Síða 1 af 1

Setur maður örgjörvaviftu ofan á Heatsink???

Sent: Mið 28. Apr 2004 11:48
af Stebbi_Johannsson
Mig langar að vita þetta... er til dæmis hægt að setja Zalman CNPS7000A-Cu ofan á Thermalright SLK-947U???

ástæðan fyrir fáfræði minni er sú að ég hef alltaf bara verið með Retail kælingu :oops:

Sent: Mið 28. Apr 2004 11:51
af MJJ
Þetta thermaltake er heatsink, sami hlutur eins og flowerið frá zalman, ef þú kaupir thermaltakeinn seturu einhverja silent viftu t.d. silenx, pabst, noiseblocker ofan á einhverja festingu sem fylgir með kubbnum. Það er hugsanlega hægt að setja zalmanin ofan á thermaltakeinn en ég sé engan tilgang í því, kauptu þér annaðhvort og ef þú færð þér thermaltakeinn þarftu að kaupa 80 eða 92 mm viftu ofan á þetta. En með Zalmaninum fylgir allt

reply

Sent: Mið 28. Apr 2004 15:45
af Krummi
Og hvað er svo betra? Zalmaninn eða thermalright?

Sent: Mið 28. Apr 2004 16:14
af MJJ
Held að zalmanin sé betri því hann er mun þyngri og því stærri fyrir vikið og leiðir því hita fyr. Annars er thermaltakeinn fínn

Sent: Mið 28. Apr 2004 17:00
af Hlynzit
Myndi fá mér Zalman blómið frekar en það er bara ég :)

Sent: Mið 28. Apr 2004 17:14
af fallen
Ég held að ég fari með rétt þegar ég seigi að Thermaltake heatsinkið sé það besta. Myndi fá mér þannig og t.d. Papst viftu, vera grand á þessu á meðan að maður er að gera þetta á annað borð :)

Sent: Mið 28. Apr 2004 21:00
af viddi
Sammála síðasta ræðumanni

Sent: Fös 30. Apr 2004 15:19
af RadoN
já, maður hefur heyrt að á suma örgjörva þurfi ekki viftu ef maður er að nota þeta thermaltake heatsink :)

Sent: Fös 30. Apr 2004 15:26
af skipio
Ahem, Thermalright !=Thermaltake.
Thermalright SLK947 er einn besti hitasökkullinn sem hægt er að fá þótt mér finnist hann allt of dýr á Íslandi og myndi því frekar fá mér Zalman sem er í svipuðum gæðaflokki.

Thermaltake, hinsvegar, býr til hitasökkla sem eru mörgum gæðaflokkum fyrir neðan Thermalright og Zalman.

Sent: Fös 30. Apr 2004 16:00
af fallen
Je, Thermalright, skrifaði þetta vitlaust. :x

Sent: Fös 30. Apr 2004 22:13
af Bendill
Síðan hvenær setur maður hljóðlátar viftur á Thermalright kæliplötur... það er bara fyrir kjeddlingar!!!
Fá sér bara eina 92mm Vantec Tornado og hlamma henni á örrann :twisted: , þá ertu kominn með kælingu sem slær út sumum vatnskæli-settum :D

Sent: Fös 30. Apr 2004 23:00
af Stebbi_Johannsson
Hvort á maður síðan að fá sér Zalmaninn eða Thermalrightinn???

verð á Zalman er "bara" 5490 en Thermalright með Papst 12dB viftu er 9480!!! Hvort á maður að fá sér? :?

Sent: Fös 30. Apr 2004 23:41
af fallen
Bendill skrifaði:Síðan hvenær setur maður hljóðlátar viftur á Thermalright kæliplötur... það er bara fyrir kjeddlingar!!!
Fá sér bara eina 92mm Vantec Tornado og hlamma henni á örrann :twisted: , þá ertu kominn með kælingu sem slær út sumum vatnskæli-settum :D


Haha.

Stebbi_Johannsson skrifaði:Hvort á maður síðan að fá sér Zalmaninn eða Thermalrightinn???

verð á Zalman er "bara" 5490 en Thermalright með Papst 12dB viftu er 9480!!! Hvort á maður að fá sér? :?


Thermalright heatsinkið kælir betur, ef ég ætti pening til að spandera í það sem mig langar í þá myndi ég skella mér á heatsinkið og papst viftuna.

Sent: Lau 01. Maí 2004 01:26
af gnarr
ég myndi taka al-cu zalmanninn á 3.990

Sent: Lau 01. Maí 2004 02:17
af RadoN
zalmaðurinn er örugglega meira fyrir peninginn

Sent: Lau 08. Maí 2004 13:21
af Axel
zalman blómið er in í dag.

Sent: Sun 09. Maí 2004 13:29
af Hlynzi
Ég myndi taka Thermalright kælinguna frekar en Zalman, en hún bara töluvert dýrari hér á landi.

Alltaf hægt að panta að utan ;)

http://www.pricewatch.com