Síða 1 af 1
Swiftech MCW50-Termoelectric
Sent: Þri 13. Apr 2004 01:02
af Fat
Hvernig líst ykkur á þennan á skjákortið? 80W peltier sem gælir kortið niður í -5 til 5°C miðað við 25°C kælivatn og 30 - 38W load
Sent: Þri 13. Apr 2004 01:05
af Arnar
Þarftu þá ekki að einranga þetta ?
Slæmt að fá dögg þarna :/
Sent: Þri 13. Apr 2004 01:05
af fallen
Hvað tekur þetta mörg pci slot ?
Sent: Þri 13. Apr 2004 03:47
af Fat
Þarftu þá ekki að einranga þetta ?
Slæmt að fá dögg þarna :/
Það er einangrun á þessu, sést á myndinni og einnig fylgir einangrun sem maður límir aftan á skjákortið og einangrandi feiti.
Hvað tekur þetta mörg pci slot ?
Þetta er 38mm á hæð þannig að þetta tekur 2 pci slot.
Sent: Þri 13. Apr 2004 03:49
af fallen
Fat skrifaði:Þetta er 38mm á hæð þannig að þetta tekur 2 pci slot.
Not worth it
Sent: Þri 13. Apr 2004 03:57
af Fat
Ég er ekki sammála því. ekkert með þessar slots að gera. Hvað eru annars að gera í tölvunni á þessum tíma sólarhrings? áttu ekki að fara að vinna/skóla í fyrramálið?
Sent: Þri 13. Apr 2004 04:00
af fallen
Ni, ekki skóli fyrren á miðvikudaginn
Hvað með þig, atvinnulaus?
Sent: Þri 13. Apr 2004 04:04
af Fat
Fótbrotin á launum hjá Sjóvá
Sent: Mið 14. Apr 2004 01:54
af Arnar
Hmm.. ertu að fara að voltmodda skjákortið þitt eitthvað ofur ?
Lítið sem maður græðir á að hafa svona peltier á skjákorti nema þú sért að fara að voltmodda held ég.
Þarf svo ekki annað PSU fyrir þetta?
Sent: Mið 14. Apr 2004 04:16
af Fat
Hmm.. ertu að fara að voltmodda skjákortið þitt eitthvað ofur ?
Lítið sem maður græðir á að hafa svona peltier á skjákorti nema þú sért að fara að voltmodda held ég.
Þarf svo ekki annað PSU fyrir þetta?
Sjáum til. Ég þarf bara að fara að koma vatnskælingunni minni í gagnið. Ég pósta svo niðurstöðu seinna.
annars er þetta 80W peltier og gengur það alveg hjá mér með 500W powersupplie.
Sent: Fim 15. Apr 2004 22:31
af Hlynzi
Peltier kælingin er mjög sniðug hugmynd.
En hún hentar ekki allsstaðar. Það þarf alltaf að kæla annan hlutann af kermik kubbnum vel. Þetta er orkufrekt dót.
Ég væri langmest til í að taka própan kælingu (ekki Freon, freon er bannað núna) og pressu, þjónustu röri á kerfið og kæligrind fyrir rörið, og svo bara leiða gasið (vökvann..) þangað sem ég vil að kælingin fari fram.
Þetta snýst ekki um að kæla hlut, heldur taka hitann í burtu.. (úff..svona lýta eðlisfræðingar skrítnum augum á það..ekki hægt að kæla neitt, bara taka hitann frá því)
Sent: Sun 18. Apr 2004 01:56
af Fat
En hún hentar ekki allsstaðar. Það þarf alltaf að kæla annan hlutann af kermik kubbnum vel. Þetta er orkufrekt dót.
Það er svolítið minna mál að koma fyrir peltier kerfi í tölvunni heldur en frystipressu og það er líka mikklu ódýrara. Þetta er líka kæliblökk á skjákort og tekur ekki nema 80W og ef þú ert með vatnskælingu fyrir þá er þetta minnsta mál. Það er bara vesen að fara að frysta kjákortið með frystipressu, ekki satt?
Ég væri langmest til í að taka própan kælingu (ekki Freon, freon er bannað núna) og pressu, þjónustu röri á kerfið og kæligrind fyrir rörið, og svo bara leiða gasið (vökvann..) þangað sem ég vil að kælingin fari fram.
afhverju própan? Pressur sem keyra á própani eru alltof stórar og erfitt að koma þeim fyrir í tölvum. Svo er própan ekkert sérstakur kælimiðill, ammoníak hefur t.d lægri gufunarþrýsting þ.e. lægra hitastig. En hagstæðasti kælimiðillinn í dag fyrir tölvufrystingu er R134a og er hægt að fá littlar pressur sem skila frá fínum afköstum. T.d notar Asetek Wapochill R134a og pressur frá Danfoss sem eru 12V. En þessar pressur eru ekkert smá dýrar, kosta 25-30 þúsund og þá er eftir að kaupa eimsvalan og allt hitt. Þannig að 220v pressa með R134a er besti kosturinn....
Sent: Mán 19. Apr 2004 17:07
af Pandemic
Freon er ekkert bannað bara ákveðnar tegundir af því
Sent: Mán 19. Apr 2004 21:14
af Nemesis
Er freon ekki frumefni? Það geta þá ekki verið mismunandi tegundir af því... Allt sem inniheldur freon er bannað, eyðir ósonlaginu held ég
*BREYTT*
Kíkti aðeins á google, sé að það eru líklega til margar tegundir af freon, og t.d. freon 12 og 502 er bannað
Hér má svo sjá skýringarmynd um samband freons og ósonlagsins:
Sent: Mán 19. Apr 2004 22:03
af Fat
Er freon ekki frumefni? Það geta þá ekki verið mismunandi tegundir af því... Allt sem inniheldur freon er bannað, eyðir ósonlaginu held ég
Nei freon er ekki frum efni. Það er efnasamband. oftast er ekki talað um Freon heldur bara R12, R22 o.s.f.v.
R22 er til dæmis á efnafræðilegu máli klórdíflúormetan, þ.e. hefur 2 flúor frumeindir, eina vetnisfrumeind , 1 kolefnisfrumeind og eina klórfrumeind. sem skrifast í formúlunni CHClF2.
Þetta eru ósoneyðandi efnasambönd:
CFC-11 ODP 1 GWP 7300
Halón 1301 ODP 10 GWP 5600
CCl4 ODP 1,1
1,1,1-triklóretan ODP 0,1
Metylbrómíð ODP 0,5
HBFC ODP 1
HCFC ODP 0,5 GWP 1700
R12 og R502 eru algjörlega bönnuð í dag en R-22, R-401A, R-401B, R402A, R-402B, R-408A og R-409A er verið að útrýma og verða þau algjörlega bönnuð árið 2015 því öll þessi efni innihalda þessi ósoneiðandi efnasambönd.
R-134a, R-404A, R-407C, R-507C innihalda ekki ósoneiðandi efni og eru því leyfileg.
Sent: Þri 20. Apr 2004 15:12
af Cras Override
freon er bara samnefni yfir allar lofttegundir sem að innihalda klór.
Sent: Sun 25. Apr 2004 01:45
af Fat
Ég var að prufa að keyra peltier blokkina en samt ekki á skjákortinu því mig vantar enn dielectric grease. En niðurstöðurnar voru hreint ótrúlegar.
-26°C á yfirborði kæliflatar miðað miðað 23°C á kælivatninu
Sent: Sun 25. Apr 2004 01:49
af fallen
N1.
Sent: Mán 03. Maí 2004 15:25
af MezzUp
Fat, er þessi næsta-efsta viftur og radiator? Ef svo er, svalt system :)
Sent: Mið 05. Maí 2004 14:58
af Fat
Já MEZZUP þetta radiatorinn minn. the king of cool eins og þeir eru kallaði
. Framleiddir af breska companíinu Thermochill sem sérhæfa sig í radiatorum. Bara snilld.
Sent: Mið 05. Maí 2004 15:02
af Pandemic
Magnaðar viftur
og þessi Radiator er Huge :S eru þetta ekki 3x120mm right?
Sent: Fim 06. Maí 2004 01:38
af gnarr
það eru víst 6x120mm viftur a´þessu.