1. Taktu viku frí frá vinnu og slökktu á símanum.
2. Taktu frá pening fyrir nýjum minnum. Minni eru miklu viðkvæmari fyrir yfirklukkun heldur en örgjörvar.
3. Náðu þér í
Prime95,
MemTest86+ og
HCI MemTest.
4. Lestu
þennan guide og
þennan guide.
5. Keyrðu bæði MemTest forritin í ca. 2 tíma og svo Prime á "Blend" í 12 tíma á stock stillingum til þess að vera viss um að dótið sé 100% stable.
6. Yfirklukkaðu skv. leiðbeiningunum. DDR, DDR2 og DDR3 nota mismunandi spennur, passaðu upp á að þú sért að vinna með rétta spennu fyrir þín minni.
7. Kveiktu á símanum, hringdu upp í vinnu, biddu um aðra viku í frí og slökktu á símanum aftur.
8. Þegar þú telur þig vera búinn að finna hámarkið, keyrðu þá forritin þrjú aftur. Tölva telst ekki stable í bókum flestra klukkara nema Prime keyri villulaust í 12 tíma.
9. Ef Prime finnur villu, slakaðu þá á timings eða hækkaðu spennuna (ef þú átt spennu inni) og keyrðu Prime aftur. Ef það dugar ekki, þá verður að hægja á minnishraðanum.
10. Snúðu sólarhringnum aftur rétt við, kveiktu á símanum og farðu í nudd/sund/göngutúr.
11. ???
12. Profit.