Vantar hjálp með borðvél sem er allt of heit og hávær.

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp með borðvél sem er allt of heit og hávær.

Pósturaf BjarniTS » Fös 05. Ágú 2011 13:39

Mynd

Er þessi vél ekki bara á leiðinni yfir móðuna miklu með þessu áframhaldi ?

Hún er alveg óþolandi hávær og stöðugt suð í henni , er þetta ekki líklegast CPU vifta eða gæti þetta verið aflgjafinn ?

Hún er í það minnsta bara með þennan svona (ofurhávaða) þegar hún er í stress aðgerðum að keyra leiki o.s.f

Samt er alltaf undirlyggjandi leiðindar "skruð" í henni sem að bara svona er orðið eins og bakgrunnshljóð þar sem hún er.

Þetta er ekki mín vél en hún er innan fjölskyldunnar og ég var að velta fyrir mér hvaða kælingar til dæmis kæmu til greina ? , það er á henni bara stock kæling og svona frekar aumingjaleg vifta.

Það má koma fram hér að ég er búinn að prufa að hreinsa upp kælikremið og setja nýtt , lítil breyting.

Væri þetta betra : http://kisildalur.is/?p=2&id=1746 ?
Eða hvað um þessa : http://www.tolvulistinn.is/vara/19059 ?

Er séns að viftan á skjákortinu sé dauð ?

Hvað finnst ykkur ?

Vélin hljómar eins og skriðdreki.


Nörd


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með borðvél sem er allt of heit og hávær.

Pósturaf AntiTrust » Fös 05. Ágú 2011 13:51

Eins og þú sérð á meðfylgjandi mynd þá er þetta skjákortið sem er að keyra hvað heitast, og hitar þarmeð útfrá sér. Þetta kort ætti að vera að keyra 30-35° kaldar í idle, svo það er greinilega e-ð ábótavant varðandi kælinguna á kortinu, hvort sem viftan er pakkfull af ryki, dauð eða þá að ambient hitinn í kassanum er einfaldlega of hár.

Örgjörvahitinn er svosem ekkert til að missa sig yfir, en þessi hiti gæti vel lækkað um tveggja stafa tölu með betri kælingu.




TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með borðvél sem er allt of heit og hávær.

Pósturaf TraustiSig » Fös 05. Ágú 2011 14:28

AntiTrust skrifaði:Eins og þú sérð á meðfylgjandi mynd þá er þetta skjákortið sem er að keyra hvað heitast, og hitar þarmeð útfrá sér. Þetta kort ætti að vera að keyra 30-35° kaldar í idle, svo það er greinilega e-ð ábótavant varðandi kælinguna á kortinu, hvort sem viftan er pakkfull af ryki, dauð eða þá að ambient hitinn í kassanum er einfaldlega of hár.

Örgjörvahitinn er svosem ekkert til að missa sig yfir, en þessi hiti gæti vel lækkað um tveggja stafa tölu með betri kælingu.


M.v. að CPUin sé í 84° held ég að þetta sé eitthvað sem vert er að skoða.. Er hitinn í kassanum 64° eða er ég að misskilja. Hugsanlega er ekkert loftflæði gegnum kassan eða vitaust virkandi þannig að loftið er gjörsamlega kjurrt. Annar myndi ég skoða kælinguna á skjákortinu eins og AntiTrust sagði.


Now look at the location


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með borðvél sem er allt of heit og hávær.

Pósturaf AntiTrust » Fös 05. Ágú 2011 14:31

Hm, ég kaupi það ekki að CPU die hiti sé 8x á meðan per core hitastig er um 50 gráður. Það er e-ð ósamræmi þarna á milli.



Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með borðvél sem er allt of heit og hávær.

Pósturaf BjarniTS » Fös 05. Ágú 2011 15:48

Heyrðu já strákar skoo ,

Ég tók skjákortið úr og skipti út kælikreminu , blés úr því rykið og svona bara gekk frá því þannig að það leit mjög vel út.

Svona lítur hitinn út núna :

Mynd

Ætli þetta hafi ekki verið keðjuverkandi eins og Hemmi sagði , en takk strákar , ég mun reyna að grafa mér upp nýja kælingu fyrir þessa vél og er meira að segja kominn með eitt gott tilboð í PM nú þegar :)


Nörd


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með borðvél sem er allt of heit og hávær.

Pósturaf littli-Jake » Lau 06. Ágú 2011 16:31

Ég átti 8800GT kort og það var alltaf leiðinlega hár hiti á því. Ég fann eitthvað forrit til að geta stil hraðan á viftunni og læsti hann í um 60% hraða. Allt yfir það var orðið of hávaða samt. Reddaði mér um einhverjar 5 til 8°C. Ég varð reyndar aldrei var við að kortið færi í mikinn snúning ef að ég setti það á auto þótt að hitinn væri farin yfir 90°C

BTW Stoch kælingin á þessum örgjörva er drasl. Nánast sama hvað þú færð þér annað það mun skila miklum árangri. ég fékk mær einhverja í kísildal sem kostaði 7 þúsund minnir mig og minn 8400 er að dangla í 43-44°c. Reyndar í góðum kassa en mér er sama. Mundi aldrei vera með stoch örgjöfakælingu eftir þetta.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180