Síða 1 af 1

Smá varðandi viftur..

Sent: Fim 27. Maí 2004 11:35
af Stutturdreki
Bara að spekúlera.. Hvort haldiði að sé betra að vera með viftur sem snúast á föstum hraða eða viftur sem eru með hitaskynjara?

Á eina Coolermaster viftu sem er með hitaskynjara sem mér finnst einhvern vegin ekki vera að virka alltof vel. Er ekki með neina aðra viftustýringar en er að spekúlera í að fá mér svoleiðis. Er þá ekki betra að vera með viftu sem snýst á föstum hraða?

Og þekkir einhver Tornado vifturnar? Þær eiga víst að blása vel en eru háværar.. hvernig virka þær með viftustýringu.. er mikill hávaði ef það er skúfaður niður snúningurinn á þeim?

Sent: Fim 27. Maí 2004 13:46
af Steini
Ertu að tala um örgjörvaviftu eða?

Sent: Fim 27. Maí 2004 14:11
af Stutturdreki
Kassaviftur..

Sent: Fim 27. Maí 2004 14:58
af fallen
Frekar myndi ég stela mér þotuhreyfli en að nota tornado

Sent: Fim 27. Maí 2004 19:39
af Sveinn
,,Tornado"... ég myndi ekki láta viftur heita tornado..

Sent: Fim 27. Maí 2004 19:41
af Steini
Það er ekkert verið að fela það hvað þær eru hávaðamiklar en eru noiseblocker í task ekki góðar og silent? eða hvaða kassaviftur á ég að kaupa? komast ekki alveg 2xkassaviftur i lítinn dragon

Sent: Fim 27. Maí 2004 19:47
af Stebbi_Johannsson
Noiseblocker, SilenX og SilentBlade eru skíturinn :wink:

Sent: Fim 27. Maí 2004 20:02
af Steini
ok þarf nefnilega að kaupa einhverjar fyrir frænda minn sem er með svona dragon með 300w psu eru það ekki 80mm viftur sem fara í hann?

Sent: Fim 27. Maí 2004 20:21
af Snorrmund
ættu að vera það.. eru það allavega á mínum kassa.

Sent: Fim 27. Maí 2004 21:13
af aRnor`
gætu vera 92mm

Sent: Fim 27. Maí 2004 23:26
af Steini
Finn það bara út sjálfur

Sent: Fös 28. Maí 2004 09:16
af Stutturdreki
Amk. í BX kassanum eru 80cm viftur að framan og aftan en 92cm viftur á hliðunum.. ef maður fyllir hann af vifturm það er að segja.