hellu, ég er ekki með nógu góða kælingu í tölvunni minni (54°C / 44°C með opinn kassann og borðviftu á hæsta styrk við hliðina á =]) og er með hryllilega háværa örgjörvaviftu sem er að gera alla geðveika heima hjá mér. þannig að ég er að spá í að slá tvær flugur í einu höggi og fá mér einhverja eðal viftu sem gefur sem besta kælingu.
peningar er ekki vandamál, nema ég ætla ekki að fá mér þarna ísskápinn í task =]
er einhver með hugmyndir?
og já eitt annað, er að spá í að fara að modda tölvuna, fá mér drasl af frozencpu.com, skera gat í tölvuna og setja plexígler, en hvernig plexígler á maður að fá sér og hvar? og hvernig sög ætti maður að nota í að skera tölvuna/glerið?
öll hjálp vel þegin =]
kæling o.fl.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 207
- Skráði sig: Fim 01. Apr 2004 15:42
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík, Ísland
- Staða: Ótengdur
Til að skera glugga á tölvuna er best að nota stingsög fyrir stóran og beinan (frekar) glugga en ef þú ætlar að gera "dúllerí" er best að nota Dremel eða álíka tól. Plexígler færðu í Akron og Plexiformi (ef þú ert í Reykjavík) , líka til að festa plexiglerið er gott að nota sílikon ef þú vilt engar skrúfur og svoleiðis dóteri.
Getur líklega fundið eitthvað um að spreyja kassa hér en best er að ég held er að nota sprey sem eru notuð á bíla getur fundið leiðbeiningar hvernig ætti að spreyja á netinu en ég læt eina fylgja sem ég fann.
Hér
Palli Plí.
Getur líklega fundið eitthvað um að spreyja kassa hér en best er að ég held er að nota sprey sem eru notuð á bíla getur fundið leiðbeiningar hvernig ætti að spreyja á netinu en ég læt eina fylgja sem ég fann.
Hér
Palli Plí.
-
- Staða: Ótengdur
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 358
- Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 22:36
- Reputation: 0
- Staðsetning: Grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Er eitthvað hægt að lana ef maður er með waterchill ? annars er ég með zalman cnps7000cu á p4 2.8 og hitinn hjá mér er í kringum 40°c idle, ég er bara með stillt á 60% hraða á viftunum útaf hávaða i nb-viftu annars er hann 38-40°, er einhver leið á að stilla nb viftuna vel niður(er á 5.6k rpm í 100%hraða) en að hafa 100% speed á cpu viftunni
-
- Staða: Ótengdur
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1701
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Sama hvað þú gerir, lokaðu kassanum! Ef kassinn er opinn er ekkert loftflæði í honum og örgjörvaviftan er bara að hræra í sama heita loftinu.
Viftan á bakhliðinni dregur loft að sér styðstu leið þannig að ef hún á að gera eitthvað gagn þarf styðsta leiðinn að liggja framhjá örgjörvanum.
Hávaðinn er hinsvegar mjög góð afskökun til að fá sér nýja viftu ..
Viftan á bakhliðinni dregur loft að sér styðstu leið þannig að ef hún á að gera eitthvað gagn þarf styðsta leiðinn að liggja framhjá örgjörvanum.
Hávaðinn er hinsvegar mjög góð afskökun til að fá sér nýja viftu ..