Hvernig ætti ég að endurnýja?
Sent: Þri 25. Maí 2004 16:36
Einhverjir ykkar hafa eflaust orðið varir við vel þróaðan húmor minn um vélbúnað að undanförnu, þar sem tölva mín kom við sögu. Nú leita ég hins vegar alvöru ráða, þar sem að sumarið er tími góðæris og velsemda. Ég hef íhugað að uppfæra tölvumál mín að einhverju leyti, en vegna vankunnáttu minnar í faginu leita ég eftir ykkar hjálpar. Núverandi vélbúnaður er eftirfarandi:
CPU: Intel P4 1.5 Ghz
Móðurborð: AOpen AX4BS (4x AGP)
Minni: 256 mb SDRAM
Skjákort: GeForce 5200 FX
Kassi: Eldri týpa (2 ára) af kassa fyrir heimilisvélar, s.s. bara ein vifta aftan á, fyrir powersupply
Kæling: Þetta er frekar amateur lítil kæling, stálplötur á örranum með einni coolmaster viftu fyrir örrann, og hún er fremur hávær myndi ég halda en reynsla mín er því lítil þar sem að ég hef aðeins átt þessa tölvu.
Hdd: Einn 40GB Western Digital diskur, sem gefur frá sér ógeðslega leiðinlegt hátíðni hljóð. Langt mesti hávaðavaldurinn í turninum.
Skjár: Compaq 17 tommu, og hann fer ekki hærra en 85hz held ég enda gamall og slappur, þyrfti að kaupa nýjan.
Þessi tölva varð 2 ára í loks mars/byrjun apríl. Ég hef lítið sem ekkert breytt henni, ég keypti mér aðeins GF FX5200 skjákortið á 10K í BT síðast liðinn vetur þegar maður lifði við mikinn fjárskort, enda breytti skjákortið litlu hvað ástand tölvunnar varðar. Harði diskurinn er oftast yfirfullur af dóti, svo hann á það til að vera uberslow cpu usage er mikið, og ég tala nú ekki um 256 SDRAM minnið. Þessi tölva er bara komin til ára sinna, þe. miðað við það sem ég vill nota hana í. EVE er spilanlegur í henni, þe. þegar ég er einn útí rassgati að mine-a, en ég hef prófað BF:Vietnam í henni, og hún höndlar það einfaldlega ekki þegar fjölmennt er á serverum Símnets, auk þess að það tekur hana aldir að opna leikinn og loada mappið.
Það er einfaldlega hægt að stimpla þessu tölvu drasl, þe. sem leikjatölvu, þótt hún gæti reynst ágæt fyrir hangs á huga og lestur á fréttavefum svo sem mbl.is. Ég vill þó nota tölvuna mína í margt annað, ma. í að spila nýjustu eða nýlegri vinsæla leiki með öflugum og góðum hætti, og því spyr ég ykkur, ætti ég að fara í einhverjar massífar uppfærslur á þessari tölvu, eins og að kaupa nýtt í hana með einhverjum hætti en halda þó í eitthvað. s.s. uppfæra, eða ætti ég að kaupa algjörlega nýja tölvu, frá grunni, og losa mig við þessa, og ef já hvernig mynduð þið ráðleggja mér að gera það hvort sem þið hallist að seinni eða fyrri tillögu minni?
fyrirfram þakkir,
Hallihg
CPU: Intel P4 1.5 Ghz
Móðurborð: AOpen AX4BS (4x AGP)
Minni: 256 mb SDRAM
Skjákort: GeForce 5200 FX
Kassi: Eldri týpa (2 ára) af kassa fyrir heimilisvélar, s.s. bara ein vifta aftan á, fyrir powersupply
Kæling: Þetta er frekar amateur lítil kæling, stálplötur á örranum með einni coolmaster viftu fyrir örrann, og hún er fremur hávær myndi ég halda en reynsla mín er því lítil þar sem að ég hef aðeins átt þessa tölvu.
Hdd: Einn 40GB Western Digital diskur, sem gefur frá sér ógeðslega leiðinlegt hátíðni hljóð. Langt mesti hávaðavaldurinn í turninum.
Skjár: Compaq 17 tommu, og hann fer ekki hærra en 85hz held ég enda gamall og slappur, þyrfti að kaupa nýjan.
Þessi tölva varð 2 ára í loks mars/byrjun apríl. Ég hef lítið sem ekkert breytt henni, ég keypti mér aðeins GF FX5200 skjákortið á 10K í BT síðast liðinn vetur þegar maður lifði við mikinn fjárskort, enda breytti skjákortið litlu hvað ástand tölvunnar varðar. Harði diskurinn er oftast yfirfullur af dóti, svo hann á það til að vera uberslow cpu usage er mikið, og ég tala nú ekki um 256 SDRAM minnið. Þessi tölva er bara komin til ára sinna, þe. miðað við það sem ég vill nota hana í. EVE er spilanlegur í henni, þe. þegar ég er einn útí rassgati að mine-a, en ég hef prófað BF:Vietnam í henni, og hún höndlar það einfaldlega ekki þegar fjölmennt er á serverum Símnets, auk þess að það tekur hana aldir að opna leikinn og loada mappið.
Það er einfaldlega hægt að stimpla þessu tölvu drasl, þe. sem leikjatölvu, þótt hún gæti reynst ágæt fyrir hangs á huga og lestur á fréttavefum svo sem mbl.is. Ég vill þó nota tölvuna mína í margt annað, ma. í að spila nýjustu eða nýlegri vinsæla leiki með öflugum og góðum hætti, og því spyr ég ykkur, ætti ég að fara í einhverjar massífar uppfærslur á þessari tölvu, eins og að kaupa nýtt í hana með einhverjum hætti en halda þó í eitthvað. s.s. uppfæra, eða ætti ég að kaupa algjörlega nýja tölvu, frá grunni, og losa mig við þessa, og ef já hvernig mynduð þið ráðleggja mér að gera það hvort sem þið hallist að seinni eða fyrri tillögu minni?
fyrirfram þakkir,
Hallihg