Síða 1 af 1

AMD Phenom II X2 555 BE unlocka fleiri kjarna?

Sent: Þri 26. Júl 2011 16:42
af ScareCrow
Ef ég unlocka alla 4 kjarnana á örgjörvanum mínum dettur hann nokkuð úr ábyrgð? og hitnar hann einhvað meira við það? Þegar ég fer í leiki í minni tölvu þá er örrinn í ca 60° og finnst það lúmskt hátt.. Er það kannski bara eðlilegt? Vissi ekkert hvert ég átti að setja þetta svo ég setti það bara hér, öll hjálp vel þegin.

Re: AMD Phenom II X2 555 BE unlocka fleiri kjarna?

Sent: Mið 27. Júl 2011 16:21
af ScareCrow
Jæja, komst að því að hann detti úr ábyrgð ef ég unlocka fleiri kjarna, en byrjar hann að hitna meir? Þarf ég að uppfæra kælingu?

Re: AMD Phenom II X2 555 BE unlocka fleiri kjarna?

Sent: Mið 27. Júl 2011 16:32
af AncientGod
Já hann myndi hitna meira upp, þetta er svipað og að oveclocka en hvernig kælingu ertu núna með ?

Re: AMD Phenom II X2 555 BE unlocka fleiri kjarna?

Sent: Mið 27. Júl 2011 16:33
af Bioeight
Sumir kjarnar eru læstir af því að þeir hitna meira en aðrir, aðrir af því að þeir þurfa meiri spennu en venjulega, enn aðrir útaf galla o.s.frv. Það gæti vel verið að kjarnarnir sem þú aflæstir séu að hitna meira en venjulegt er. Ef þú ert á stock kælingu og búinn að aflæsa kjörnum þá gæti 60°C verið alveg eðlilegt, þessir örgjörvar mega ekki fara yfir 70°C samt. Mæli með því að fá þér betri kælingu, ég er með Scythe Katana 3 með 1 aflæstan kjarna og allt yfirklukkað og örgjörvinn er 40-48 gráður.

Re: AMD Phenom II X2 555 BE unlocka fleiri kjarna?

Sent: Mið 27. Júl 2011 18:32
af ScareCrow
Örgjörvinn minn er stable í ca 30° idle, og er á stock örgjörva kælingu, En hvernig eru zalman kopar vifturnar? Eru þær ekki hevý góðar