Síða 1 af 1

Silence of the dragon.

Sent: Fim 13. Maí 2004 11:11
af hrbauni
Sælir

Einhverjir hér með reynslu af því að minnka hávaðann í dragon kössum ?

Kassinn hjá mér inniheldur.

Orginal 360W powersupply
Amd xp3200 með Thermaltake extreme volcano 12
2 x SilenX kassa viftur
2x WD hdd

Væri líklegast til árangurs að skipta um powersupply. (Hvaða supply er þá jafnframt hljóðlátast)
Einangra harða diskanna lengra frá framhliðinni og einangra betur víbringinn frá þeim.

Klæða kassann að innan með einhverju efni ?

--
HrBauni

Sent: Fim 13. Maí 2004 11:14
af gumol
Dragon PSUin eiga ekki að vera að gefa frá sér nema smá hljóð. Ég er nokkuð viss um að vandamálið hjá þér séu þessir 2 Western Digital diskar, þú gætir reynta að einangra í kringum þá og staðsetja þá öðruvísi en það á keki eftir að skila mikklum árangri

Sent: Fim 13. Maí 2004 11:48
af Gandalf
ég er einmitt með 2WD diska og þeir eru orsök mesta hávaðans. Ef það værie kki fyrir þá gæti ég gert tölvuna mína næstum hljóðlausa :/

Sent: Fim 13. Maí 2004 13:45
af skipio
Þegar ég fór að rannsaka aðeins orsakir hávaðans í gömlu tölvunni minni komst að því að mesti hávaðinn var í örgjörvaviftunni og yfirgnæfði hann gjörsamlega hávaðann í Western digital disknum mínum þvert á það sem ég hefði haldið. Aflgjafinn (gamall Hyundai) var hinsvegar svo til hljóðlaus.

Það kæmi mér ekki á óvart ef svo er einnig farið með þína tölvu. Ég myndi því byrja á að tékka á örgjörvaviftunni (þetta Thermaltake er nú ekki þekkt fyrir að vera hljóðlaust - fá sér Zalman 7000 í staðinn), svo athuga diskinn (fá sér Samsung eða Seagate Barracude) og að síðustu aflgjafann (Fortron eru ódýrir, hljóðlátir og góðir).

Sent: Fim 13. Maí 2004 22:54
af Rednex
Í sambandi við diskan er hægt að gera samloku úr kopari. Fara þá á eitthvert verkstæði, blikkverkstæði? með efnið og láta þá beygja allt fyrir þig utan um harðadiskinn. Best er að hafa nokkrar plötur.

Gunni karlinn gerði þetta með WD diskinn sinn og það heyrist ekki boffs í honum, og þá meina ég ekkert.
Hérna er pósturinn http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t ... =einangrun[/url]