Vantar hjálp með borðvél sem er allt of heit og hávær.
Sent: Fös 05. Ágú 2011 13:39
Er þessi vél ekki bara á leiðinni yfir móðuna miklu með þessu áframhaldi ?
Hún er alveg óþolandi hávær og stöðugt suð í henni , er þetta ekki líklegast CPU vifta eða gæti þetta verið aflgjafinn ?
Hún er í það minnsta bara með þennan svona (ofurhávaða) þegar hún er í stress aðgerðum að keyra leiki o.s.f
Samt er alltaf undirlyggjandi leiðindar "skruð" í henni sem að bara svona er orðið eins og bakgrunnshljóð þar sem hún er.
Þetta er ekki mín vél en hún er innan fjölskyldunnar og ég var að velta fyrir mér hvaða kælingar til dæmis kæmu til greina ? , það er á henni bara stock kæling og svona frekar aumingjaleg vifta.
Það má koma fram hér að ég er búinn að prufa að hreinsa upp kælikremið og setja nýtt , lítil breyting.
Væri þetta betra : http://kisildalur.is/?p=2&id=1746 ?
Eða hvað um þessa : http://www.tolvulistinn.is/vara/19059 ?
Er séns að viftan á skjákortinu sé dauð ?
Hvað finnst ykkur ?
Vélin hljómar eins og skriðdreki.