Síða 1 af 1

Plexigler

Sent: Mán 19. Apr 2004 18:36
af zream
Veit að þetta hefur oft verið spurt um , en er hægt að kaupa t.d 30cm x 30cm plexigler og hvað myndi það kosta mikið (og hvar).

Líka komið með góð guide á hvernig á að spreyja kassa :]

Sent: Mán 19. Apr 2004 18:48
af axyne
http://www.akron.is

ég keypti þar 30*26 4 mm, mig minnir ég hafi borgað 600 kr fyrir.
síminn þar er 553 3706 getur hringd og pantað um morgun og komið og sótt eftir hádegi eða álíka.

sambandi við að spreyja kassa ég hef aldrei gert það en myndi líklegast gera það:

    1. rífa allt úr honum sem ekki á að spreyjast.
    2. þvo hann með volgu vatni og þurka með pappír til að ná allri fitu af.
    3. líma fyrir skrúfugöt og dót sem á ekki að spreyjast.
    4. hengja hann uppá snúru.
    5. spreyja margar mjög þunnar umferðir. til að fá sem besta áferð.
    6. kannski setja síðan eina umferð með glæru lakki yfir. :?:


muna síðan að halda brúsanum langt frá kassanum á meðan þú úðar og úða lítið í einu. annars fer allt að leka hjá þér og verður ljótt. leyfa að þorna vel á milli umferða.

Sent: Mán 19. Apr 2004 19:04
af zream
Ef ég set hann út á snúru er þá ekki bara líklegt að það komi bara ryk og flugur og svona í það?

Sent: Mán 19. Apr 2004 19:07
af Hlynzit
zream skrifaði:Ef ég set hann út á snúru er þá ekki bara líklegt að það komi bara ryk og flugur og svona í það?


hefuru heirt um inni snúrur?

Sent: Mán 19. Apr 2004 19:12
af axyne
zream skrifaði:Ef ég set hann út á snúru er þá ekki bara líklegt að það komi bara ryk og flugur og svona í það?

gæti verið.

getur líka bara spreyjað hann á skrifborðinu heima hjá þér. it's up to you.
það er sosem ekkert besti staður í heimi að gera þetta á útisnúrinni. væri best að gera þetta í rými við stofuhita. þornar hraðar.

man þegar ég var lítill og spreyjaði litla bmx hjólið mitt neon Gullt þá hengdi ég það uppá þvottasnúruna úti. ég lendi í eingu fluguveseni. :8)

Sent: Mán 19. Apr 2004 19:51
af zream
Hef heyrt um inni snúrur , datt það ekki í hug.

Annars ætlaði ég aldrei að gera þetta úti :)

Sent: Mán 19. Apr 2004 20:29
af WarriorJoe
Setja þeir gluggann lika í fyrir mig? Var einmitt að pæla í þessu sama, en ég kann ekkert að setja svona glugga í sjálfur og ætlaði að biðja þá um þetta.. Geta þeir sett þetta í fyrir mann?

Sent: Mán 19. Apr 2004 20:31
af axyne
WarriorJoe skrifaði:Setja þeir gluggann lika í fyrir mig? Var einmitt að pæla í þessu sama, en ég kann ekkert að setja svona glugga í sjálfur og ætlaði að biðja þá um þetta.. Geta þeir sett þetta í fyrir mann?


þeir smíða hluti úr plexi. það ætti ekki að saka að hringja og spyrja hvort þeir séu með tölvuhliðagluggaísetningu.

Sent: Mán 19. Apr 2004 20:38
af WarriorJoe
En ef þeir gera þetta ekki, er þá eitthver búð sem á svona gler og setur í fyrir mann?

Sent: Mán 19. Apr 2004 20:46
af pyro
WarriorJoe skrifaði:En ef þeir gera þetta ekki, er þá eitthver búð sem á svona gler og setur í fyrir mann?


Ætli það sé ekki best að fara með hliðina sem er á kassanum þínum núna, og biðja þá að smíða nákvæma eftirmynd úr plexi... og þá ertu með skrúfugötin líka :D

Sent: Mán 19. Apr 2004 21:01
af zream
Það getur ekki verið mál að setja plexiglerið í , allavegar ætla ég að setja það í sjálfur , hvort það verði gert með sílikoni eða bara með skrúfum veit ég ekki.

Sent: Mán 19. Apr 2004 21:08
af Nemesis
Ég held að hann sé að tala um að skera í kassann og setja gluggann í...

Sent: Mán 19. Apr 2004 21:10
af WarriorJoe
Nákvæmlega :) Glugginn á kassanum eins og hann er er bara hluti af hliðinni en ég vill breyta að öll hliðin sé gluggi...

Sent: Mán 19. Apr 2004 22:03
af zream
Ó fattaði það ekki :)

Sent: Mán 19. Apr 2004 22:13
af Cary
Það er lítið mál að setja glugga og svona í. 4mm efni er of þykkt í kassa fyrir minn smekk. Svo er neon plexi fallegast ef þú ætlar að hafa ljós í kassanum. Það er aðeins dýrara og enn betra að láta glóða kanntana á því líka.
Ef þér líst ekki á neon efnið þá skaltu kaupa 3mm formað plexi það er stekara og rispast ekki svo glatt.
30x30 kostar kannski um 400 kall og neon á tæplega 1000.

Sent: Mán 19. Apr 2004 22:43
af WarriorJoe
Já ég ætla að hafa ljós í kassanum þannig Neon Plexi er málið. Akron með það?

Sent: Mán 19. Apr 2004 22:49
af axyne
WarriorJoe skrifaði:Já ég ætla að hafa ljós í kassanum þannig Neon Plexi er málið. Akron með það?


svakalega eru margir ósjálfbjarga. Tjekkaðu á heimasíðuna http://www.akron.is

Sent: Mán 19. Apr 2004 22:58
af gulligu
Hvernig sög er best að nota til að skera úr hlið er það bara stingsögin eða?

Sent: Mán 19. Apr 2004 23:07
af WarriorJoe
axyne.. ekkert neon plexi þar..

Sent: Mán 19. Apr 2004 23:07
af Cary
Maður klippir vanalega efnið og beygir kantana svo ekki komi kantar sem meiða eða líta illa út.
Jafnvel sjóða þetta úr með tix suðu..
Annars bara nákvæmur með stingsögina og bora vel fyrir henni fyrst.

Ég skal spyrja hvar þetta fæst í skólanum á morgun. Það hefur verið leiðinlegt að nálgast þetta upp á síðkastið.