Vandamál með AMD er nú bara gömul tíð og ef VIA chipsettið var vandamál, skiptir það mig ekki máli því ég ætla mér að taka nForce 2 móðurborð.
Ég held ég taki WD þrátt fyrir eitthvað hátíðnihljóð, ég þarf alls ekki meira en 80gb, færi frekar niður í 60gb. Eini Samsung diskurinn á computer.is sem snýst á 7200rpm er 60gb, Maxtor á einn 80gb og IBM sem þú segir mér að forðast, en þeir eru samt hættir að bila eins og þeir gerðu fyrir nokkrum árum, ef þeir bila er það vanalega vegna ofhitnunar, þeir eru líka mjög lágværir.
Upphaflega ætlaði ég að fá mér bara ódýrt GF4 MX440 svo var ég að hugsa um að taka nForce 2 móðurborð með innbyggðu GF4 sem átti að ná 128mb og vera eitthvað svipað og GF4 MX440 en var góðfúslega bent á að það væri bara rugl. Þá ætlaði ég að taka Radeon9000 64MB, en var sagt að taka miklu frekar PRO kortið munurinn á 64mb og 128mb var svo lítill að ég ákvað að skella mér á 128mb, núna segir þú mér að taka Radeon9500, én ég hef ekkert að gera við svona gott skjákort ég er ekkert á fullu í leikjum, en samt eitthvað þannig að ég þarf skjákort sem ræður við allt en er líka á góðu verði.
Turn, 360W, AMD samþ. Vinnustöð/ miðlari. ''Dragon'', svartur eða silfur hvernig kassi er þetta? Er þessi hérna kassi eitthvað verri en Dragon: Svartur Chieftec Winner MiddleTurnkassi, 360W+P4, með hurð á framhlið, WX-01B-D á 12.900 í Tölvulistanum.
Það sýnir kannski bara hvað ég veit lítið um tölvur,én ég vissi ekki að viftur fylgdu með örgjörvum,
og hefði haldið að það væru bara einhverjar drasl viftur. En ef þessi vifta sem á að fylgja örgjörvanum er nógu góð, þarf ég þá engar aðrar viftur að kaupa, maður hefur heyrt talað um kassaviftur og viftur fyrir harða diska.