Síða 1 af 1

Hávaði í hörðu disknum?

Sent: Sun 09. Mar 2003 21:22
af glas
Sælt veri fólkið, mér finnst hávaðinn í hörðu disknum mínum vera óvenjulega mikill ég er með western digital einn 80 gb og einn 120 gb og hávaðinn er meiri en í viftunum. Er þetta eðlilegt? kunniði ráð til að lækka hljóðið í þeim? :twisted:

Sent: Sun 09. Mar 2003 21:36
af kiddi
Er þessi 80GB Western Digital? ;) Prófaðu að taka hann úr sambandi og láta 120GB rúlla áfram... ég hef mjög slæma reynslu af 80GB WD diskum (hátíðnisuð í þeim), en annars er engin leið að lækka hávaðann í þeim, nema skipta þeim út. =)

Sent: Sun 09. Mar 2003 21:46
af glas
já þetta er Western digital. Tja alveg sama hljóðið í þeim báðum en get samt ekki sagt að það sé hátíþni hljóð en þeir eru langt frá því að vera silent eins og ég myndi vilja

Sent: Sun 09. Mar 2003 23:52
af Asgeir
hávaðinn i þeim er slatti mikill, samt ekkert miða við gamla diska þannig að ég myndi bara lifa með þessu :)

Sent: Mið 12. Mar 2003 10:04
af Fart
ég veit alveg hvað þú ert að tala um, það er óvenju mikill hávaði í diskunum mínum, hátíðnivæl. í raun eina hljóðið sem kemur úr kassanum mínum.

Sent: Mið 12. Mar 2003 10:05
af Fart
ps. er með 2x wd 80gb, en já þeir eru miklu hljðlátari í vinnslu en t.d. IBM diskurinn sem ég átti.

Sent: Mið 12. Mar 2003 13:49
af glas
Maður verðu víst bara lifa við þetta :( en annars segja þeir sem hafa notað ibm diskana að þeir séu nánast hljóðlausir....

Sent: Mið 12. Mar 2003 18:59
af kemiztry
IBM diskar eru RUSL! :evil:

Sent: Mið 12. Mar 2003 21:01
af Voffinn
alltaf þetta skítkast á wd :?

Sent: Mið 12. Mar 2003 23:35
af glas
hvurs er ekki bara hægt að búa til hljóðláta WD diska :shock: :P

Sent: Fim 13. Mar 2003 00:16
af kemiztry
Minn 120gb WD er alveg þokkalega hljótlátur... allavegana heyrist ekki múkk í honum miðað við 40gb Maxtorinn minn sem er reyndar ári eldri eða svo :8)

Sent: Fim 13. Mar 2003 00:26
af Castrate
sama hér. 80gb diskurinn er bara á mute :P á meðan 40gb maxtorinn er með þessi rosa læti :?

Sent: Fim 13. Mar 2003 03:51
af galldur
ég sá einhverntíma svona tool til að stilla harða diskinn , það var reyndar fyrir Ibm veit ekki með WD.
Með því var hægt að minnka hávaðann en að sama skapi minnkaði performance í staðinn , kannski í lagi í server ?

HEIMSKAN ER HÁRLITUR

Sent: Fim 13. Mar 2003 13:48
af lakerol
:8) MÉR ÞÆTTI GAMANN AÐ SJÁ ÞETTA TÆKI EF ÞAÐ VÆRI TIL

Sent: Fim 13. Mar 2003 14:26
af kiddi
Intel Application Accelerator, og held ég IDE managerinn sem fylgir SiS chipsettum, geta stjórnað því hvort harðir diskar sem styðja Acoustic Management, séu stilltir á "Maximum Performance" "Minimum Acoustic Output" eða "Normal" mode...

Sent: Fim 13. Mar 2003 14:57
af MezzUp
Mig minnir að Fjuitsu hafi líka komið með sona "Acoustic control" í den.
Annars eru Seagate diskarnir að fá rosalega góða dóma sem hljóðlátir diskar en hinsvegar eru þeir að performenca soldið verr en aðrir.......

Sent: Fim 13. Mar 2003 16:59
af glas
hmmm ég er nú soddan nýliði en hvað í veröldinni er performance :P

Sent: Fim 13. Mar 2003 17:15
af MezzUp
Performance er bara hversu vel (tölvu)hluturinn er að standa sig í prófum. Þegar ég segi t.d. að hljóðlátu Seagate diskarnir hafi verið að performa verr en aðrir þýðir að þeir er ekki að standa sig jafnvel og aðrir harðir diskar.

Sent: Fim 13. Mar 2003 18:19
af galldur
eitthvað í þessa áttina á ibm (hitachi)

Feature Tool (v1.70)
Change the drive Automatic Acoustic Management settings to the:
Lowest acoustic emanation setting (Quiet Seek Mode), or
Maximum performance level (Normal Seek Mode)http://www.hgst.com/hdd/support/download.htm#diskmgr2k

Sent: Fim 13. Mar 2003 18:41
af glas
fer þetta ekkert illa með diskana? og virkar þetta á hvaða diska sem er? :roll:

Sent: Fim 13. Mar 2003 18:48
af MezzUp
Þetta fer varla illa með diskana ef að þeir eru gerðir fyrir þetta og þetta forrit er bara fyrir Deskstar og Travelstar diska frá Hitachi.

Sent: Fim 13. Mar 2003 22:23
af Voffinn
glas skrifaði:hmmm ég er nú soddan nýliði en hvað í veröldinni er performance :P

Orðabók....