Síða 1 af 1

Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 06:02
af Oak
Sælar

Ég er að hugsa um að farað uppfæra aflgjafann hjá mér. Hann þarf að vera allavega 850W fyrir það setup sem mig langar að hafa. Aflgjafinn þarf að vera hljóðlátur. Ég er svo sem opinn fyrir öðrum merkjum, en hvorn af þessum mynduð þið taka og afhverju ?

Tacens Radix III 1050W

Antec 1000W CP-1000 modular aflgjafi með hljóðlátri viftu

Þarf 850W fyrir það sem mig langar að hafa...er þá ekki gott að fara í allavega 1000W ?

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 09:25
af Vaski

Ég mundi taka Antec aflgjafanna, það er engöngu vegna þess að SilentPcReview hafa skoðað hann og mælt með honum: http://www.silentpcreview.com/article971-page7.html En það er náttúrlega eitt með hann, passar hann í kassan hjá þér? Hann er stærri en venjulegir atx afgjarfar.

Ég mundi hins vegar fá mér SeaSonic afgjafa ef þú vilt frá hljóðláta og mjög góða aflgjafa, vandamálið við þá er að þeir eru helvíti dýrir. Og annað, ertu viss um að þú þurfir 850w, oft finnst mér að fólk ofmeti orkuþörfina, þannig að ef þú ert ekki að fara í sli/crossfire að þá held ég að 850w sé full vel í lagt.

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 09:43
af mercury
ég færi ekki að kaupa svona stóran aflgjafa nema að hann væri modular. þessi tacens er það ekki ;)

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:35
af Daz
Oak skrifaði:
Ps. hvernig læt ég textann vera link í staðin fyrir urlið fyrir framan ? Takk


Kóði: Velja allt

[url=urlið]textinn[/url]


Sést meira að segja í mouseover textanum.

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 10:35
af Kobbmeister
Bara benda þér á það ef að þú ætlar að taka Antec aflgjafann þá þarftu að eiga Antec P183.

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:50
af Oak
Þá verð ég að gleyma antec aflgjafanum.
Gæti alveg farið í Tacens Smart en er ekki alveg að týma að borga 6000 kr. auka bara fyrir færri snúrur.

Ég fór á þessa síðu og ég setti inn allt sem mun koma til með að fara í tölvuna á endanum og hún gaf mér recomennded 837 W.
Hafði hugsað mér að fá mér nvidia 570 og svo seinna meir annað eins.

Takk Daz vissi ekki af mouseover-inu.

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 14:57
af vesley
Oak skrifaði:Þá verð ég að gleyma antec aflgjafanum.
Gæti alveg farið í Tacens Smart en er ekki alveg að týma að borga 6000 kr. auka bara fyrir færri snúrur.

Ég fór á þessa síðu og ég setti inn allt sem mun koma til með að fara í tölvuna á endanum og hún gaf mér recomennded 837 W.
Hafði hugsað mér að fá mér nvidia 570 og svo seinna meir annað eins.

Takk Daz vissi ekki af mouseover-inu.



Hvað ætlaru eiginlega að hafa í þessarri tölvu ?

Ég lét overclockaðann i7-2600k í þetta. gtx570.2xSATAhdd.1xSSD.6viftur,hljóðkort,2xUSBdót.4xDDR3.High-End móðurborð og ég fékk 542w sem myndi vera 723w í SLI

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 15:49
af Oak
Er með i7 950, GA-X58A-UDR3 Rev2.0, 12GB DDR3, 4 viftur og vill hafa möguleikann á 8 HDD og allavega tvö 570.

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 19:08
af Oak
Er þetta ekki bara flott ?

Má ég þetta eða er þetta bannað ?
Er ekki að sjá það að nokkur svari ef að ég breyti inleggi.

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Fös 06. Maí 2011 23:23
af mercury
þetta er eðall. mæla allir með þessum aflgjafa.

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Lau 07. Maí 2011 01:02
af Oak
hefur enginn álit eða reynslu af Tacens aflgjöfum ?

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Lau 07. Maí 2011 01:06
af Glazier
Oak skrifaði:hefur enginn álit eða reynslu af Tacens aflgjöfum ?

Hef verið með 2 tacens aflgjafa og þeir eru snilld.
Dead silent og færð það power sem er auglýst ! :)

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Lau 07. Maí 2011 01:18
af Oak
Ég er með Tacens kassa og viftur og er mjög sáttur við þetta allt saman sérstaklega hvað það heyrist ekkert í þessu. Er spenntur fyrir því að taka hann.

Re: Tacens Radix III 1050W vs. Antec 1000W CP-1000 modular

Sent: Lau 07. Maí 2011 01:22
af Glazier
Er að fíla þetta Tacens dót í ræmur..
Með kassa, örgjörva kælingu, 3 kassa viftur og aflgjafa frá Tacens og vélin hjá mér er dead silent en með þrusu gott loftflæði :)