Síða 1 af 1

Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 19:08
af Magneto
Sælir, var að kaupa mér Coolermaster 120mm kassaviftu með rauðu ljósi og Coolermaster 200mm viftu með rauðu ljósi... (er með Coolermaster HAF 912 Plus)
120mm fer á hliðina og 200mm fer á toppinn, vandamálið sem ég er hef er að ég veit ekki hvort að einhver þeirra á að láta loft koma inní kassann eða ekki :S
Á ég að láta eina viftuna blása inn í kassann eða bara að koma lofti út úr kassanum?

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 19:28
af einarhr
Þú lætur 120 mm viftuna á hliðinni blása inn í kassan og stóru viftuna uppi lætur þú blása út þar sem hitinn leytar upp.

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 19:29
af Magneto
ok snilld, takk kærlega fyrir :megasmile

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 21:20
af Magneto
eitt annað vandamál :S þegar ég set 120mm viftuna á hliðina á kassanum þá er hún rosalega hávær, samt á hún að vera mjög hljóðlát og hún er það þegar hún er ekki á hliðimmi!?!

þetta er svona vifta http://tl.is/vara/21299

p.s. er ekki í lagi að láta hliðarviftuna blása líka lofti ú í staðinn fyrir inn?

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 21:26
af Daz
Magneto skrifaði:eitt annað vandamál :S þegar ég set 120mm viftuna á hliðina á kassanum þá er hún rosalega hávær, samt á hún að vera mjög hljóðlát og hún er það þegar hún er ekki á hliðimmi!?!

þetta er svona vifta http://tl.is/vara/21299

p.s. er ekki í lagi að láta hliðarviftuna blása líka lofti ú í staðinn fyrir inn?


Miðað við TL síðuna er hún a maximum of 69CFM at 2000RPM s.s. 2000RPM, sem verður líklega aldrei hljóðlát vifta ef hún er að keyra á hámarkshraða. Þarft að koma henni niður í svona 900-1300 rpm til að hún verði hljóðlát. Einnig er líklega ekki hjálplegt að láta hana toga loftið út (s.s. blása út), en best væri fyrir þig að prófa það hreinlega. Láttu hana blása út, settu eitthvað öflugt benchmark í gang á bæði CPU og GPU, mældu hámarkshita. Endurtaka en láta viftuna núna blása inn.

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 21:50
af mundivalur
Þessar CM viftur eru nokkuð hljóðlátar,en þarft að ná þeim niður í 1300-1600rpm þá heyrist mjög lítið í þeim og best er að viftan blási inn á skjákortin og svoleiðis :D

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 21:53
af Magneto
ok, ég var að prófa PassMark overall test og það hitinn á GPU fór held ég aldrei yfir 56C... og viftan blæs útúr kassanum..

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 21:54
af Magneto
mundivalur skrifaði:Þessar CM viftur eru nokkuð hljóðlátar,en þarft að ná þeim niður í 1300-1600rpm þá heyrist mjög lítið í þeim og best er að viftan blási inn á skjákortin og svoleiðis :D


hvernig næ ég rpm niður? er ekki með viftustýringu :(

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 21:57
af Daz
Magneto skrifaði:ok, ég var að prófa PassMark overall test og það hitinn á GPU fór held ég aldrei yfir 56C...

Snúðu þá viftunni við og sjáðu muninn. Þarft líka að fylgjast með hinum hitastigunum (örgjörvi, chipset,diskar, annað). Væri líklega best að taka eitthvað almennilegt test, eins og Furmark á gpu og Prime á CPU.

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 22:18
af Magneto
prófaði aftur eftir að ég var búinn að snúa viftunni við og það voru mjög svipaðar niðurstöður...
er með viftuna tengda við aflgjafann, er hægt að lækka snúningshraðann á henni (er ekki með viftustýringu) ??

Re: Viftu vandamál..

Sent: Fös 11. Nóv 2011 22:27
af Daz
Magneto skrifaði:prófaði aftur eftir að ég var búinn að snúa viftunni við og það voru mjög svipaðar niðurstöður...
er með viftuna tengda við aflgjafann, er hægt að lækka snúningshraðann á henni (er ekki með viftustýringu) ??

Þú þarft að tengja hana við tengi sem veitir stýringu (móðurborðið?) eða viðnám/viftustýringu ef þú vilt lækka hraðann. Hægt að kaupa ódýrar einfaldar stýringar frá zalman í flestum tölvubúðum. (900 kall?)