Síða 1 af 1

Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 21:14
af Snikkari
Ég pósta þesu hérna vegna þess að það eru öruggleg einhverjir hérna búnir að eiga við þennan örgjörva.

Ég er með eftirfarandi:
Q6600 G0 m/CM hyper 212+
Gigabyte P45T-ES3G móðurborð.
2x4Gb Mushin DDR3 1.35V 9-9-9-24 1600mhz
HAF 922
700w CM Silent pro

Ég næ ekki örgjörvanum stöðugum á 3.2Ghz, ég keyri hann á 8x400 og er búin að prófa allt frá 1.35v uppí 1.425v.
Hann er þó stöðugur í 9x333 (3Ghz).
Það er spurning hvort minnið sé að conflicta þetta eitthvað, ég er ekki búin að fikta neitt í því, það er bara á auto.
Það á að vera mjög auðvelt að keyra hann á 3.2Ghz.

Allar ráðleggingar eru vel þegnar.

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 21:18
af BirkirEl
prófaðu að breyta ratioinu á minninu og hafa það sem næst 800mhz (eða hraðanum sem minnið er, sá ekki að þetta var ddr3 minni)

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 21:20
af KristinnK
BirkirEl skrifaði:prófaðu að breyta ratioinu á minninu og hafa það sem næst 800mhz (eða hraðanum sem minnið er, sá ekki að þetta var ddr3 minni)


Haha, þú rétt náðir að leiðrétta þig, ég ætlaði að benda á þetta væri DDR3.

En er örgjörvinn G0 stepping? Ef hann er B3 er nær vonlaust að yfirklukka hann mikið.

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 21:22
af BirkirEl
KristinnK skrifaði:En er örgjörvinn G0 stepping? Ef hann er B3 er nær vonlaust að yfirklukka hann mikið.


G0 já

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 22:49
af mundivalur
Ekki hafa minnin í auto,hafðu þau nálægt 1600mhz(ef þetta eru 1600) og hvort rétt volt séu á minnunum,volt á örgjörvanum nálægt 1.4v
en allavegna skoðaðu minnin

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Sent: Mán 15. Ágú 2011 01:35
af Snikkari
Ok, Ég er búin að setja minnið í manual .. það er 9-9-9-24,
Það er spurning um að hraða á þessu eitthvað eða er best að halda þessum stillingum ?

Ég hef samt sem áður voltin í auto, þessi minni sem ég er með eru 1.35V en það minnsta sem ég get valið í Bios-num er 1.5V.
Ætli minniskubarnir höndli 1.5V, eða er best að hafa Voltin í auto ?


mundivalur skrifaði:Ekki hafa minnin í auto,hafðu þau nálægt 1600mhz(ef þetta eru 1600) og hvort rétt volt séu á minnunum,volt á örgjörvanum nálægt 1.4v
en allavegna skoðaðu minnin

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Sent: Mán 15. Ágú 2011 09:28
af k0fuz
ég var með svona örgjörva og P35 móðurborðið frá gigabyte, þá var ég með 8x400 og vcore 1,33125v og +0,1v í bæði NB og SB minnir mig og svo +0,2v á minnum. Var með DDR2 800mhz minni og náði ratioinu í 1:1