Síða 1 af 1
Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 13:45
af kbg
Sælir.
Ætla að uppfæra PSU hjá mér í leiðinni þegar ég uppfæri tölvuna. Það sem ég er að leita að fyrst og fremst er hljóðlátur PSU og svo modular, og eitthvað um 700 - 850w. Ég verð samt aldrei með meira en eitt skjákort og einn harðan disk (kannski SSD seinna meir) þannig að það er spurning hvað ég þurfi mörg wött? Kemst ég af með t.d 700 wött?
Hvern af þessum myndum þið velja:
850W Corsair HX850 aflgjafiZalman 850W kraftmikill og mjög hljóðlátur modular aflgjafiTacens Radix III 1050WCooler Master Silent Pro M RS850-AMBAJ3-US 850WCooler Master Silent Pro Gold RS800-80GAD3-US 800W 80Plus Gold ATX 12V Active
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 14:01
af Raidmax
http://support.asus.com/PowerSupply.aspx?SLanguage=en Prufaðu bara að reikna það og þá spá kannski í afgjafanum
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 14:05
af Hvati
Raidmax skrifaði:http://support.asus.com/PowerSupply.aspx?SLanguage=en Prufaðu bara að reikna það og þá spá kannski í afgjafanum
Vá þetta er léleg reiknivél, síðan hvenær þarf 1 HDD og 1 DVD drif samtals 100w?
EDIT:
Þessi er nákvæmari þó að heildarwött skipti ekki öllu máli.
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 14:10
af worghal
þetta er hræðileg reiknivél, samkvæmt henni, þá ætti ég að vera með 700w minimum, en ég er að nota 500w án nokkura vandræða
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 14:17
af mercury
ég persónulega myndi taka corshair hx850 eða cooler master gold 800w.
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 14:24
af Moldvarpan
Ég myndi taka Corsair aflgjafann.
Corsair vörurnar hafa aldrei svikið mig hingað til.
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 14:28
af vesley
Myndi ekki hika við að taka Cooler Master aflgjafann.
Corsair HX serían er orðin nokkuð "gömul" og á AX að taka við af þeim í vinsældum.
Mæli algjörlega með Corsair AX750 t.d.
AX serían er framleidd af Seasonic sem eru algjörlega top of the line!
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 14:29
af KristinnK
eXtreme aflgjafareiknirinn er ágætur, ég nota hann alltaf. En það þarf í raun ekki neitt rosalega aflmikinn aflgjafa, sérstaklega ef þú ert bara með eitt skjákort og eitt HDD. Aðalatriðið er að kaupa vandaða vöru, sem þekkt fyrirtæki þorir að setja nafn sitt á. Annars getur þú lennt í einhverju
svona [tengill]:
Tom's hardware skrifaði:Further testing was not possible because, during a short test with a 300 W load, the PSU suddenly bode us farewell with several explosions and sparks flying everywhere.
Þetta átti að vera 420W aflgjafi.
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 14:42
af kbg
Ég fæ þarna að ég þurfi allavega 650. Spurning hvort 700 dugi, samt smá hræddur við það.
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 19:26
af Kobbmeister
Re: Hvern af þessum PSU ætti ég að velja?
Sent: Mán 09. Maí 2011 19:28
af biturk
myndi fá mér silverstone, eini aflgjafinn sem ég myndi fá mér ef ég myndi kaupa nýjann.
buy.is voru með þá, sé þá reindar ekki lengur en ekkert mál að redda.