklu máli.

Klikkaðu hér til að fara á heimasíðuna

Sent: Mið 23. Jún 2004 18:26
af ErectuZ
Væri fínt að fá mynd, sko...

Sent: Mið 23. Jún 2004 18:38
af Snorrmund

Sent: Mið 23. Jún 2004 21:32
af Cicero
mér finnst demon kassinn hjá tölvuvirkni rosalega ófríður..
en thermaltake kassinn þarna er mjög góður og gott loftflæði inn í honum

Sent: Mið 23. Jún 2004 21:39
af OverClocker
Hvað með þennan? Mynd

Sent: Mið 23. Jún 2004 21:44
af fallen
Correct me if I'm wrong, en þú sagðir "flottur".

Sent: Mið 23. Jún 2004 21:48
af ErectuZ
ég ernú bara ekkert svaka ríkur sko. Ég er helst að leita að kassa sem er flottur, gott loftflæði *og* kostar helst um 10þús kall... Af því var ég að pæla í Deamon kassanum. Mér finnst hann kannski flottur, en ekki endilega þið...

Sent: Mið 23. Jún 2004 22:07
af ErectuZ
En þessi Xaser Lanfire hjá tölvuvirkni...ég er mjöööög að pæla í honum, já. Ef´þið finnið hann einhver staðar á betra verði, kláta mig vita. Þetta er fínt verð, en bara svona til að vera cheap...;)

Sent: Mið 23. Jún 2004 22:10
af Pandemic
Það er sko virkilega ljótur kassi að mínu mati

Sent: Mið 23. Jún 2004 22:19
af ErectuZ
Pandemic skrifaði:Það er sko virkilega ljótur kassi að mínu mati


Deamon kassinn eða Xaser kassinn?

Sent: Mið 23. Jún 2004 22:22
af Steini
Ef þér líst vel á demon kassann kauptu hann þá bara (fólk hefur mismunandi hugmyndir um hvaða kassar séu ljótir eða flottir) ég hef að minnsta kosti ekki heyrt neitt slæmt um hann...

Sent: Mið 23. Jún 2004 22:30
af ErectuZ
Er núna að pæla í Xaser LanFire, Steini :P. En veit einhver hvort þessir LCD panelar og allt það fylgir með?

Sent: Mið 23. Jún 2004 22:45
af Pandemic
er að tala um þenna Xaser LanFire

Sent: Fim 24. Jún 2004 00:36
af Steini
Ég held það en já sumum finnst þetta ljótur kassi en mér finnst hann alveg fínn, líka gott loftflæði í honum og mjög léttur

Sent: Fim 24. Jún 2004 11:58
af Stebbi_Johannsson
mér finnst að kaup á kassa séu bara spurning um hvað manni finnst flott. Það eru alltaf einhverjir sem segja "þetta er ömurlegur kassi marr!" bara spurning um hvað manni finnst. :roll:

Sent: Fim 24. Jún 2004 12:09
af ErectuZ
O jæja. En segið mér. Er hægt að fitta Q-Tec spennugjafa á þennan Xaser kassa? Honum fylgir nefnilega ekki spennugjafi. Og líka, hve mörg wött haldið þið að það bætist við með hve stórann spennugjafa ég þarf, með alla þessa LCD skjái, flashing fireball og svona á Xaserinum? Ég er með 350w spennugjafa núna og hann virkar fínt á ó-modduðum kassa. Og eitt annað, hvenær haldið þið að þeir fái fleiri Xaser kassa? Hann er uppseldur :?

Sent: Fim 24. Jún 2004 13:20
af zream
Ég er með lanfire kassan og bara 350w psu , það er alveg nóg fyrir mig.
Hann er fínn og ég keypti hann því það er mjög létt að bera hann (er svo léttur). Fínn kassi að mínu mati

Sent: Fös 25. Jún 2004 02:21
af eeh
Sælir það er rétt að maður á að fá sér kassa sem mani fynst flottur og ekki fara eftir öðrum,en samt er gott að fá smá ráð með það og hugmyndir svosem loftflæðið á þeim.
Ég er að fá mér nýjan kassa og ætla að fá mer þenna kassa af því eg er með hann í stofuni og vill hafa han stílhreinan og flotta verð er ekki spurning hjá mér !

Mynd af honum:
Wave Master

Sent: Fös 25. Jún 2004 09:21
af Predator
Ef þér finnst kassinn flottur áttu að fá þér hann! Mér persónulega finnst ekkert að þessum kassa.

Sent: Fös 25. Jún 2004 12:03
af ErectuZ
Ég ærla líka að fá mér LanFire kassann af því að hann er léttur og gott loftflæði :) Svo er hann líka með svona LCD panelasem sýna hita o.s.frv þannig að þá þarf ég ekki að fara úr leikjum og forritum til að tékka með hita :roll:

Sent: Fös 25. Jún 2004 15:26
af eeh
Rainmaker skrifaði:Ég ærla líka að fá mér LanFire kassann af því að hann er léttur og gott loftflæði :) Svo er hann líka með svona LCD panelasem sýna hita o.s.frv þannig að þá þarf ég ekki að fara úr leikjum og forritum til að tékka með hita :roll:


Ef panel er ekki fyrir hend sem sýnir hita og viftu hraða fær maður sér svona og verður væntanlegt hingað fljótlega og verð á því er 4 til 5 þúsund?

Mynd:
THERMAL CENTER TC-02S

þetta er flot tæki!

Sent: Fös 25. Jún 2004 15:34
af ErectuZ
Ég sendi tölvupóst á Tölvuvirkni og spurði hvort þessir panelar fylgja, og viti menn! Þeir fylgja kassanum :D