Síða 1 af 1

Hvernig ætti ég að endurnýja?

Sent: Þri 25. Maí 2004 16:36
af hallihg
Einhverjir ykkar hafa eflaust orðið varir við vel þróaðan húmor minn um vélbúnað að undanförnu, þar sem tölva mín kom við sögu. Nú leita ég hins vegar alvöru ráða, þar sem að sumarið er tími góðæris og velsemda. Ég hef íhugað að uppfæra tölvumál mín að einhverju leyti, en vegna vankunnáttu minnar í faginu leita ég eftir ykkar hjálpar. Núverandi vélbúnaður er eftirfarandi:

CPU: Intel P4 1.5 Ghz
Móðurborð: AOpen AX4BS (4x AGP)
Minni: 256 mb SDRAM
Skjákort: GeForce 5200 FX
Kassi: Eldri týpa (2 ára) af kassa fyrir heimilisvélar, s.s. bara ein vifta aftan á, fyrir powersupply
Kæling: Þetta er frekar amateur lítil kæling, stálplötur á örranum með einni coolmaster viftu fyrir örrann, og hún er fremur hávær myndi ég halda en reynsla mín er því lítil þar sem að ég hef aðeins átt þessa tölvu.
Hdd: Einn 40GB Western Digital diskur, sem gefur frá sér ógeðslega leiðinlegt hátíðni hljóð. Langt mesti hávaðavaldurinn í turninum.
Skjár: Compaq 17 tommu, og hann fer ekki hærra en 85hz held ég enda gamall og slappur, þyrfti að kaupa nýjan.

Þessi tölva varð 2 ára í loks mars/byrjun apríl. Ég hef lítið sem ekkert breytt henni, ég keypti mér aðeins GF FX5200 skjákortið á 10K í BT síðast liðinn vetur þegar maður lifði við mikinn fjárskort, enda breytti skjákortið litlu hvað ástand tölvunnar varðar. Harði diskurinn er oftast yfirfullur af dóti, svo hann á það til að vera uberslow cpu usage er mikið, og ég tala nú ekki um 256 SDRAM minnið. Þessi tölva er bara komin til ára sinna, þe. miðað við það sem ég vill nota hana í. EVE er spilanlegur í henni, þe. þegar ég er einn útí rassgati að mine-a, en ég hef prófað BF:Vietnam í henni, og hún höndlar það einfaldlega ekki þegar fjölmennt er á serverum Símnets, auk þess að það tekur hana aldir að opna leikinn og loada mappið.

Það er einfaldlega hægt að stimpla þessu tölvu drasl, þe. sem leikjatölvu, þótt hún gæti reynst ágæt fyrir hangs á huga og lestur á fréttavefum svo sem mbl.is. Ég vill þó nota tölvuna mína í margt annað, ma. í að spila nýjustu eða nýlegri vinsæla leiki með öflugum og góðum hætti, og því spyr ég ykkur, ætti ég að fara í einhverjar massífar uppfærslur á þessari tölvu, eins og að kaupa nýtt í hana með einhverjum hætti en halda þó í eitthvað. s.s. uppfæra, eða ætti ég að kaupa algjörlega nýja tölvu, frá grunni, og losa mig við þessa, og ef já hvernig mynduð þið ráðleggja mér að gera það hvort sem þið hallist að seinni eða fyrri tillögu minni?

fyrirfram þakkir,

Hallihg

Sent: Þri 25. Maí 2004 17:00
af elv
Þar sem þú vilt vera að spila nýjustu leikina er besta leiðn að kaupa þér nyja vél

Sent: Þri 25. Maí 2004 17:03
af hallihg
Elv, mér datt það að sjálfsögðu í hug, en þá spyr ég, hvernig ætti ég að fara að því, hvernig vél ætti ég að kaupa mér með hvernig vélbúnað? Það var tilgangur póstsins auk þess til að sjá mismunandi álit manna á mismunandi vélbúnað sem myndi skapa ágæta umræðu hérna, því eins og ég sagði þá er ég að íhuga að kaupa mér nýja tölvu, ég þarf bara smá guide hvað hentar mér best.

Sent: Þri 25. Maí 2004 17:08
af Steini
Eina spurningin er hvað ertu tilbúinn að eyða í nýja ?

Sent: Þri 25. Maí 2004 17:17
af elv
Best að byrja á því hvað miklu þú vilt eyða,cpu, móðurborð og skjákort geturðu valið eftir því.
Þetta er fínt fyrir peninginn http://www.att.is/product_info.php?cPat ... cts_id=757

CPU er bara smekkatriði en AMD 2500XP er hlægilega ódyr núna, getur fengið hann og gott móðurborð undir 18.00kr sem er ódyrara en lægsti P4 sem vaktin sýnir...en það býður ekki upp á miklar uppfærslur fyrir framtíðinna

Sent: Þri 25. Maí 2004 17:21
af hallihg
Steini max 100K væri fínt, en eins og ég sagði, ég hef enga reynslu af tölvukaupum, svo komiði bara með ykkar tillögur þótt það kosti eitthvað meira.

Sent: Þri 25. Maí 2004 18:19
af Steini
Hmm er það ekki bara eitthvað líkt þessu ? abit ai7 - p4 3.0 - þetta minni [/url]http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=828[url], radeon 9600xt256mb eða bíða eftir x800 og sjá hvað hin kortin lækka í verði, 160gb SATA samsung eða seagate hdd - og zalman cnps7000cu = 100.790kr

Sent: Þri 25. Maí 2004 18:36
af Guffi
ég sagði einn daginn við sjálfan mig:mig langar í nýja tölvu og arkaði niður í tölvuvirkini og sagði þeim að setja saman tölvu sem höndlar flesta leika á markaðnum ,mun nýtast mer vel og max 100k. næsta morgun :D . mjög fín tölva

Sent: Þri 25. Maí 2004 18:42
af fallen
ÞAÐ ER TÖLVA!(&)/$!/%)$/!%#!/%(=%()!$

Sent: Þri 25. Maí 2004 19:19
af hallihg
Ég fann þennan þráð http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=4154
Þarna hjálpar Gnarr kauða að setja saman tölvu sem mér lýst afar vel á og kostar 89K ca. Minn vandi er þó að mig vantar skjá sem gefur gott FPS og þolir amk 100 hz í 1024*768 upplausn. Auk þess má hann ekki vera of dýr, því þá verður kostnaðurinn of hár þegar tölvan sjálf kostar 89K, svo LCD skjáir koma ekki til greina enda rándýrir.

Sent: Þri 25. Maí 2004 19:29
af Pandemic
TÖLVA %"/&%(*Ekki við hæfi barna*

Sent: Þri 25. Maí 2004 19:50
af Steini
Það er nú hægt að sleppa einhverju þarna t.d fá sér p4 2.8 einn 512 kubb(getur bætt við seinna) jafnvel sleppa viftunni, fá þér 128mb kort, eða bara 120 gb hdd og þetta er 26000kr ódýrara allt saman þá getur þú fengið góðann skjá, ef ég man rétt var einhver að mæla með góðum skjá hérna um daginn á 30þús
[/url]

Sent: Þri 25. Maí 2004 19:54
af Steini
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=4164 hérna er þráður sem verið er að tala um þennann skjá

Sent: Þri 25. Maí 2004 22:13
af Stebbi_Johannsson
Örgjörvi: P4 3.0GHz 512k HT Retail verð:22350 att.is
Minni:2x512mb Mushkin DDR400 CL 2.5 verð:19310 start.is
Móðurborð:Abit AI7 verð:12990 hugver.is
HDD:160gb Samsung 7200rpm 8mb ATA verð:11900 start.is
Skjákort:PowerColor Radeon 9600XT Ultra 128mb verð:16241 tölvuvirkni
Hljóðkort:Onboard verð: 0 hugver.is
DVD Drif:16/48x MSI - svart verð: 4250 att.is
CD Skrifari:52x32x52 Samsung - svartur verð: 4990 task.is
Floppy Drif:svart Samsung verð: 1290 start.is
Aflgjafi:350w fylgir með kassa verð: 0 tölvuvirkni
Kassi:Antler TU-155 - svartur verð:6452 tölvuvirkni

Skjár:ViewSonic 19" - svartur verð: 29900 boðeind.is
lyklaborð:Chicony - svart verð: 2375 tölvuvirkni
Mús: Logitech MX510 verð: 5235 tölvuvirkni

Kælikrem: Arctic Silver 5 verð:990 task.is
Kassaviftur: 2xSilentBlade 19dB verð: 2280 tölvuvirkni

ég fæ út 140553kr sem mér finnst gott verð fyrir þessa vél vantar samt Hátalara og músarmottur annars er held ég allt :wink:

Sent: Þri 25. Maí 2004 22:22
af aRnor`
Er þetta ekki solid ef reiknað er með að eiga lyklaborð, mús skjá og geisladrif + floppy.

Sent: Þri 25. Maí 2004 22:24
af Steini
Arnor ég myndi nú halda það